Ekki alveg að fylgjast með tímanum

............Ég ætlaði sko að blogg sérstaklega þegar ég væri búin að ná 1. mánuði reyklaus.......en gleymdi því þar sem að sá MERKISDAGUR var í gær Grin   Já þetta er fljótt að líða og verður þetta léttara og léttar.......hugsa mun minna um að reykja ......sem betur fer. 

Verð að viðurkenna það að mér finnst stundum hálfasnalegt að telja dagana sem ég hef verið hætt þar sem að ég hætti ekki fyrr en ég var gengi um 11-12 vikur..........en ég hætti og tel ég það fyrir öllu.  Betra fyrir barnið og audda mig líka......InLove 

Var að koma úr kennslu á dæluna og þar sem að ég var svo dugleg að lesa heima þá kunni ég nánast allt........já þetta er aðeins að skýrast fyrir mér og ég er að verða jákvæðari.  Svo er bara að bíða eftir því að hún verði sett upp Errm sennilega 2-3 vikur í það.

Langar að spyrja ykkur að einu, þá sérstaklega þeim sem hafa reynslu af þessu.  Hvað finnst ykkur um að kíkja í "pakkann"?  Ef þið hafið samanburðinn hvort finnst ykkur meira "spennandi"?  Endilega segið mér Halo  Var sko alveg á því að kíkja ekki .......eeeeennnnnnnnnnnn langar alveg hrikalega......er samt svo hrædd um að skemma "stemminguna" við fæðinguna.  Hvað finnst þér ?

jæja læt þetta nægja í bili

kveðja

Helga Hrönn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: E.R Gunnlaugs

ég ætlaði ekki að kikja, en fekk að vita á 32 viku... en breyttar aðstæður höfðu mest um það að segja...

ef ég væri ólétt núna myndi ég ekki vilja vita, finnst spennandi að vita ekki.

E.R Gunnlaugs, 10.7.2008 kl. 18:22

2 identicon

Já ég segi sama og Jóan, ég kíkti í pakkann þegar að ég var reyndar með það 3 og síðasta og það breitti ekki neinu um fæðinguna, það var alveg jafn spennandi að fá litla krílið í heiminn ein og hin sem maður vissi ekki hvort kynið yrði!

Við erum búin að kíkja í pakkann með barnabarn nr 2 og við getum ekki beðið eftir að fá litla dýrið í heiminn, það er strax hægt að fara kaupa t.d föt í réttum litum og undir búa komu hans Gogga litla:) Annars er svo sem kannski ekkert að marka okkur mæðgur, okkur finnst börn bara kraftarverk sama af hvaða kyni þau eru og eru það yndislegasta sem til er í þessa veröld:)

Já og til hamingju með 1 mánuð og 1 dag, djö..... er ég stolt af þér, ég vildi að ég væri komin þetta langt, hefði verið það ef ég hefði ekki verið svona mikil öming:(

Henný (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:55

4 identicon

Vissi ekki með Þór Elí en við vissum með Örvar Elí og mér fannst það alveg eins gaman, héldum því bara á milli okkar. Maður fer bara að spá í annað eins og verður hann líkur bróður sínum og svoleiðis hluti, svo er líka gaman að heyra í öllum spekingunum sem eru að segja manna hvort þetta er strákur eða stelpa.

Ótrúlega fyndið svo í fæðingunni hugsaði ég hvað ef þetta verður svo stelpa því þetta er ekki 100% alltaf,  knús til ykkar

Rósa Dögg (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 17:54

5 Smámynd: Helga

Takk fyrir þetta allt saman.  Auðvita er alltaf spennandi að fá krílin í heiminn, hvort sem að það er stelpa eða strákur, en það sem ég er að meina er hvort að það skemmi "eitthvað " að kíkja. 

Svo er líka annað ég hugsa að ég gæti aldrei logið ef ég vissi kynið og yrði spurð face to face......annað ef það er gert í síma.  Því er ég svo hrædd um að segja öllum það ........held að þá sé mikið af þessu "eitthvað" farið.........................................æi vá hvað það er erfitt að útskýra þetta

Rósa takk fyrir litinn...........allt annað að sjá mig

kveðja

Helga , 11.7.2008 kl. 19:06

6 identicon

Við ákváðum að kíkja í pakkann en ljósan var alls ekki viss þó henni hafi fundist þetta heldur dömulegur rass. Við sögðum engum frá þessu því við vorum alls ekki viss. Það töluðu allir um að samkvæmt útreikningum frá gömlum kaffibrúsakonum, tunglið í áttunda húsi vatnsberans + erfðir  ÁTTI ég hreinlega bara að vera með strák. Ég trúði því svo sjálf að ég væri með strák að þegar við fórum í 32 vikna sónar og ljósan sagði mig vera alveg klárlega með stelpu trúði ég henni ekki :o) Það gat bara ekki verið miðað við alla útreikningana...Við sögðum engum frá því hvort kynið við gengjum með, þrátt fyrir að hafa fengið staðfestingu í viku 32. Við héldum okkur bara við þá sögu að við vissum það ekki og mér fannst lítið mál að leyna því (huhumm frábær lygari, kannski ekki svo gott mál). Ég sé ekki eftir því að hafa fengið að vita kynið því mér fannst ekki mikið úrval af fötum í "hlutlausum" lit og vildi bara vera vel undirbúin þegar stubbalína mætti á svæðið. Það er svo gaman að segja frá því að þegar við sendum sms á liðið um að lítil stelpa hefði fæðst fengum við svar tilbaka í 1 - 2 smsum "Var þetta örugglega stelpa?"... Mér fannst því aðal spenningurinn vera falinn í því að aðrir fengju ekki að vita fyrr en hún mætti á svæðið. En hver veit nema næst þá prufum við algjörlega hið óvænta...

 En þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði.... Hrikalega er samt gaman að lesa bloggið þitt þar sem þú ert svo dugleg við að setja inn nýjar fréttir...

Tjus, Inga 

Inga (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:39

7 identicon

Ég kíkti með báðar stelpurnar. Ég get hreinlega ekki verið ólétt nema að fá að vita kynið hehe...er svo forvitin. Svo finnst mér gott að vita hvor kynið þá finnst mér ég tengjast því betur....keypt sem mig langar fyrir barnið...ekki bara allt gult og grænt híhíhí.....  En auðvitað er það bara auka atriði hvort það sé strákur eða stelpa.......as long as það er heilbrigt :cD    En já ég hef ekki pufað að vita það ekki....þannig get eiginlega ekki sagt muninn hehe.... En fyrir mitt leitið finnst mér betra að vita kynið :c)

Knús og kossar....vonandi gengur allt vel með krílið og reykleysið :cP

Melanie Rose (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 16:06

8 identicon

Hæhæ langt síðan marr hefur kíki hingað inn:) tek það framm að ég er ekki búinn að setja inn myndir er í tölvuni hjá teingdó og asnaðist til að gleima öllum myndum í tölvuni heima á ísó :( .

Sv við spurninguni ertu forvitn eða ekki hehe ;) ég gáði núna þegar ég gekk með Kolbrúnu enn ég var samt alltaf jafn spennt því ég veit um suma sem það hefur nú ekki verið 100 prósent rétt og það sé akkurat öfugt =) enn ég tel það vera helmingi meira spennó að kíkja ekki :)..

Enn gangi ykkur rosalega vel biðjum að heilsa Kveðja Helena , Nonni ,Harpa Lind og Kolbrún Lilja :)
.

PS: Erum komin suður látum heira í okkur bæbæ...

Helena (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:34

9 Smámynd: Helena Bjarnþórsdóttir

láta vita af nýrri síðu hjá stelponum það er http://gullmolar.blog.is/blog/gullmolar/

Helena Bjarnþórsdóttir, 13.7.2008 kl. 23:56

10 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan. Ég vissi ekki með Helgu Jónu en ég væri alveg til í að vita með næsta barn. Bæði afþví að ég er mjöög svo forvitin týpa og líka bara til að geta keypt í stelpu eða stráka litum eheh.

Til hamingju með reykingarleysið

Elska þig

Sigurbjörg Guðleif, 14.7.2008 kl. 10:36

11 Smámynd: Helena Bjarnþórsdóttir

Mér tókst það held ég hehe

Helena Bjarnþórsdóttir, 15.7.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband