Mæðraskoðun + vaxtarsónar

Jæja fór í mæðraskoðun , vaxtarsónar og til sykursýkislæknis í morgun.  Þetta gekk allt saman vel. 

Vaxtarsónarinn kom mjög vel út.  Krílið í eðlilegri stærð og lítur allt saman mjög vel út.  OOOhhhh ég fékk enga mynd núna en mun biðja um næst.....Grin

Í mæðraskoðuninni mældis blóðþrýstingurinn í hærri kantinum.  Töluverð bjúgmyndun er líka, mikil þreyta og orkuleysi og í ljós þessa var ákveðið að minnka vinnuna mína.  Reyndar var mér boðið að hætta alveg en ég vildi prófa að minnka við mig fyrst.  Því verð ég í 50% vinnu núna og verður það endurskoðað eftir 1/2 mán.  

Sykursýkislæknirinn minn mjög ánægð með tölurnar mínar og hafði ekkert út að þær að setja.  Ég þakka dælunni fyrir hvað það gengur vel, reyndar gekk mér mjög vel þegar ég gekk með Aron Inga, en ég var líka svöng alla meðgönguna hans.  Einnig lá ég inni allt í allt rúmlega 5 vikur.....en ekkert búið að leggja mig inn núna.......7.9.13.....ætli efnahagsástandi spili þar inn í......nei held ekki!  

Vá aldrei hélt ég að ég mundi upplifa það að finnast gaman að stíga á vigt.....en mikið er það "gaman" núna.  Ég var búin að þyngjast um 1.8 kg síðan í júní en í dag þegar ég fór var ég búin að léttast um 500 gr........og ég er ekki í neinni megrun.  Þetta þakka ég þessari yndislegu dælu Grin  Krílið er 1.670 gr núna.....en þá á eftir að telja inn í legvatn , fylgju og allt heila klabbi......sem sagt ég er sjálf að léttast.  Man þegar ég fór í fyrstu mæðraskoðuninna og þar var sagt við mig að ég mætti þyngjast um ca. 6 kg......ég varð orðlaus og hugsaði með mér "shit...hvernig í ósköpunum á ég fara að því?..... en sennilega næ ég því.  Hef ekki þurft að fórna miklu, hef getað leyft mér að "svindla" einstöku sinnum án þess að sykur hækki mikið........já þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum.....aldrei bjóst ég við að ég mundi sætta mig við þessa dælu ...hvað þá að ég er mun sáttar við sjúkdóminn núna....hef aldrei fundið það áður.  Í dag eru 20 ár síðan ég greindist.....eða síðan ég varð fárveik og mátti sko ekki tæpar standa með greiningu....þá væri ég ekki hér.......

jæja þá er ég búin með trúnó..........vonandi nenntuð þið að lesa þetta.....ég bara var að tjá mig...er svo ánægð með lífið.....þrátt fyrir kreppuna!  Enda er það annað sem skiptir meira máli en peningar.......það er sko eitt af þvi sem maður veit fyrir víst!!!

 hafið það gott elskurnar mínar

kveðja

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt ljúft fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:51

2 identicon

Frábært hvað allt lítur vel út og hvað það gengur vel með dæluna, greinilega að hjálpa þér mikið. Reyndu svo að nýta tímann og hvila þig! Hafðu það gott.

Kv. Ditta .

Ditta syst (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan. Guði sé lof að greiningin kom ekki seinna því að ég gæti ekki hugsað mér lífið án þín.

Elska þig

Sigurbjörg Guðleif, 16.10.2008 kl. 09:34

4 identicon

Gaman að fá svona góðar fréttir að það gangi vel með meðgöngu og dæluna :o)

Inga (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:06

5 identicon

kvitt kvitt, gaman ad sja nytt blogg knus i kotid

Rosa dogg (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:49

6 identicon

gott að heyra að allt gangi vel hj´aþér elskan min til lukku með það eg er nuna i átaki utaf sykrinum og eg held að eg se að fá svona dælu yessss love ju hon

joa frænka (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband