Smá update.....

HeartJæja komin tími á smá update.

Á fimmtudaginn fórum við á Hólmavík.  Gunna Magga og co buðu okkur að koma , redduðu okkur gistinu og alles.  Bara næs og var lífið tekið með ró.  Skruppum á Ísafjörð á laugardaginn, fórum og kíktum á Kolbrúnu Lilju ( hennar Helenu) ....algjört rassgat Grin Skruppum svo í heimsókn til vinafólks okkar.  Amma Gunnu Möggu bauð okkur í mat og audda var skellt sér þangað og bragðaðist kjúlli svaka vel.  Svo var keyrt aftur á Hólmavík og komum við þangað um 23.30.  Veðrið var frábært og algjör synd að eyða svona miklum tíma i bíl en það var þess virði.  Þetta var eini dagurinn sem var virkilega góður.....hina dagana var skýjað en hlýtt. 

Áður en við fórum á Hólmavík komum við við á leikskólanum hans Arons Inga til þess að kveðja alla þar.......Já "litli" strákurinn minn er hættur á leikskóla......næsta haust teku grunskólinn við Blush Verð að viðurkenna það að ég kvíði mikið fyrir því.......en hafa ekki allir gengið í gegnum það? 

Í dag fór ég og náði í insúlíndæluna....já sem sagt ekki "kannski" lengur með hana...heldur er ég að fara að fá hana.  Sennilega ekki fyrr en í lok mán eða í byrjun ágúst.  En ég hef nóg að gera þar sem ég þarf að lesa mjög þykka bók , fara í kennslu og hitta fleiri lækna.  Sem sagt nóg að gera.......Undecided  Það er alveg ótrúlegt með þessa heilbrigðisþjónustu ........Ef einhver fer í frí þá kemur engin í staðinn......þjónustan er eftir þeirra höfði en þjónustuþeginn þarf að fórna öllu sínu.  Sem dæmi ......ég er í sumarfríi en get lítið ráðstafað því vegna þess að ég gæti átt von á því að vera kölluð inn þegar þeim hentar.  Alveg pottþétt að þessir dagar fara í læknisvottorð......!  Reyndar neitaði ég í dag að eyða viku í ágúst í læknastúss þar sem að Tobbi tekur frí þá í tvær vikur og ætlum við að reyna að gera eitthvað annað en "hanga " hér heima. Það á sem sagt að REYNA að redda því.  

Já ég veit að ég valdi það að verða ólétt en ég borga mína skatta eins og flest allir og þvi finnst mér að þjónustan eigi að vera sú sama allan ársinshring ....ekki þessar sparnaðaraðgerðir á sumrin.  

Jæja bumban heldur áfram að stækka.........skemmtileg stækkun núna....hehehehe!  Hef verið að finna fyrir ógleði, mikilli bílveiki og svo er ég frekar þreytt......en þetta er allt að koma og sko þess virði InLove  Komin rúmlega 16 vikur.....Heart

Reykleysið gengur vel og kemur mér það á óvart hvað þetta er létt .......en audda koma tímar þar sem að ég hugsa mikið um sígó en þeim fer sko fækkandi .........sem betur fer. 

jæja læt þetta nægja í bili........verið nú dugleg að kvitta elskurnar mínar.

kveðja

Helga Hrönn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

th_HugsandKissesLittleAngel

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:38

2 identicon

Halló halló gella innilega til lukku með óléttuna þvílíku fréttirnar af minni núna bara gaman af því :) þú ert snilldar bloggari kíki hér reglulega inn eftir að ég "fann þig"

kveðja úr firðnum fagra Herdís. 

Herdís Kára (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan já þetta læknabull og frí er alveg ótrúlegt á þessu landi. Geðlæknirinn minn er tildæmis í sumarfríi og þá á geðveikin mín bara að fara í frí líka heheh skondið. Ég er svo stolt af þér að vera hætt að reykja. Er á meðan er og einn dagur í einu. Vonandi næ ég að kíkja til þín í vikunni:)

Elska þig

Sigurbjörg Guðleif, 8.7.2008 kl. 15:00

4 identicon

kvitt kvitt. frekar fúlt að þurfa að standa í öllu þessu læknastússi í ´fríinu kveðja úr þokuþorpinu

Rósa (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Helga

Takk fyrir þetta allar

Sibba endilega að kíkja .......

Rósa ......takk kærlega fyrir sendinguna..........bara æðisleg þessi samfella........

kveðja

Helga , 8.7.2008 kl. 22:32

6 identicon

Til hamingju með óléttuna:) Þar kom skýringin á því af hverju þú ætlaðir að hætta að reikja hehe;)

Það styttist óðum í litla bumbubúann hjá ömmu gömlu, ég held að hann verði komin fyrr heldur en tíminn segir:)

Gangi ykkur vel í læknastússinu, hef lúmskan grun um að þetta sé ekkert voðalega spennandi!

Henný (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband