Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Eurovision .....

........Já hvað finnst ykkur um þessa keppni?  Ég held að við ættum bara að fara að hugsa alvarlega um að hætta að taka þátt.  Vestur-evrópa hefur ekkert að gera lengur í þessari keppni....það er ekki verið að kjósa eftir lögunum heldur snýst þetta um að gefa nágrönnum sínum sem mest....hvort sem að lagið er gott eða ekki og á meðan þetta er svona þá getum við Norðurlöndin bara sleppt þessu.....höfum ekkert í þennan fjölda sem býr í Austur-Evrópu.  Það verður því þannig að Austu - Evrópa vinnur alltaf.

En mér fannst Regína og Friðrik standa sig mjög velGrin ég fékk alveg gæsahúð þegar þau voru á sviðinu......þvílíkt flott!

Þrátt fyrir úrslitin þá áttum við frábæra stund hér heima í góðum hópi.  Dóri, Sigrún og mamma hennar komu  og líka Jórunn, Árni, Siggi, Ingibjörg og Teddi komu audda líka.  Við grilluðum öll saman og var svo horft á keppnina.  Öll spáðum við fyrir um hvar við mundum lenda en því miður gat enginn rétt......engin giskaði á lægra en 8. sætiðGrin En þetta var skemmtilegt kvöld !

Aron Ingi fór á Krókinn með afa sínum á föstudaginn.  Talaði við hann áðan , þá var hann í sveitinni með þeim og sól og blíðu.  Gistu þau þar síðustu nótt og svo var verið að vinna í rútunni.  Aron Ingi skellti sér í ánna og fannst það sko ekki leiðinlegt.  Greinilega mjög gott veður ....Grin  Ég hlakka mikið til að fá hann heim á morgun.....hrikalega vantar mig mikið þegar hann er ekki heima.....mér bara leiðist þó svo að ég reyni að leggja mig fram við að láta mér ekki leiðast.

jæja verið nú dugleg að komment........

kveðja

Helga Hrönn


Hjálparbeiðni......

Fékk þetta í netpósti og ég bara varð að setja þetta hér inn :

 Hjálparbeiðni fyrir Ellu Dís Laurens.By Ragna E og Hildi Mósesdóttir

Kæru velunnarar.Ég sendi ykkur þessa beiðni fyrir mig og dóttur mína sem heitir Ella Dís Laurens og er 2 ára sem haldin er ólæknandi hrörnunarsjúkdómi.

Ella Dís fæddist 2 janúar 2006 sem heilbrigð stúlka og fór ekki að sýna einkenni fyrr enn í júní 2007. Þá byrjaði hún að detta og setti ekki hendur fyrir framan sig til að verjast falli.Ég var farin að hafa áhyggjur og þegar ég fór með hana í 18 mánaða skoðun haustið 2007 var heilsugæslulæknirinn líka sammála mér þar sem hún datt beint á andlitið hjá honum. Hann sendi beiðni til taugalæknis um nánari skoðun og þá hófst ferlið.Í byrjun október 2007 var litla dúllan mín greind með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm. Enn er ekki búið að komast að hvaða gen eða litningar eru að valda þessari hröðu hrörnun.Eina sem við vitum er að þetta sé í framhorni mænunnar og veldur því að vöðavarnir eru ekki að fá nein taugaboð og hrörna og deyja.Í dag 7 mánuðum seinna er henni að versna hratt.

Að okkar mati of hratt og því hef ég tekið þá ákvörðun að reyna fara með hana til Kína í stofnfrumumeðferð.Hér getið þið lesið aðeins um það:www.stofnfrumur.is).En þetta er það eina sem mögulega gæti BJARGAÐ lífi hennar eins og staðan er í dageða leyft henni að lagast töluvert frá því sem hún er í dag. Af þeim 100 sjúklingum sem hafað farið í þessa meðferð þarna úti hafa 86 fengið töluverðan bata.Hér er linkur á spítalann:www.stemcellschina.com

En sú meðferð er mjög kostnaðarsöm og kostar meðferðin tvær og hálfa milljón og er það bara spítalakostnaður, síðan er ferðarkostnaður og uppihald. Ég geri ráð fyrir að kostnaðurinn við þessa ferð fari ekki undir 4 milljónir með öllu. Mig langar að biðja alla þá sem sjá sér fært að hjálpað mér með því að leggja inn á styrktarreikning Ellu Dísar sem ég hef stofnað í tilefni þessarar ferðar. Margt smáttgerir eitt stórt.

Reikningur: 0525-15-020106  Kennitala: 020106-3870 

Hér er síðan okkar sem þið getið fylgst með okkur á http://blogg.visir.is/elladis/ 

 


Frábært

Til hamingju Ísland Grin

Þau stóðu sig frábærlega.........loksins verður gaman að horfa á keppnina....alla vega langt síðan við vorum með.

Þau voru flott ......hvort sem þau hefðu farið áfram eða ekki......þá stóðu þau vel.....en við erum með Grin

kveðja

Helga Hrönn


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit ekki.....

.....hver fyrirsögnin ætti að vera ?  En þrátt fyrir það ætla ég að blogg smá núna Grin

Byrjum á sumarvinnunni minni.  Já fór á einn stað í dag ( fyrsta vinnan sem ég ath með) og viti menn ég fæ vinnu þar í júní.  Ætla að vera í mest 60% og var það ekkert mál og hentaði bara fínt.  Vinnutíminn verður eitthvað sveigjanlegur að mínu leyti þ.e. er til í að vinna 8-13, 11-16 eða bara það sem hentar.  Ákvað að fá mér smá aukavinnu vegna þess að ég bara "nenni" ekki að vera í fríi frá 9. júní til 15. ágúst og svo er ég að fara að gifta mig og vantar mig smá auka pening Grin Svo þetta er bara gott mál......

En að öðru máli sem er EKKI gott mál og ég varð ekkert smá hneyksluð þegar pabbi sagði mér frá þessu.  Þetta mál varðar VÍS, hér kemur "sagan":

Mamma og pabbi búa fyrir ofan snyrtistofu og einn dag í mars - apríl kveiknaði í á snyrtistofunni.  Sem betur fer var pabbi heima og þegar hann fann eitthvað "skrítna" lykt í íbúðinni , þefaði hann út um allt en fann ekkert og því fór hann út í skúr og þefaði á öllu þar en fann ekkert þar heldur.  Þegar hann var að fara aftur inn í íbúð þá sá hann að það var eldur á snyrtistofunni og auðvitað hringdi hann í 112.  Þeim var sagt að þau mættu fá fólk til að þrífa eða þrífa sjálf og fá borgað fyrir það.  Ákvað mamma að þrífa sjálf og ná sér þannig í auka pening.  Þegar hún fór svo með tímana sína í vikunni og ætlaði að fá þá borgaða, þá kom í ljós að tryggingarnar mundu hækka um 10 % og hún mundi þurfa að borga skatta , af 50-60.000.  Sem sagt hún fengi ca. 34.100 en tryggingarnar mundu hækka um 30-40.000.  Hún sagði þeim að þeir mættu hirða þennan pening og hún væri sko farin annað , sem hún stóð við og ætlar að tryggja hjá TM.  En hvað er málið, eldurinn kveiknaði á snyrtistofunni sem missir líka bónus og svo á líka að hækka tryggingarnar hjá þeim!!! Þetta er ömurlegt og ætla ég sko að líka að leita annað, alveg pottþétt.  Ég er að borga tryggingar upp á rúmlega 300.000 og sorry þeir missa þær líka.  Þetta er ömurlegt félag og vonandi er TM betra.....alla vega ætla að tala við þá fljótlega og fá tilboð í alla hjá mér.  GOOD BYE VÍS

já vá hvað ég er hrikalega hneyksluð og ætla ég ekki að bíða eftir því að lenda í einhverju og þurfa svo að borga með tjóninu sem er af annarra völdum. 

Á milli setninga náði ég inn á bylgjuna og þar kom ég þessu á framfær....

jæja læt þetta nægja núna...

kveðja

Helga Hrönn


Jæja mins komin aftur....

Já ég fékk tölvuna mína í gær.  Móðurborðið hrundi í henni og svo kom líka í ljós að harðidiskurinn var gallaður.  Hefur sennilega alltaf verið það vegna þess að hún var ömurleg frá fyrsta degi, fór einu sinni með hana en það fannst ekkert þá.  Það var settur nýr harðurdiskur í hana og er mikill munur á henni núna.....fyrir utan það að R-ið er eitthvað að klikka.....mjög pirrandi Devil Ég þurfti að borga um 4000 kr fyrir að ná í gögnin mína af gamla disknum.......frekar ósátt við það þar sem að hann hefur greinilega verið gallaður frá upphafi....en svona er þetta Crying og sem betur fer á ég office-pakkann þar sem að hann datt allur út......annars hefði ég þurft að punga út 15.000 kalli. En ég e búin að fá tölvuna aftur og allar myndir......það er það sem skiptir máli.

Má til með að sýna ykkur eitt myndband af Youtube.......þetta er af páfagauki sem heitir Herkúles........Algjör snillingur. Veit að margir trúa því ekki að hann geti talað svona mikið en trúið mér hann getur það.  Ég þekki fyrri eigendur hans og þegar þau áttu hann gat hann sagt alveg heilan helling......þannig að þetta er satt Grin

Bara gaman Grin

Jæja það er tiltektardagur ég í blokkinni......og verð ég því að drífa mig út......alveg hrikalega skemmtó.....not!

kveðja

Helga Hrönn


Loksins....loksins....

......get ég bloggað smá.

Tölvan ennþá í viðgerð en Jórunn og Árni voru svo indæl að lána okkur fartölvuna sína í smá stund Grin

Já þá er ? um hvað maður eigi að blogga?  Lífið gengur sinn vanagang hér á þessum bæ.  Nú styttist í að skólinn fari að verða búinn og þá tekur við sumarfrí.....annars er ég að hugsa um að finna mér smá aukavinnu í júní....veit einhver um eitthvað?  Reyndar er það doldið snúið vegna þess að ég get ekki unnið lengur en 16 og ekki byrja fyrir en eftir kl.19.....þannig að vaktavinna er kannski ekki inn í myndinni......en núna er bara að fara að skoða í kringum sig.

Tobbi er búinn að vera mikið í skúrnum þessa dagana, er að græja hjólið sitt og er hann að verða doldið spenntur að fara að hjóla.  Það verður ábyggilega mjög flott, nýsprautað og allt yfirfarið.  Ég hef ekkert farið að hjóla.....einhvern hluta vegna langar mig ekki eins mikið að hjóla þegar ég get ekki farið með honum.....en hef nú samt skroppið smá. 

Horfði á 1.maí hópreiðina......hrikalega flott og þvílíkur fjöldi af hjólum......bara geggjað.  En hvað er málið, af hverju er aldrei sýnt frá þessum viðburði í sjónvarpinu?  Skil það ekki vegna þess að það er mikill áhugi fyrir þessu.  Alla vega finnst mér þetta frábært og er þetta sko orðinn árlegur viðburður hjá mér. 

Eva, hún var með mér í þroskaþjálfanum , eignaðist tvíbura um daginn.  Innilega til hamingju með þau, þvílíkar dúllur.  Þau eru búin að fá nöfn , Ágústa og Valur, mjög flott nöfn.  Gangi þér vel Eva mín og svo kíkji ég á ykkur við tækifæri.

Af brúðkaupinu er það að frétta: Búin að bóka sal, kirkjuna og prestinn.  Guðbjörg heitir presturinn, hún skírði Aron Inga, einnig fleiri systkinabörn og er hún frábær í alla staði. Næst er að fara að kíkja á skreytingar, hringapúða, brúðarkjól og fleira.  Sem sagt nóg að gera......en bara GAMAN Smile

Jóa mín, en gaman að þú skulir vera byrjuð að blogga aftur.....þó svo að ég sé ekki sammála þér í öllu.....þá sérstaklega ekki varðandi giftingu.  En oft er það svo að maður miðar margt við sína reynslu..... Wink  vertu nú duglega að blogga Cool

Jæja læt þetta nægja í bili

Vonandi fæ ég tölvuna um miðja viku og þá mun ég vonandi blogga fljótlega aftur.

kveðja

Helga Hrönn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband