Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Bara ýmislegt....

Jæja best að bulla smá.

Heyrði í dag af einni konu sem fór í Góða hirðinn.  Hún skoðaði sig þar um og fór svo að furða sig af verðinu þar og spurði starfsmann þar hvort að það væri búið að hækka?  Já sagði starfsmaðurinn við hækkum líka Smile......HA!!!! þessi ákveðna manneskja ákvað að ræða þetta ekkert nánar við starfsmanninn þar sem hún titraði af reiði.  HVAÐ ER MÁLIÐ?  Hver vegna í ósköpunum þarf að hækka verðið þar, þar sem að þetta er allt "dót" sem við almenningur gefum og ætti því ekki að vera mikill rekstrarkostnaður......jú laun og húsnæði en það er sko alveg pottþétt að ekki eru launin að hækka.  Ég tilnefni því nýtt nafn á þessa verslun..........GRÓÐA - HIRÐIRINN!!!! hvað segið þið um það?  Shit hvað ég er hneyksluð......Devil

Ég var að tannbursta Aron Inga áðan og segði ég eitthvað á þá leið; Vá ég er að springa!  Aron Ingi ; nú af hverju?  Ég; af því að ég er komin með svo stóra bumbu.  Aron Ingi strauk þá bumbuna og sagði ; Já sæll ! LoL......bara fyndinn þessi gullmoli minn. 

Stebba og Valli eignuðust dóttir í gær og gekk allt vel og allir hafa það gott.  Þetta er fyrsta barn Stebbu en Valli á eina stelpu fyrir.......Innilega til hamingju með skvísuna....hlakka mikið til að sjá hana. 

Það er engin smá frjósemi í þroskó-bekknum mínum.  Eva eignaðist tvíbba í Apríl, Rakel strák í sept, Hildur strák í okt, svo Stebba með sína skvísu í nóv, svo er ég næst í des , í jan er svo Guðrún Helga og í feb er Helga Dögg........... vonandi er ég með röðina rétta og ekki að gleyma neinum Blush Kominn góður "mömmu-hópur" til að hittast, spurning að kanna það nánar seinna , er það ekki? 

Ég dundaði mér við að skreyta í dag, búin að setja seríur í alla glugga nema svefnhergið mitt......geri það á morgun og setti ég upp smá jólaskraut.....stefni á að klára fyrir helgi!  Kannski að ég baki eitthvað smá...veit það ekki .......ég á nú svo yndislega mömmu InLove og veit ég að hún er að baka smá handa mér.....m.a. uppáhaldið mitt Bjössakökur Grin Svo heyrði ég hana ræða við Aron Inga um að baka uppáhaldskökuna hans, rúllutertu með kremi.....var hann sko ánægður með það.  Ef Aron Ingi hefur áhuga á að skreyta piparkökur þá ætla ég að gera það......í fyrra var áhuginn ekki mikill og endaði það með því að ég sat uppi með þær flest allar og þurfi að skreyta þær ein......hann var svo þreyttur eftir nokkrar kökur Smile

Allt gengur bara vel....reyndar er ég farin að fá mikil bjúg og vonandi er blóðþrýstingurinn til friðs.....nenni ekki að leggjast inn á spító.......en fer í skoðun á morgun og vonandi er allt OK.......7,9,13!  Komin 36 vikur og 2 daga....bara um ca.21 dagur eftir......can´t wait Heart

jæja læt þetta nægja í bili

munið að kvitta

kveðja

Helga Hrönn

 

 

 


Hvað er ást í hugum ungra barna?

Fagfólk lagði spurninguna fyrir hóp af 4 – 8 ára börnum, “Hvað þýðir Ást?”
Svörin voru fjölbreyttari og dýpri en nokkurn grunaði.  Bara snilld :) 


'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki

beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að Afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel

eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er Ást.'
Rebe
kka 8 ára




'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'

Billy
4 ára




'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra

og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl
5 ára



'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar

sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy
6 ára



Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri
4 ára



'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny
7 ára




'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'

Emily
8 ára



'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'  
Bobby
7 ára
(Vaá!)

'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka
6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
 



'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,

og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle
7 ára  




'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru

enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy
6 ára


'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.

Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa.
Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy
8 ára




'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'  

Clare
6 ára



'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára




'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan

og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'  
Chris
7 ára



'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan

eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann – 4 ára
 



'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér

öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren – 4 ára



'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður

og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen – 7 ára



'Þú ættir ekki að segja “Ég elska þig” nema þú meinir það.

En ef þú meinar það áttu að segja það oft.  Fólk gleymir.'
Jessica – 8 ára



Og að lokum:


4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.
Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.


Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: “Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta”


Ekki rétt.....

.......að grunnskólabörn í Hafnarfirði greiði 200 kr fyrir máltíðina.  Samkvæmt mínum reikningum kostar máltíðin 246 kr. 

En ég væri nú ekki til í að greiða jafn mikið og í Garðabæ eða 428 kr.

En rétt skal vera rétt!

 


mbl.is Foreldrar kæra Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengdapabbi......

................hefði orðið 59 ára í dag, en hann lést árið 1980.  Mikið hefði verið gaman að kynnast honum, ef strákarnir hans eru líkir honum þá hefur hann verið yndislegur maður InLove blessuð sé minning hans.

 

Munið að huga vel að þeim sem ykkur þykir vænt um......því að það eru þeir sem skipta máli. 

Eigið góða helgi Heart

kveðja

Helga 


Jæja, jæja.....

.....veit svei mér þá ekkert hvað ég að blogga um.  Er bara heima í slökun og því hitti maður ekki marga og ekki nenni ég að blogga um kreppuna....né pólitík.....en það er nánast það eina sem er í fréttunum......jökkkk....búin að fá nóg af því. 

En já ég á bara eftir að kaupa jólagjöfina handa Aron Inga, búin að kaupa jólakortin og byrjuð að skrifa þau.  Maður verður víst bara að skrifa Helga og fjölskylda eða Tobbi og fjölskylda....fyrst að krílið kemur svona rétt fyrir jólin.....svo er aldrei að vita nema ég nái að skrifa í p.s. ...kynið áður en ég sendi þau! 

Fór í skoðun í morgun og gengur þvílíkt vel.  Allt saman í orden meira segja blóðþrýstingurinn.....bara sjalda verið betri....greinilegt að ég hafi þurft að hætta að vinna og hvíla mig.  Fer ekki í vaxtarsónar næst fyrr en á 38 viku...( eftir 4 vikur) og þá mun sennilega koma í ljós hvenær krílið kemur...InLove Eins og staðan er í dag mun ég sennilega ganga með það 39 vikur + einhverja daga.......já sem sagt bara korter í jólSmile  Krílið er núna um 10 merkur og mun það sennilega verða svipað þungt og Aron Ingi eða um 15 merkur.....en sennilega aðeins þyngra þar sem að meðgangan verður aðeins lengri. 

Ok búin að tala um meðgönguna.......hvað á ég að segja næst?  Er eitthvað svo tóm þessa dagana....enda gengur lífið mitt út á meðgönguna og heimilið þessa dagana og því veit ég bara ekkert hvað ég á að skrifa um Errm 

Jæja ætli ég láti þetta bara ekki nægja núna.....vonandi eru þið ekki orðin leið á meðgöngu-skrifum mínum Woundering

kveðja

Helga Hrönn


Alveg á mörkunum.......

.....að ég nenni að blogga en ætla að láta mig hafa það.

Já ég er hætt að vinna og tek því bara rólega.  Nú styttist verulega í litla krílið....er komin 33 vikur og ég mun ekki ganga með lengur en 39 vikur.  Þannig að það er max 6 vikur í að krílið komi í heiminn en það kæmi mér ekkert á óvart ef ég yrði sett á stað á 38 viku.....en það kemur í ljós.......5-6 vikur eftir InLove  Það gengur mjög vel, reyndar hefur blóðþrýstingurinn verið að stríða mér og þess vegna var ég látin hætta að vinna.  Ég er nú aðeins að hressast, hef meiri orku ....sem betur fer.  Það gengur vel að undirbúa fyrir komu krílisins, búin að þvo flest allt, búin að þrífa rimlarúmið sem var í láni og kom það bara ok undan skítnum......ekkert meira um það Sick Jóhanna gaf mér dýnu, sérsniðna úr RB og það vildi svo vel til að hún virðist ætla að smella passa......ég varð nefnilega að henda dýnunni sem var í rúminu sökum þess hve drullug hún var......er ekki búin að setja rúmið saman....er ennþá að gera það upp við mig hvort að ég eigi að gera það áður en barnið kemur.....????  Vaggan er ekki komin en vonandi næ ég að redda fari fyrir hana frá króknum.....annars kemur mamma með hana í des.....vill samt helst frá hana aðeins fyrr svona ef mútta kæmist ekki í des t.d. vegna veðurs.  Þannig að ef þú ert á ferðinni í Skagafirði endilega láttu mig vita.

Á laugardaginn var giftingin hjá Sibbu og Friðgeir.  Vá hvað tíminn er fljótur að líða......ákváðu þetta með 10 mánaða fyrirvara og svo bara komið að því og búið :)  Þetta var mjög fallegt brúðkaup.  Allt svo glæsilegt og gekk svo vel.  Kjólinn , brúðhjónin, kirkjan og maturinn ......allt var þetta glæsilegt og frábært.  Presturinn alveg frábær......kom með ótrúlega skemmtileg komment...mikið hlegið Grin  Innilega til hamingju Sibba okkar og Friðgeir.....og Auðvitað Helga Jóna.  Njótið hveitibrauðsdagana og við sjáumst vonandi fljótlega eftir þá.

Eftir brúðkaupið var farið í afmæli til Jórunnar, hún varð 35 ára þann 21. okt.  Þar var margt um manninn og mikið stuð.   Við stoppuðum ekki lengi .......enda búin á því eftir daginn.  En það var gaman að kíkja.  Innileg til hamingju Jórunn ......Smile

Af Aron Inga er allt gott að frétta.  Honum gengur vel í skólanum......miklar framfarir í lestri og svo virðist stærðfræðin ætla að ligga vel hjá honum.  Ohhh ég er svo stolt af honum og þó svo að ég segja sjálf frá þá er þetta einstaklega góður strákur og fæ ég mikið að heyra það frá fólki....m.a. starfsfólki skólans.  Hann er svo vel uppalinn.......hehehe.....InLove

Ég ætlaði nú ekki að tala um kreppuna .....en stundum koma tímar þar sem að manni langar bara að grenja......já maður er að heyra alveg ótrúlegar sögur af fjölskyldum sem að lenda illa í þessu öllu saman og þar er oftast um að ræða uppsagnir og fólk verður atvinnulaust Blush  Sorglegt, sorglegt.......  en ég reyni að láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á mig vegna þess að ég get ekkert gert við þessu öllu saman og ef ég ætla að fara að pirra mig á þessu alla daga , þá bitnar það bara mest á mér og mínum nánustu.  Því verður maður bara að vera bjartsýn og horfa til framtíðar........er það ekki???

jæja ætla að láta þetta nægja núna........

kveðja

Helga Hrönn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband