Alveg á mörkunum.......

.....að ég nenni að blogga en ætla að láta mig hafa það.

Já ég er hætt að vinna og tek því bara rólega.  Nú styttist verulega í litla krílið....er komin 33 vikur og ég mun ekki ganga með lengur en 39 vikur.  Þannig að það er max 6 vikur í að krílið komi í heiminn en það kæmi mér ekkert á óvart ef ég yrði sett á stað á 38 viku.....en það kemur í ljós.......5-6 vikur eftir InLove  Það gengur mjög vel, reyndar hefur blóðþrýstingurinn verið að stríða mér og þess vegna var ég látin hætta að vinna.  Ég er nú aðeins að hressast, hef meiri orku ....sem betur fer.  Það gengur vel að undirbúa fyrir komu krílisins, búin að þvo flest allt, búin að þrífa rimlarúmið sem var í láni og kom það bara ok undan skítnum......ekkert meira um það Sick Jóhanna gaf mér dýnu, sérsniðna úr RB og það vildi svo vel til að hún virðist ætla að smella passa......ég varð nefnilega að henda dýnunni sem var í rúminu sökum þess hve drullug hún var......er ekki búin að setja rúmið saman....er ennþá að gera það upp við mig hvort að ég eigi að gera það áður en barnið kemur.....????  Vaggan er ekki komin en vonandi næ ég að redda fari fyrir hana frá króknum.....annars kemur mamma með hana í des.....vill samt helst frá hana aðeins fyrr svona ef mútta kæmist ekki í des t.d. vegna veðurs.  Þannig að ef þú ert á ferðinni í Skagafirði endilega láttu mig vita.

Á laugardaginn var giftingin hjá Sibbu og Friðgeir.  Vá hvað tíminn er fljótur að líða......ákváðu þetta með 10 mánaða fyrirvara og svo bara komið að því og búið :)  Þetta var mjög fallegt brúðkaup.  Allt svo glæsilegt og gekk svo vel.  Kjólinn , brúðhjónin, kirkjan og maturinn ......allt var þetta glæsilegt og frábært.  Presturinn alveg frábær......kom með ótrúlega skemmtileg komment...mikið hlegið Grin  Innilega til hamingju Sibba okkar og Friðgeir.....og Auðvitað Helga Jóna.  Njótið hveitibrauðsdagana og við sjáumst vonandi fljótlega eftir þá.

Eftir brúðkaupið var farið í afmæli til Jórunnar, hún varð 35 ára þann 21. okt.  Þar var margt um manninn og mikið stuð.   Við stoppuðum ekki lengi .......enda búin á því eftir daginn.  En það var gaman að kíkja.  Innileg til hamingju Jórunn ......Smile

Af Aron Inga er allt gott að frétta.  Honum gengur vel í skólanum......miklar framfarir í lestri og svo virðist stærðfræðin ætla að ligga vel hjá honum.  Ohhh ég er svo stolt af honum og þó svo að ég segja sjálf frá þá er þetta einstaklega góður strákur og fæ ég mikið að heyra það frá fólki....m.a. starfsfólki skólans.  Hann er svo vel uppalinn.......hehehe.....InLove

Ég ætlaði nú ekki að tala um kreppuna .....en stundum koma tímar þar sem að manni langar bara að grenja......já maður er að heyra alveg ótrúlegar sögur af fjölskyldum sem að lenda illa í þessu öllu saman og þar er oftast um að ræða uppsagnir og fólk verður atvinnulaust Blush  Sorglegt, sorglegt.......  en ég reyni að láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á mig vegna þess að ég get ekkert gert við þessu öllu saman og ef ég ætla að fara að pirra mig á þessu alla daga , þá bitnar það bara mest á mér og mínum nánustu.  Því verður maður bara að vera bjartsýn og horfa til framtíðar........er það ekki???

jæja ætla að láta þetta nægja núna........

kveðja

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: E.R Gunnlaugs

frábært að allt gangi vel :)

Njóttu þess að vera hætt að vinna, algerlega vanmetið að mínu mati hihi...

Væri nú gaman að hittast áður en kríli Tobbabarn lætur sjá sig

E.R Gunnlaugs, 3.11.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Helga

Já ég verð að fara að kíkja á ykkur......

kveðja

Helga Hrönn

Helga , 4.11.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Butterfly Glitter Graphic - 1Ljúfar kveðjur inn í góðan dag og láttu þér líða vel elsku vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 10:19

4 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan takk fyrir okkur.

Knús og kossar

Sigurbjörg Guðleif, 8.11.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband