Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Komin tími ......

.........að segja ykkur frábærar fréttir.  Þar sem að ég er búin að segja mínu nánustu þær , ákvað ég að deila þeim með ykkur hér á blogginu. 

Þann 5. apríl fékk ég bónorð frá mínum heittelskaða.  Við vorum stödd í 1350 metra hæð á Langjökli þegar þessi elska bara það upp.  Það var yndisleg og frábær stund, svo rómó InLove Og audda sagði ég já.......erum búin að vera saman í bráðum 16 ár og LOKSINS kom það.  Var nú samt ekki farin að örvænta.......þvert á móti.....þetta kom mér mjög á óvart. 

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 049

Þessi mynd var tekin ca. 2.mín áður en bónorðið kom.

Í dag var ég að bóka kirkju og sal og finna mér ljósmyndara.  Og það gekk fram úr öllum vonum vegna þess að þetta var allt laust daginn sem við viljum gifta okkur.  Brúðkaupsdagurinn verður 20. september 2008 og verðum við gefi saman í Lágafellskirkju...Heart

http://b2.is/?sida=tengill&id=281262

Þá er bara að vona að presturinn sem við viljum sé laus þá Woundering, kanna það á morgun. Svo er að tala við söngvarann sem við höfum í hugaWhistling.  alla vega ætla ég ekki að syngja........GrinShockingWhistling

jæja læt þetta duga í bili,

hafið það gott elskurnar mínar

kveðja

Helga Hrönn


Algjört "rassgat"

http://www.kvikmynd.is/video.asp?id=4175

Kíkjið á þetta myndband........bara æði

kveðja

Helga Hrönn


Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar öll sömul og takk kærlega fyrir veturinn. 

Já það er ekki hægt að segja annað en að veturinn hafi endað á viðburðaríkan hátt.  Ætla nú ekki að tjá mig mikið um það vegna þess að ég verð svo hrikalega reið yfir þessu, þ.e.a.s. hvernig stjórnvöld og lögregla hafa hagað sér.  Ætla þeir virkilega að skella þessu öllu á vörubílstjóra????  Ég stend með mótmælendum, vörubílstjórum og öðrum.

Talandi um lögbrjóta........hvað með alla þennan hraðakstur?  Grísa á að það séu um 90% sem keyra of hratt , bara á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni.  Eru þeir ekki að stofna öðrum í hættu?  Hvar eru aðgerðir lögreglu þar?? 

Jæja gott fólk þá er að halda vel í minnið sitt eða skrifa niður fyrir næstu kostningar...höfum allt of oft misst minnið.

Ok er hætt að skrifa um þetta núna... Devil

Vonandi eigið þið góðan dag og vonandi fáum við gott og sólríkt sumar Cool

Æi eitt en ; Veit einhver hvar maður getur styrkt vörubílstjóra, þ.e.a.s. lagt inn á þá?  Langar mikið að styrkja þá, sérstaklega í ljósi þess að margir þeirra fá væntanlega sekt.  Endilega komment ef þú veit um þetta.

kveðja

Helga Hrönn


Já held að þetta sé einn af þeim bestu .......

Náði í þetta af öðru bloggi og ég varð að skella honum hér inn, góða skemmtunGrin

Jón bóndi í Útnára hafði aldrei verið giftur, en var í gær að fá til sín eina Thælenska úr póstlistanum 'Einn með öllu'. Hann veit ekki alveg hvernig hann á að umgangast dömuna og ákveður að hringja í póstlistann, en fyrir slysni ruglast hann á símanúmerum og fær samband við tölvubúðina 'Ein með öllu'.

Heyrum nú hvað þeim fór á milli:

Sölumaður (S)
Jón bóndi (J)

RING RING

S: 'Ein með öllu' góðan daginn,

J: Já, góðan daginn. Ég fékk hjá ykkkur 'Eina' núna um daginn og ég er í helvítis brasi með hana. Ég kann bara ekkert á hana. Ég held að hún sé tælensk...

S: Neiii.. Það getur ekki verið. Ef þú hefur fengið hana nýlega þá hlýtur hún að vera frá Kóreu. Hvað heitir hún annars?

J: Hún heitir Hí un Dæ, held ég. Hún er allavega með merki framan á sér sem á stendur. Hí un Dæ.

S: Já, Hyundai, það getur passað. En hvaða vandræði eru með hana?

J: Ég er búin að vera að berjast við að reyna að koma henni af stað í allan dag en ekkert gengið.

S: Ertu búinn að taka hana úr umbúðunum?

J: Já, hún stendur hérna alveg 'nettó 'fyrir framan mig og ég bara veit ekkert hvað ég á að gera næst.

S: Mér finnst nú alltaf best að hafa þær uppi á borði þegar ég nota þær. Annars þreytist maður svo fljótt í bakinu.

J: Jááá þú segir nokkuð. Ég skelli henni þá upp á borð!

S: Gott, svo sestu framan við hana og athugar hvort hún sé orðin heit.

J: Ég er búin að þreifa aðeins á henni og hún er bara sæmilega volg víðast hvar.

S: Hvernig týpa er þetta annars? 486?

J: Tja- 6 og ekki 6.Það sem ég var með í huga var bara svona venjulegt sex allaveganna til að byrja með. Það er aldrei að vita hvað maður gerir svona seinna meir.

S: Þú segir að hún sé orðin volg, já Þá skaltu grípa um músina, og færa hana rólega þangað til að 'bendillinn' er kominn þangað sem þú vilt.

J: Grípa um músina? Er það nú ekki svolítið ruddalegt svona rétt á meðan við erum að kynnast?

S: Nei nei. Það er alveg nauðsynlegt að vera liðugur á músina þannig að þú fáir það sem þú vilt.

J: Jæja , það skal þá þannig vera, en heyrðu, það er allt fullt af hárum á músinni !

S: Klikkaðu undir hana og blástu svo á hana. Það ætti að duga. Hvernig er annars minnið í henni?

J: Tja, það hefur nú lítið reynt á það ennþá hún kom nú bara í gær

S: Þú ert náttúrulega með harðan? Er það ekki?

J: Harðan. Jú, og ég er búinn að vera með hann lengi. Loksins er ég búinn að fá eitthvað til að setja hann í!!!

S: Hvað er hann stór?

J: Stór??? Hann er svona í góðu meðallagi! ! ! !

S: O.K. gott, þeim mun stærri því meiru getur þú hlaðið á hann. Segðu mér annað, hvernig drif er á henni?

J: Hvað meinar þú með drif??????

S: Sérðu ekki rifu framan á henni? Það er drif.

J: Já, ég sé smá rifu en ég er vanur að kalla hana allt öðrum nöfnum

S: Já, rifan er til þess að bæta í hana einu og öðru. Þú stingur bara floppinum inn og svo er það bara 'run' og 'enter'.

J: Run? Þarf það???? Ég er nú ekki með það stórt herbergi að ég geti verið að hlaupa mikið en ENTER það get ég! ! !

S: Svo veistu að þú getur tekið pásu hvenær sem er því að sá harði geymir allt saman eins lengi og þú vilt, nema náttúrulega að hún krassi á þig !!!

J: Krassi á mig? Eiga þær það til líka? Ég get nú bara ekki hugsað þá hugsun til enda.

S: Ef hún krassar þá getur sá harði skemmst.

J: Það hlýtur að vera ósköp sárt! ! ! ! !

S: Enn hvað ætlar þú að gera við hana? Í hvað ætlar þú að nota hana?

J: Ég var nú aðallega að hugsa um að leika mér að henni meðan ég er að kynnast henni. Svo fer ég að nota hana í eitt og annað nytsamlegt.

S: Það er upplagt að láta hana sjá um bókhaldið. Það er um að gera að nýta möguleika hennar á öllum sviðum eins og maður getur.


J: Segðu mér eitt, er ekki óhætt að treysta þeim?

S: Jú, jú, þær eru nokkuð öruggar.

J: Hvað finnst þér um hana? Heldur þú að hún sé ekki bara nokkuð góð? Hún Hí un Dæ???

S: Jú, ég er búinn að skoða þær margar, og þessi er örugglega þrælgóð. Þú þarft náttúruleg að vita að þær úreldast fljótt. Þú kemur bara með hana niðureftir og uppfærir í eina nýja. Við tökum þá gömlu uppí! ! !


J: Það er ekki að spyrja að því. Toppþjónusta sem þið veitið...

S: Já, við leggjum okkur fram við að veita kúnnanum góða þjónustu. Margir skipta á svona tveggja ára fresti.

J: Heyrðu, ég þakka þér bara kærlega fyrir hjálpina. Nú er ég tilbúinn til þess að hjóla í hana..

S: Gott hjá þér, og ef þú lendir í frekari vandræðum þá skal ég koma á staðinn og hjálpa þér

LoLWinkGrinCoolSmileGrin


Mátti til með að sýna ykkur.....

Já það er sko haft það kósý og tekið lífinu með ró.  Þetta er kanínan okkar, hún er kassavön og getur því verið laus hér heima.  Hún hefur hingað til bara verið frammi í forstofu og geymslu en er greinilega farin að færa sig aðeins upp á skaftið......hehehehehehe. 

Um daginn var ég eitthvað að stússast hér heima og þegar ég fór inn í herbergi fór vel um mína.......mátti til með að taka myndir af henni......hún er nú doldið mikil dúlla......er það ekki? Tounge

 

Trítla í slökun 003

Trítla í slökun 005

Því miður gat ég ekki fengið þær til að birtast stærri hér en ef það er klikkað á þær - stækka þær. 

kveðja

Helga Hrönn


Vangaveltur

Já ég er mikið búin að velta þessu öllu saman fyrir mér í dag.  Alls ekki misskilja það sem á eftir kemur, auðvitað skil ég Bjögga mjög vel og vona ég innilega að þetta fari allt saman vel.   

Það sem ég hef velt fyrir mér er að það er búið að marg benda á þetta, að þessar aðstæður séu mjög hættulegar og því miður hafa orðið mjög alvarlega slys þarna, því miður hefur fólk látist á Reykjanesbrautinni sem rekja má til aðstæðna.  En hvað er málið með ráðmenn okkar?  Hvers vegna er ekkert búið að gera?  Og hvers vegna hafa þeir ekki hlustað á okkur "almennu"borgarana? Er það virkilega þannig á Íslandi í dag, að það er bara brugðist við þegar einhver "frægur" á í hlut og tjáir sig um mál?  .......því miður er það mín tilfinning og er það virkilegar sorglegt að staðan sé þannig.  Vá hvað ég verð reið og hefði verið drullast til þess að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til þess að tryggja öryggi þeir sem þarna keyra, hefði mátt koma í veg fyrir mjög alvarlega slys sem leitt hafa til miklar þjáningar fólks og gífurlegrar sorgir. 

Já þetta er ÖMURLEGT

kveðja

Helga Hrönn " ekki séra Jón" 


mbl.is Úrbætur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af Langjökli og gamlir tímar

Ég að keyra á Langjökli....Tounge Þvílíkt gaman....

 

Ég og Tobbi voru að spjalla um lög áðan InLove og þá rifjaðist upp fyrir okkur þegar við vorum í partýi með bekkjarfélögum mínum í Viðskipta-og tölvuskólanum (árið 2000-2001).....þar var farið í karókí og audda tók Tobbi lagið, við prófuðum að googla það og hér er það:

Vonandi rifjast upp eitthvað skemmtilegt, eins og hjá okkur......við vorum í kasti Grin

 


Frábær og ógleymanleg helgi

.........Já þrátt fyrir að kúturinn minn sé ekki heima og ég sakna hans alveg svakalega mikiðInLove var þessi helgi alveg frábær. 

Aron Ingi fór með afa sínum á Krókinn á fimmtudagskvöldið.  Ég margspurði hann (um morguninn, á leið í leikskólann og á leiðinni heim úr leikskólanum) hvort hann vildi fara með afa sínum eða vera heima og koma með mér í vinnunna og svo í fjallaferð á laugardaginn.  Hann var alveg ákveðinn í því að vera heima, "svo gaman að vera heim".  Ok ekkert mál, hann mátti alfarið ráða þessu.  Pabbi fer svo um 18.30, þurfti aðeins að brasa hér fyrir utan áður en hann lagði á stað.  Sagði ég þá við Aron Inga að núna væri afi hans farinn á krókinn og þá kæmi hann bara með mér í vinnuna og svo í fjallaferð á laugardaginn, ekkert mál, bara gaman.  Þegar ég gekk í burtu frá honum heyrði ég sagt; en ég var bara að djóka.  Snéri ég við á staðnum og labbaði til hans og spurði hann hvað hann sagði;  Ég var bara að grínast, mig langar að fara á Krókinn Grin Ok ertu alveg viss....spurði ég hann, Já alveg viss.  Því var rokið í símann og hringt í pabba, ekki málið, hann mundi bara hinkra eftir honum.  Vá held að ég hafi aldrei verið eins fljót að pakka niður , svo var bara skokkað með krakkann niður og þeir farnir......Errm Og audda var maður farinn að sakna hans innan 10 mínútna.  Held að honum hafi ekki litist á að fara í fjallaferð.......finnst það ekkert voðalega skemmtilegt.......leiðinlegt, er nú kannski frekar rétta orðið Wink  Hann kemur heim á morgun Grin

Ég og kallinn skelltum okkur í fjallaferð í gær.  Vöknuðum um 7.30 og hittum svo fleiri um kalla og konu um kl. 9 og lögðu á stað upp á Langjökul.  Það var alveg hrikalega gaman, frábær hópur, geggjað veður, frábært landslag og bara snilld í alla staði.  Á leiðinni niður prófaði ég að keyra og OMG það er geggjað........Vá hvað ég skemmti mér vel.....Grin ætli kallinn eigi eftir að sjá eftir því að hafa leyft mér að keyra ?  Nei, Nei, honum finnst alveg jafngaman og mér .....þ.e.a.s. að ég keyri....Þannig að hér eftir verð ég sko að keyra eitthvað smá ( eða mikið) í fjallaferðum.  Við vorum komin heim um 19.30, þreytt en alsæl......þetta gefur manni alveg ótrúlega mikið Cool  Sennilega er þetta síðasta ferðin í vetur en alveg frábær endir á fjallaferðum í bili.  Núna er að fara að taka fram hjólin,ég er reyndar búin að taka mitt fram, en Tobbi þarf aðeins að ditta að sínu áður en hann fer að keyra það.

Ætla að setja hér inn nokkrar myndir , vonandi gengur það FootinMouth

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 081

 

 

 

 

 

 

 

 

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 093 

 

 

 

 

 

 

  

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 049

 

 

 

 

 

 

 

 

Við að fíflast á hæsta punktinum....Tounge Tobbi með einstaklega flott gleraugu...hehehehehe 

Ætla að búa til albúm , endilega kíkjið þar þegar það er komið

kveðja

Helga Hrönn

p.s. ákváð að prófa að setja inn myndband og það bara gekk.  Kíkjið á það.......kannski skiljið þið hvers vegna maður er búin á því eftir fjallaferðina GrinLoLW00t


Einhver í fýlu?

......Vonandi ekki.  Æjá kannski var þetta soldið ljótt apríl-gabb hjá mér?  Vonandi er engin fúll út í mig, alla vega allt í orden hér og takk kærlega fyrir þessu fallegu skilaboð.

Ég fékk það reyndar alveg til baka í dag , þetta varðandi vinnuna.  Það var sem sagt fínt í vinnunni í gær en dagurinn í dag var ömurlegur.......en allt í lagi hjá okkur starffólkinu en það var annað sem kom upp á og eyðilagði daginn hjá mér, alla vega í vinnunni. 

jæja vonandi hafið þið það gott, búin að taka bensín og alles.......?

kveðja

Helga Hrönn


Já frekar ömurlegur dagur :(

Vá held svei mér þá að ég hafi bara ekki átt eins ömurlegan dag í mörg ár......já ekki gaman.

Það var frekar leiðinlegt í vinnunni og mórallinn ekki skemmtilegur þar.....bæði hjá starfsfólki og krökkum.  Vá hvað ég var fegin þegar þessi vinnudagur var búin. 

Eftir þennan ömurlega vinnudag ákvað ég að skella mér að hjóla og gerði ég það.  Ákvað að fara Krísuvíkurveginn, þá gæti ég smá gefið í í þessari blíðu og var það æðislegt.  En það var stutt sæla, þegar ég er að snúa við missi ég hjólið á hliðina Crying Ömurlegt, já mitt flotta hjól er sem sagt rispað núna.........Frown Ég get svarið það að ég varð svo reið að ég grenjaði .....ég hringdi svo í Tobba minn sagði honum frá þessu.  Þessi elska var frábær og tókst honum að róa mig.  Ég fékk hjálp frá einhverjum vörubílstjóra að lyfta hjólinu og núna er það komið inn í skúr, doldið mikið tjónað.....Devil 

jæja best að reyna að elda matinn hér og jafna sig á þessum helv...... degi. 

Vonandi áttuð þið betri dag en ég.

Bless

Helga Hrönn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband