Tíminn líður hratt.....

......á gervihnattaöldGrin

Já maður er alltaf minntur reglulega á það hvað tíminn líður hratt!  Alla vega einu sinni á ári og er sá dagur í dag.............já mins á afmæli.  Klukkan 9.20 á sjúkrahúsi á Akranesi kom ég í heiminn InLove Þriðja barn foreldra minna, einn strákur og tvær stelpur, og var ég yngst í 12 ár en þá kom einn lítill gutti til viðbótar Heart

Annars eru það tveir dagar í viðbót sem minna mann líka á það hvað tíminn líður, þeir eru afmæli hans Tobba mins og svo audda hans Arons Inga.  Tobbi var bara 15 ára þegar við byrjuðum saman og núna er hann 31 árs.........já vá tíminn líður hratt.  Aron Ingi er orðinn 6 ára og byrjaður í skóla.........finnst eins og hann hafi fæðst í gær InLove

Heyrði í mömmu áðan og barst afmælispakki í tal.  Ég vil nú ekkert í gjöf , finnst þetta ekkert merkilegt afmæli ........en þá sagði mamma; Nei , en þetta minnir mig samt á það hvað maður er orðin gamall og tíminn líður hratt...........hehehehe......sennilega glíma margir við þessar tilfinningar í hvert skipti sem að börnin eiga afmæli.  Og auðvitað rifjar maður upp þá stund þegar börnin komu í heiminn.......maður man það eins og það hefði gerst í gær!

Verð heima ef einhver vill kíkja í kaffi............Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og smsin.......gott að eiga góða aðHeart

Vonandi eigið þið öll góðan dag og njótið hans í botn........veit að ég ætla að gera það.

kveðja

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

Alltaf velkomin......!

Ég er ekkert ósátt við árið mitt og græt það ekki..............!  Ég er alla vega ekki komin á þann aldur að ég skammist mín fyrir hann og þori ekki að segja upphátt hvað ég er gömul.............vona að það komi aldrei.........hef aldrei skilið það hvers vegna konur..( þær eru alla vega í meirihluta) vilja ekki segja það hvað þær eru gamlar og líta á það sem móðgun ef þær eru spurðar.

sí jú

Helga , 29.8.2008 kl. 17:08

2 identicon

Innilegar hamingju óskir með "ammælið"  helga mín

njóttu dagsins

stefý (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:07

3 identicon

Til hamingju með daginn !   Vonandi hefuru átt góðan dag !

Knús og kossar

Melanie Rose (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:20

4 identicon

Elsku Helga, innilega til hamingju með daginn, ég veit þú hefur notið hans vel í góðra vina hópi, ég á bara inni hjá þér kaffi og kökur þegar ég kem næst í bæinn.

Kv Ditta og co. 

Ditta syst (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Innilegar hamingjuóskir með daginn. Mundu: Við erum yngri og myndarlegri með hverju ári. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 30.8.2008 kl. 01:22

6 Smámynd: Landi

Hjartanlega til hamingju með daginn Helga,njóttu helgarinnar vel  

Landi, 30.8.2008 kl. 09:33

7 identicon

Innilega til hamingju með daginn Helga mín.

Þarf endilega að fara að kíkja í heimsókn bráðlega.

Gunna Magga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:52

8 Smámynd: E.R Gunnlaugs

til lukku með afmælið :)

E.R Gunnlaugs, 30.8.2008 kl. 10:16

9 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Takk fyrir kaffið og herlegheitinn í gær elskan.

Knús

Sigurbjörg Guðleif, 30.8.2008 kl. 11:15

10 identicon

Til hamingju með gærdaginn :)

Inga (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:52

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvittknús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.8.2008 kl. 21:35

12 identicon

Til hamingju með daginn um daginn, hehe alltaf fyrst með fréttirnar :)

Guðrún Ösp (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 18:21

13 identicon

Til hamingju með daginn um daginn, betra er seint en aldrei:)

Henný (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband