Fyrsti skóladagurinn

fyrsti_skoladagurinn_fleira_014_652495.jpgJá Aron Ingi byrjaði í skólanum í dag.  Hann var nú bara slakur í morgun, hefði sko þegið að sofa lengur Sleeping og hann tók sko lífinu með ró.  Svei mér þá , held að það sé betra heldur en að vera eitthvað að stressa sig............alla vega hefur hann það ekki frá mér Crying Er frekar stressuð týpa.  

Audda kíkti ég á símann minn í vinnunni og aldrei var hringt frá skólanum og gekk allt vel hjá honum......reyndar eitt sem ég má til með að segja ykkur frá vegna þess að ég varð svo hrikalega hneyksluð............;

Ég fór og sótti Aron Inga um kl.13.10 og þá tók ég eftir því að hann er eini strákurinn sem situr bara hjá stelpum.  Þeir eru um 5-6 í bekknum.  Var ég mjög hissa vegna þess að ég mundi sjálf aldrei raða svona í bekkinn eða mundi hafa áhrif á sætaröðina hjá öllum.  Ákvað ég því að tala við kennarann og sagði ég henni að ég mundi vilja að hann sæti meira hjá strákunum þar sem að hann þekkir engan í hverfinu né í skólanum þá væri tilvalið að reyna að koma honum í samband við strákana í bekknum ( veit að einn á heima nálægt).  Tók hún ágætlega í það, sagði að þetta væri bara svona á meðan hún kynnist þeim og hún mundi skoða málið.  

Svo sagði hún við mig að hann Aron Ingi kæmi of seint inn úr frímínútum og það gengi ekki.  WHAT!!!!!!! Já hann heyrir ekki í bjöllunni, fer á svæði þar sem hann á ekki að vera og þegar hann sæi aðra krakka fara inn á hann að vita að það er búið að hringja...........!!!! Já hana nú!!!!  Vá hvað ég varð hissa, spurði hana hvort að það væru ekki skólaliðar þarna til að fylgjast með þeim?? Jú, Jú en þeir geta nú ekki fylgst með öllu.....nei sagðist skilja það en ég hafi nú búist við því að þeir mundu einblína EXTRA á 6 ára krakkana svona fyrst um sinn , alla vega væri lögð áhersla á það í skólanum sem ég vinn í.  Svo komum helling af útskýringum á því hvar best væri að vera úti og hvar hann mætti ekki vera og svo sagði hún ; Aron Ingi, núna ætlar mamma að labba með þér og sína þér hvar þú átt að leika í frímínútunum.  Nei ég hélt nú ekki, hefði ekki tíma í það vegna þess að ég þyrfti að fara aftur í vinnuna........þá sagði hún ; við förum bara betur yfir þetta á morgun.

Ok er ég ein um að skilja þetta ekki?  Geri ég of miklar kröfur t.d. varðandi sætamálin?

Hvernig á barn sem veit ekki hvað frímínútur eru að vita hvenær þær eru búnar?  

Barn sem aldrei hefur þurft að fara eftir skólabjöllu að vita að það sé skólabjallan að hringja?

Hvernig á það að vita að frímínúturnar séu búnar þegar bjalla hringir?

Barn sem aldrei hefur leikið sér á skólalóðinni að vita hvað langt það má fara og hvar það á að leika?  

Til hvers í ósköpunum var ég að sitja skilafund milli leikskóla og grunnskóla ef upplýsingarnar skila sér ekki?  

Hvar er það í dæminu að mæta þörfum barnsins?  

Og ef ég væri kennari mundi ég aldrei nokkurn tímann raða svona í bekkinn eða "leyfa" þeim að grúppa sig svona.  Aron Ingi þekkir engan í bekknum né í öllum skólanum og því er afar mikilvægt að kennarar hafi áhrif á félagsleg samskipti í bekknum.  Það er eitt af hlutverkum kennarans að stuðla að félagslegum samskiptum og þannig að hafa áhrif á félagsfærni einstaklinga.  Aron Ingi hefur ekki átt erfitt með að eignast vini en það að hann sitji bara hjá stelpum og sé eini strákurinn sem gerir það .........tel ég auka líkurnar á stríðni sem getur endað í einelti. 

Vá hvað ég varð að pústa............hrikalega svekkt yfir þessu öllu saman, en ætla að reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á samskipti mín við kennarann en hann mun samt fá að vita það að ég læt skoðun mína í ljós og mun fylgjast mjög vel með öllum hans málum......enda er hann mitt barn .....ef ég hugsa ekki um hans hagsmuni hver gerir það þá????? ( fyrir utan foreldra..:)

Já það er bara að vona að við séum ekki að fara í sama pakkann og fyrst í leikskólanum.......ætti kannski að benda kennaranum á að tala við þann leikskólakennara......hehehehe........hann veit sko að ég gef mig ekki!!!!!! Nei, nei þetta verður allt í lagi..........bara vera duglegur að tala við kennarann, vera kurteis og sanngjarn....en foreldra þekkja börnin sín best og því er mikilvægt að hlusta á þá.

En kúturinn minn var alsæll og fannst gaman og mun ég ekki leyfa honum að heyra óánægju mína.  Ætla að leyfa honum að njóta sín sem nemanda.........

Meðgangan gengur fínt.  En er frekar þreytt og er samt að hressast.  Sykursýkislæknirinn minn er alveg alsæl með mig og finnst ég sko vel með á nótunum og vita hvað ég er að gera og hvað ég á að gera.........og fljót að ná dælunni!  Bara gaman að fá hrós.  Er komin 23 vikur og 1 d ........Búin að panta í þrívíddarsónar og förum við ÖLL þann 1.10.  

Jæja verið dugleg að kvitta og ekki hika við að segja ykkar skoðun á þessu "kennaramáli".......hvað finnst ykkur?

kveðja

Helga Hrönn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó og takk fyrir síðast :)

Ég er alveg sammála þér Helga mín varðandi skólann, þvílíkar kröfur á fyrsta degi!!! Hvaða krakki sem er ný byrjaður í skóla og er að skanna heiminn gleymir sér ekki í fríminútum?? Svo er ég alveg sammála með sætaröðunina, hefðu átt að vera 2-3 strákar saman með stelpunum. Haltu þínu áfram, þú ert alveg á réttri leið!!

Gott að heyra að allt gengur vel með krúttið væntanlega. Sjáumst á hittingi.

Kv. Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 21:04

2 identicon

Hæ Helga, þetta er nú meiri kröfurnar sem gerðar eru til 6 ára barns, er ekki eðlilegt að kennarinn útskýri hvernig frímínúturnar eru og hvernær þær eru búnar, fyrirgefðu en mér finnst það ekki í þínum verkahring að ganga með Aron Inga um skólalóðina, til hvers eru skólaliðar?? Svo á auðvitað að skipta jafnt en ekki láta hann einan sitja hjá stelpunum. Gott að Aron Ingi er ánægður í skólanum og þetta á örugglega eftir að ganga glimrandi vel. Gott að allt gengur vel á meðgöngunni, hafið það gott!

 Kveðja, Ditta og co.

Ditta syst (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Sæl. Ég vann sem skólaliði í mörg ár og þessi vinnubrögð kannast ég ekki við. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fylgjast með öllu, en þegar börnin eru komin inn og kennari sér að það vantar einn nemanda þá kemur kennari til skólaliða og segir: Mig vantar einn nemanda, þá fara skólaliðar út og leyta af nemandanum!!! Ef hann finnst ekki þá er hringt í foreldra. Ég gæti GARGAÐ út af svona vinnubrögðum eins og þú ert að lýsa. Hvað er að kennaranum ef hún tekur ekki eftir að það vanti nemanda. Vertu HÖRÐ á þínu og það eiga allir að fá útskýringar á öllum málum. Svei mér þá að ég sæki ekki um vinnu í þessum skóla. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 27.8.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: E.R Gunnlaugs

Mig langar að vita hvað kennarinn heitir... alveg finnst mér út í hött að senda 6 ára barn í frímínútur á fyrsta skóladegi og ætlast til að hann viti allar skólareglur hahahaha, Kennarinn hefur bara tekið því illa þegar þú minntist á sætaröðina, sem er jú spes út af fyrir sig.

En frábært að Búa litla líði vel (ég er viss um að þetta sé Búi littli btw). Sjáumst vonandi 2. sept, er búin að redda pössun til að mæta á hitting :)

knús

E.R Gunnlaugs, 27.8.2008 kl. 08:59

5 identicon

Þór ELÍ byrjaði líka í skólanum í gær og gekk bara vel, .þeim er hreinlega pakkað inní bómull fyrstu dagana og er ég voða fegin að búa stundum á svona litlum stað, en mér finnst þetta bara fyndið kom seint úr frímínútum það er frekar að þú ættir að skamma hana fyrir að fylgjast ekki nógu vel með að hann komi á réttum tíma ekki hægt að ætlast til að hann læri allt á fyrsta degi.Vonandi gengur allt vel.

Gaman að heyra hvað meðgangan blómstrar hjá þér, og enn reyklaus þú ert nú meiri hetjan þrefalt húrra fyrir þér  

Rósa Dögg (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 10:25

6 identicon

Ja hérna, ég verð að segja að mér finnst þessi vinnubrögð út í hött! Hvorki kennari nér skólaliðar alveg að fatta starf sitt, hélt einmitt að fyrsu dagarnir færu í að útskýra fyrir þeim hvar þau mega vera og hvernig skólabjallann virki o.s.frv....og er ekki alveg að fatta þessa sætaröð hjá kennaranum.....!Þú hefur fullann rétt á því að standa á þínu, ég myndi allavega ekki þegja yfir þessu!

Gott að heyra að allt gengur vel með bumbubúa og dæluna, allaf gaman að fá hrós, sama af hvaða tagi það er:)

Henný (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:12

7 Smámynd: Helga

Takk kærlega öll sömul.  Það er frábært að fá ykkar skoðun á þessu........var farin að hallast á að ég væri ekki alveg með á "nótunum" varðandi þetta......en greinilegt að margir eru á sömu skoðun og ég!!!  

Takk takk

kveðja

Helga Hrönn

Helga , 27.8.2008 kl. 18:05

8 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Það minnsta sem kennarinn getur gert með bekkinn sinn er að sína þeim hvar er æskilegt að leika í frímínótum. Ég hefði nú haldið eins og þú að skólaliðar fylgdust extra vel með fyrstu bekkingum. Ég hef nú unnið sem skólaliði og maður fór nú ekki inn úr frímínótum fyrr en allir krakkar væru komnir inn.

Vona að þú eigir góðann afmælisdag á morgun. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í þessari viku ég hef ekki haft tíma í neitt. Verðum í bandi elskan mín. Og mundu að mér þykir svo óskaplega vænt um þig og hugsa til ykkar á hverjum degi.

Knús og kossar elskan mín

Sigurbjörg Guðleif, 28.8.2008 kl. 17:58

9 Smámynd: Anna Guðný

Úff, ég fæ nú hroll yfir því að lesa þessa færslu þína. Þakka fyrir alla þá vinnu sem lagt er í í mínum skóla til að bjóða ný börn velkomin, hvort sem það eru fyrstu bekkingar eða bara nýjir í hverfið. Eitt af því sem fylgir því í mínum skóla að koma upp í elstu deild er að 8. bekkur er vinabekkur 1. bekkjar. Þeim eldri er úthlutað börnum í fyrsta bekk. Þau fara með þeim út í frímínútur fyrstu vikurnar og leika við, líta ekki af þeim. Þau fara með í gönguferðir og bara hjálpa þeim við að stíga fyrstu skrefin á skólalóðinni.

Þetta er mikil upphefð fyrir 8. bekkingar og þau þroskast heilmikið á því að takast á við þetta verkefni. Mín elsta er akkúrat í þessu hlutverki núna. Hún hefur talað um á hverjum degi hvenig hafi gengið í dag. Þetta er svo gaman , svo frábært og þau eru svo miklar dúllur, jú einn fékk brjálæðiskast og það var erfitt, en samt bara verkefni.. Þetta heyri ég alla daga hér. Yngsta mín var í fyrsta bekk í fyrra og hún er enn að tala um hana Katrínu sem var vinur hennar í fyrra.

Mikið vona ég að þetta eigi allt eftir að lagast. Alveg ömurlegt að byrja skólagönguna á þessum nótum.

Hafðu það gott og gangi þér vel

Anna Guðný , 29.8.2008 kl. 11:19

10 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

til lukku með daginn kella mín

Sigurbjörg Guðleif, 29.8.2008 kl. 12:23

11 identicon

Til hamingju með daginn mín kæra eigðu yndislegan dag í dag  knús til ykkar.

kv Herdís

Herdís Káradóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband