Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Leti - nokkrir góðir

Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
“Og hvað ætlarðu að gera við það?” spyr apótekarinn.
“Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér.”
“Ég get ekki selt þér Arsenik til þess,” segir apótekarinn, “jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér.”
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
“Ó,” segir apótekarinn, “ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil.”

Hann sagði . .. Ég skil ekki af hverju þú ert í brjóstarhaldara,
það er ekkert til að halda.
Hún svarar - Þú ert í nærbuxum, er það ekki?

________________________________________________
Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld?

Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan
ég sit í sófanum.

________________________________________________
Hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem
ég lét þig fá?

Hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil!

________________________________________________
Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. "Maðurinn minn eltir mig hvert sem ég fer"

Skrifað rétt fyrir neðan . " Nei það er ekki satt"
___________________________________
Spurning.
Hvernig sést að maður er að skipuleggja framtíðina?
Svar.
Hann kaupir 2 kassa af bjór.
___________________________________
Spurning.
Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar?
Svar.
Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið.
Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn.

_________________________________________________
Maðurinn spyr guð:
"Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?"

Guð svarar:
"Svo þú myndir elska hana."
En Guð, "Af hverju hafðirðu hana svona heimska?"

Guð svarar:
"Svo hún elski þig." 

Já góðir þessir, nennti ekki að blogga.  Væri nú flott að fá einhver komment .......er bara ekki að nenna að blogga neitt þegar viðbrögð eru lítil...................vonandi er ég ekki heimtufrek Crying

jæja hafið það gott

kveðja

Helga Hrönn


Veikindi - Eurovision - kastljós í gær

Jæja í gær fór ég heim úr vinnunni, gjörsamlega að drepast í maganum og í morgun var ég eitthvað skrítin, m.a. með svima.  Veit ekki alveg hvað er í gangi með mig, er þetta aldurinn eða hvað??

En nenni ekki að blogg meira um það, annað sem mig langar að blogg um er þessu læti yfir ummælum Friðriks Ómars.  Ég er bara ekki að skilja það.  Horfði á Kastljós í gær og þar var Friðrik Ómar og Egill að ræða þetta mál.  Þar fannst mér Friðrik Ómar koma því vel frá sér hvers vegna hann sagði þetta.  Það er nefnilega svo að þegar fólk er búið að fá nóg þá svarar það oft fyrir sig. Hann gerði það bara mjög pent, og eins og fram kom í þættinum þá var greinilega verið að kalla og öskra mjög ljót orð.  Og efast ég ekkert um það, Íslendingar geta oft verið mjög orðljótir og gengi alltof langt.  Hvort að þetta voru einstaklingar á vegum Merzedes-club eða ekki, skiptir ekki öllu, enda sagði Friðrik Ómar ekki að svo hefði verið, heldur beindi hann þessum orðum að þeim sem áttu það skilið.  Meðlimir Merzedes-club tóku þetta greinilega til sín, áttu þeir kannski einhvern þátt í þessum hrópum og öskrum.  Já maður getur ekki annað en velt því fyrir sér miða við þessi viðbrögð hjá þeim eða eru þeir svona tapsárir?   Egill sagðist ekkert vera sár né reiður yfir þessu en samt gat hann ekki horft framan í Friðrik Ómar, lét eins og reiður unglingur, hvað er málið?  Að mínu mati vann langbesta lagið og gerðu flytendurnir það mjög vel, áttu sko skilið að vinna.  Aftur á móti áttu Merzedec-club ekki skilið að lenda í 2 sæti, jú lagið er gott og mjög grípandi, en þetta var sko engin söngur.  Því miður var söngkonan ekki að standa sig, þetta er nú einu sinni söngvakeppni. Ég hefði vilja sjá Birgittu og Magna í 2 sæti, þau voru bara flott, sungu vel og flott sviðsframkoma.  Ég hef mikla trú á að við komust í keppnina, nú er bara að bíða og sjá hvort að við komust áfram eða fáum 2-3 stig eins og Egill sagði ( sem er ekki sár né reiður W00t ) Alla vega flott hjá Friðrik og Regínu, áfram Ísland Grin

Annað sem ég rak augun í, í fréttablaðinu í morgun varðandi Eurovision.  Hvað er málið með að Dávaldur fari með Friðrik Ómari til Serbíu?  Persónulega finnst mér að við eigum að gera eitthvað annað við þann pening, er nú nógu dýrt að senda lag í keppnina.  Ef manneskja er svona ofboðslega stressuð ætti hún kannski ekki að taka þátt í svona stórri keppni, eða að vinna á sinn hátt stressi sínu.  Ok þetta er kannski hans leið að gera það en það á ekki að vera á okkar kostnað.  Þetta er hans vinna og því ætti hann að borga brúsann sjálfur, en kannski gerir hann það?  Veit ekki , en þætti gaman að vita það.  Ætlar hann að borga henni laun, flugfar, uppihald og hótelgistingu?  Eða erum við að gera það??  Ef einhver veit það má hann endilega komment það hér.  

Jæja látum þett nægja núna

kveðja

Helga Hrönn 


Á ég að skipta um bloggsíðu?

Jæja er orðin frekar þreytt á blog.central og er því að spá í hvort ég eigi að skipta?  Ætla að prófa þessa síðu og ef hún er ekki mjög flókin og ég verð fljót að læra á hana þá mun ég skipta. 

Annars er allt gott að frétta héðan.

kveðja

Helga Hrönn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband