Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Tíminn líður hratt.....

......á gervihnattaöldGrin

Já maður er alltaf minntur reglulega á það hvað tíminn líður hratt!  Alla vega einu sinni á ári og er sá dagur í dag.............já mins á afmæli.  Klukkan 9.20 á sjúkrahúsi á Akranesi kom ég í heiminn InLove Þriðja barn foreldra minna, einn strákur og tvær stelpur, og var ég yngst í 12 ár en þá kom einn lítill gutti til viðbótar Heart

Annars eru það tveir dagar í viðbót sem minna mann líka á það hvað tíminn líður, þeir eru afmæli hans Tobba mins og svo audda hans Arons Inga.  Tobbi var bara 15 ára þegar við byrjuðum saman og núna er hann 31 árs.........já vá tíminn líður hratt.  Aron Ingi er orðinn 6 ára og byrjaður í skóla.........finnst eins og hann hafi fæðst í gær InLove

Heyrði í mömmu áðan og barst afmælispakki í tal.  Ég vil nú ekkert í gjöf , finnst þetta ekkert merkilegt afmæli ........en þá sagði mamma; Nei , en þetta minnir mig samt á það hvað maður er orðin gamall og tíminn líður hratt...........hehehehe......sennilega glíma margir við þessar tilfinningar í hvert skipti sem að börnin eiga afmæli.  Og auðvitað rifjar maður upp þá stund þegar börnin komu í heiminn.......maður man það eins og það hefði gerst í gær!

Verð heima ef einhver vill kíkja í kaffi............Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og smsin.......gott að eiga góða aðHeart

Vonandi eigið þið öll góðan dag og njótið hans í botn........veit að ég ætla að gera það.

kveðja

Helga Hrönn


Fyrsti skóladagurinn

fyrsti_skoladagurinn_fleira_014_652495.jpgJá Aron Ingi byrjaði í skólanum í dag.  Hann var nú bara slakur í morgun, hefði sko þegið að sofa lengur Sleeping og hann tók sko lífinu með ró.  Svei mér þá , held að það sé betra heldur en að vera eitthvað að stressa sig............alla vega hefur hann það ekki frá mér Crying Er frekar stressuð týpa.  

Audda kíkti ég á símann minn í vinnunni og aldrei var hringt frá skólanum og gekk allt vel hjá honum......reyndar eitt sem ég má til með að segja ykkur frá vegna þess að ég varð svo hrikalega hneyksluð............;

Ég fór og sótti Aron Inga um kl.13.10 og þá tók ég eftir því að hann er eini strákurinn sem situr bara hjá stelpum.  Þeir eru um 5-6 í bekknum.  Var ég mjög hissa vegna þess að ég mundi sjálf aldrei raða svona í bekkinn eða mundi hafa áhrif á sætaröðina hjá öllum.  Ákvað ég því að tala við kennarann og sagði ég henni að ég mundi vilja að hann sæti meira hjá strákunum þar sem að hann þekkir engan í hverfinu né í skólanum þá væri tilvalið að reyna að koma honum í samband við strákana í bekknum ( veit að einn á heima nálægt).  Tók hún ágætlega í það, sagði að þetta væri bara svona á meðan hún kynnist þeim og hún mundi skoða málið.  

Svo sagði hún við mig að hann Aron Ingi kæmi of seint inn úr frímínútum og það gengi ekki.  WHAT!!!!!!! Já hann heyrir ekki í bjöllunni, fer á svæði þar sem hann á ekki að vera og þegar hann sæi aðra krakka fara inn á hann að vita að það er búið að hringja...........!!!! Já hana nú!!!!  Vá hvað ég varð hissa, spurði hana hvort að það væru ekki skólaliðar þarna til að fylgjast með þeim?? Jú, Jú en þeir geta nú ekki fylgst með öllu.....nei sagðist skilja það en ég hafi nú búist við því að þeir mundu einblína EXTRA á 6 ára krakkana svona fyrst um sinn , alla vega væri lögð áhersla á það í skólanum sem ég vinn í.  Svo komum helling af útskýringum á því hvar best væri að vera úti og hvar hann mætti ekki vera og svo sagði hún ; Aron Ingi, núna ætlar mamma að labba með þér og sína þér hvar þú átt að leika í frímínútunum.  Nei ég hélt nú ekki, hefði ekki tíma í það vegna þess að ég þyrfti að fara aftur í vinnuna........þá sagði hún ; við förum bara betur yfir þetta á morgun.

Ok er ég ein um að skilja þetta ekki?  Geri ég of miklar kröfur t.d. varðandi sætamálin?

Hvernig á barn sem veit ekki hvað frímínútur eru að vita hvenær þær eru búnar?  

Barn sem aldrei hefur þurft að fara eftir skólabjöllu að vita að það sé skólabjallan að hringja?

Hvernig á það að vita að frímínúturnar séu búnar þegar bjalla hringir?

Barn sem aldrei hefur leikið sér á skólalóðinni að vita hvað langt það má fara og hvar það á að leika?  

Til hvers í ósköpunum var ég að sitja skilafund milli leikskóla og grunnskóla ef upplýsingarnar skila sér ekki?  

Hvar er það í dæminu að mæta þörfum barnsins?  

Og ef ég væri kennari mundi ég aldrei nokkurn tímann raða svona í bekkinn eða "leyfa" þeim að grúppa sig svona.  Aron Ingi þekkir engan í bekknum né í öllum skólanum og því er afar mikilvægt að kennarar hafi áhrif á félagsleg samskipti í bekknum.  Það er eitt af hlutverkum kennarans að stuðla að félagslegum samskiptum og þannig að hafa áhrif á félagsfærni einstaklinga.  Aron Ingi hefur ekki átt erfitt með að eignast vini en það að hann sitji bara hjá stelpum og sé eini strákurinn sem gerir það .........tel ég auka líkurnar á stríðni sem getur endað í einelti. 

Vá hvað ég varð að pústa............hrikalega svekkt yfir þessu öllu saman, en ætla að reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á samskipti mín við kennarann en hann mun samt fá að vita það að ég læt skoðun mína í ljós og mun fylgjast mjög vel með öllum hans málum......enda er hann mitt barn .....ef ég hugsa ekki um hans hagsmuni hver gerir það þá????? ( fyrir utan foreldra..:)

Já það er bara að vona að við séum ekki að fara í sama pakkann og fyrst í leikskólanum.......ætti kannski að benda kennaranum á að tala við þann leikskólakennara......hehehehe........hann veit sko að ég gef mig ekki!!!!!! Nei, nei þetta verður allt í lagi..........bara vera duglegur að tala við kennarann, vera kurteis og sanngjarn....en foreldra þekkja börnin sín best og því er mikilvægt að hlusta á þá.

En kúturinn minn var alsæll og fannst gaman og mun ég ekki leyfa honum að heyra óánægju mína.  Ætla að leyfa honum að njóta sín sem nemanda.........

Meðgangan gengur fínt.  En er frekar þreytt og er samt að hressast.  Sykursýkislæknirinn minn er alveg alsæl með mig og finnst ég sko vel með á nótunum og vita hvað ég er að gera og hvað ég á að gera.........og fljót að ná dælunni!  Bara gaman að fá hrós.  Er komin 23 vikur og 1 d ........Búin að panta í þrívíddarsónar og förum við ÖLL þann 1.10.  

Jæja verið dugleg að kvitta og ekki hika við að segja ykkar skoðun á þessu "kennaramáli".......hvað finnst ykkur?

kveðja

Helga Hrönn 


Þvílíkir fávitar

Greinilega ekki í lagi þarna, hverjum dettur þetta í hug..?  Hálfvitaskapur.  Fyrir utan það hvað eru strákar um tvítugt að gera á skólalóð?......... Ógeðslegt og hættulegt!

Hrikalega hneyksluð....vonandi fá þeir MJÖG háa sekt, sviptingu réttinda og jailtime......og núna er að nota ákvæðið um að yfirtaka bifreiðina......ekki spurning!!!!


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalega stolt af STRÁKUNUM OKKAR

Já glæsilegur árangur hjá þeim Grin  Er mjög sátt við hvernig þeir hafa staðið sig og satt best að segja átti ég aldrei von á því að þeir myndu enda á verðlaunapallinum............Geggjað hjá þeim.......................Eru búnir að margsanna það að þeir eru BESTIR....þrátt fyrir að hafa tapað fyrir frökkum þá eru þeir bestir.

 


mbl.is Töpuðum ekki gullinu heldur unnum silfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúkk............

.........hann slapp vel Heart  Pabbi var í þessari gröfu, kanturinn gaf sig og grafan rann niður og á hliðina. 

Þetta er lengst upp í fjalli og því fór þetta mjög vel, hefði getað farið verr.........hjúkk, hjúkk HeartInLoveHeart

Allir sluppu vel, pabbi og líka grafan.........Grin  Aðalatriðið er að engin slasist!

 


mbl.is Grafa fór á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins.....

.......get ég farið að njóta meðgöngunnar í botn InLove  Já við (ég, tobbi og krílið) vorum í sónar í morgun.  Fórum fyrst í venjulegan sónar og kom allt vel þar út InLove og krílið dafnar vel.  Allt eins og það á að vera, öll líffæri á sínum stöðum og barnið í réttri þyngd....( bara nánast eftir bókinni, er 296 gr en í bókinni er talað um 300 g...hehehe). 

Þvílíkur léttir, mig er búið að kvíða doldið mikið fyrir þessum sónar, ástæðan ? Veit ekki alveg, en sennilega sú að ég veit mikið um þetta og gerði ég eitt stórt verkefni um fósturgreiningu í skólanum.  Sónarinn er ekkert annað en fósturgreining sem oftast fer vel og foreldrar fá myndir.  Einnig var ég hrædd gríðarlega mikið af einum lækni þegar ég gekk með Aron Inga.  Frábært að allt er í lagi með krílið ......enda er það sem maður óskar heitast...Heart og núna er að fara slaka aðeins á og njóta þess að vera ólétt :)

Skruppum við öll í bakarí og fengum okkur að borða áður en við áttum að mæta aftur.  Já næst var það Barnaspítali Hringsins til þess að fara í hjartaómskoðun.  Þar sem að krílið hreyfði sig mikið og það ennþá svona lítið náði hann ekki að skoða allt eins og hann vildi.......en það sem hann sá leit vel út og allt í orden.  Læknirinn vill samt hitta okkur í sept byrjun til að ljúka skoðuninni.....gera hlutinn eins og það á að gera hann!!! En hann ítrekaði að það sem hann sá væri allt í lagi og liti vel út.  Þannig að við förum bara aftur......hva munar ekki um eina sjúkrahúsferðina til viðbótar.....hehehehe.

bumbukrílið . 20v og 3d

 

 

 

 

 

 

 

 Krílið okkar HeartInLoveHeart, 20v og 3d.

Aron Ingi var hjá Jórunni og Árna á meðan og gekk það vel.........enda er hann alveg einstaklega þægilegur.....þó ég segi nú sjálf frá HeartVEiða á Reynisvatni

 

 

 

 

 

 

 HeartAron Ingi að veiðaHeart

Takk kærlega fyrir pössunina og kaffið ......já og spjallið Grin

 

Tobbi er loksins kominn í frí aftur og verður núna í þrjár vikur.  Ég byrja á föstudaginn í næstu viku að vinna en þá verða feðgarnir tveir heima.....þangað til að skólinn byrjar.  Já það er alveg að bresta á ......litli strákurinn minn er að fara í skóla.  Er búinn að vera að tala um það við hann að fara og kaupa skóladót......en hann er nú ekkert spenntur fyrir því.......segir bara;  "uuhhh kannski seinna"  eða "held ekki núna"........bara fyndinn.  Hann segist samt hlakka til að byrja en langar ekki mikið að fara að versla Grin

Jæja læt þetta nægja núna

Þangað til næst...........Cool

Kveðja

Helga Hrönn

p.s.  Gengur vel í reykleysinu, komnar rúmlega 8. vikur og þær verða sko mun fleiri....hehehehe

 

Er alvarlega að hugsa um að flytja bloggið mitt..........er alveg að verða brjállllllllluð af þessari síðu.....svo lengi að öllu og svo virkar ekki allt..ömurlegt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband