ekkihugmyndumhvaðþessifyrirsögnættiaðheita

........jæja takk kærlega fyrir síðustu bloggfærslu þ.e. skemmtileg umræða og margar skemmtilegar sögur og skoðanir.

Við erum búin að taka ákvörðun varðandi að vita kynið og það e rað fá ekki að vita það.  Við erum mikið búin að ræða málið og þetta er niðurstaðan.  Því verður maður bara að bíða fram í des......hehehehehe.........spennandi  Grin

Jæja þá er komin dagsetning á uppsetningu á dælu og er það fyrr en ég bjóst við.......Mæting 21. júli kl.10.30.....sem sagt á mánudaginn kemur....Crying pínu stressuð en líka tilhlökkun........en verð að passa mig á því að vera ekki með ofmiklar væntingar til græjunnar.....annars verð ég fyrir þvílíkum vonbrigðum.  

 

Jæja maður er búin að hafa það gott í sumarfríinu ........en ég er svo hrikalega þreytt alltaf og er sko orðin ÞREYTT á því.  Ég er alltaf þreytt og hef mig ekki í að gera neitt.  Man eftir því að ég var þreytt fyrstu 2-3 mán með Aron Inga en samt ekki nálægt því eins mikið og núna...........og komst ég mun fyrr yfir það.  Reyndar er ég að sofa illa, veit ekki hvers vegna, en er að vakna 4-8 sinnum á nóttinn.....ekki gaman.  Vonandi fer ég nú að komast yfir þetta og fer að taka þátt í lífinu aftur...hehehehe.  Reyndar kom einn dagur í síðustu viku þar sem ég var VELVAKANDI (hehehe) og þann dag ákvað ég að mála baðherbergið, byrjaði á því þann dag og kláraði það á einum sólarhring.  Síðan hef ég lítið gert Errm

Baðhergið fyrir:

ymislegt_007.jpg ymislegt_008.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Eftir:

ymislegt_018.jpgymislegt_019.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Bara nokkuð vel gert......hehehe....

Fór í mæðraskoðun í dag og gekk það bara vel.  Það er alveg merkilegt að alltaf þegar ég á að mæta á mælist sykurinn hár og mun hærri en alla hina dagana Blush en það sleppur.  Læknirinn var reyndar bara ánægður með statusinn á sykrinum og fannst hann ekki rokka mikið, ég hafði pínu áhyggjur af því.  Síðan ég fór í mæðraskoðun síðast eða fyrir 3 vikum þá finnst mér ég hafa blásið út og hafði áhyggjur yfir því að ég sjálf væri búin að stækka of mikið , get svarið það finnst ég vera að springa núna.......nóv - des ó mæ god Wink Já það er gerð krafa um það frá ákveðnum lækni að ég þyngist ekki um meira en 6-7 kg.......ég fékk vægt sjokk þegar hún sagði það fyrir 3 vikum.......mér gekk mjög vel þegar ég gekk með Aron Inga og hélt ég sykrinum mjög góðum en samt þyngdist ég um 9 kg.....hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að þyngjast minna?  En kannski tekst það , hver veit?  Já ég var vigtuð fyrir þrem vikum og svo aftur núna og viti menn........ekki búin að þyngjast um gramm Grin segi nú bara geri aðrir betur...hehehehe.  Veit að ég er alltof þung og þvi er þessi krafa gerð.....eingöngu með mína heilsu í huga.  Svo verður sko tekið á því eftir þessa meðgöngu......Wink

jæja er ekki tilvalið að enda þennan "kvörtunarpistill" á smá kátrisyrpu..hehehe...........

ai

gullmolinn minn - kátur

 

 

 

 

 

 

 

 

ai

Já stuð að tannbursta sig..........oh hann er bara sætastur InLoveHeartCool

kveðja

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó.

Mikið er gaman að fylgjast með öllu hjá þér og ykkur Helga mín. Þú ert náttúrulega bara duglegust, reyklaus og gengur vel með krúttið í mallanum!! Þó þú sért þreytt er það allt í lagi þar sem þú ert svo dugleg hina dagana ;) Baðið er bara flott :)

Sé þig einhvertíma eftir helgi,

Kveðja,

Lilja Ö. á leið vestur.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:59

2 Smámynd: Helga

Takk fyrir það Lilja   Góða skemmtun fyrir vestan .  Já vonandi sjáumst við fljótlega

kveðja

Helga , 15.7.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Helga

Góð Jórunn...........held samt að ég sé búin að tapa þessu fyrirfram..hehehehe...........ansi hrædd um að ég fari yfir , kannski ekki mikið en pottþétt smá :)

En við skulum gera okkar besta og svo verður tekið á því m.a. með göngutúrum.... 

kveðja

Helga Hrönn

Helga , 16.7.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Helga

Ok gerum það , en ætlar þú að léttast um 10?  Er það nú ekki fullmikið ?  Halda inn 6 kg þar?

kveðja

Helga , 16.7.2008 kl. 14:59

5 Smámynd: Helga

Annað hvort er að treysta hvor annarri........alla vega færðu MIG aldrei á vigtina..........einu manneskjurnar sem vita hvað ég er þung eru ljósan og læknirinn og það verður þannig áfram....! 

Sorry kannski er mun þetta ekki ganga.........veit ekki :)

kveðja

Helga , 16.7.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: E.R Gunnlaugs

hvert ferðu í mæðró? firðinum eða niðri á kvennadeild? Kannast sko vel við það að vera alltaf í mæðró.. hihi svaka stuð, en hvað gerir maður ekki fyrir ríkidóminn ;)

E.R Gunnlaugs, 17.7.2008 kl. 00:20

7 Smámynd: Helga

Fer niður á kvennadeild..........já það væri nú bara gaman ef þetta væri bara mæðraskoðun..........ekkert voðalega hrifin af öllum þessum læknum...!  En svona er þetta.

Já maður geri sko allt fyrir ríkidóminn  ekki spurning.

Já Hilda ég tel það gott að þyngjast ekki meir.......verður spennandi að vita hvort að mér takist að slá það núna :)

kveðja

Helga , 17.7.2008 kl. 00:24

8 Smámynd: Helga

Ég er vigtuð aðra hverja viku , sennilega vikulega þegar lengra er komið, en þú ert velkomin í vigtun.......

kveðja

Helga , 17.7.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband