Eurovision .....

........Já hvað finnst ykkur um þessa keppni?  Ég held að við ættum bara að fara að hugsa alvarlega um að hætta að taka þátt.  Vestur-evrópa hefur ekkert að gera lengur í þessari keppni....það er ekki verið að kjósa eftir lögunum heldur snýst þetta um að gefa nágrönnum sínum sem mest....hvort sem að lagið er gott eða ekki og á meðan þetta er svona þá getum við Norðurlöndin bara sleppt þessu.....höfum ekkert í þennan fjölda sem býr í Austur-Evrópu.  Það verður því þannig að Austu - Evrópa vinnur alltaf.

En mér fannst Regína og Friðrik standa sig mjög velGrin ég fékk alveg gæsahúð þegar þau voru á sviðinu......þvílíkt flott!

Þrátt fyrir úrslitin þá áttum við frábæra stund hér heima í góðum hópi.  Dóri, Sigrún og mamma hennar komu  og líka Jórunn, Árni, Siggi, Ingibjörg og Teddi komu audda líka.  Við grilluðum öll saman og var svo horft á keppnina.  Öll spáðum við fyrir um hvar við mundum lenda en því miður gat enginn rétt......engin giskaði á lægra en 8. sætiðGrin En þetta var skemmtilegt kvöld !

Aron Ingi fór á Krókinn með afa sínum á föstudaginn.  Talaði við hann áðan , þá var hann í sveitinni með þeim og sól og blíðu.  Gistu þau þar síðustu nótt og svo var verið að vinna í rútunni.  Aron Ingi skellti sér í ánna og fannst það sko ekki leiðinlegt.  Greinilega mjög gott veður ....Grin  Ég hlakka mikið til að fá hann heim á morgun.....hrikalega vantar mig mikið þegar hann er ekki heima.....mér bara leiðist þó svo að ég reyni að leggja mig fram við að láta mér ekki leiðast.

jæja verið nú dugleg að komment........

kveðja

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, gaman að hitta þig um síðustu helgi Kannski sjáumst við aftur næstu helgi það er aldrei að vita nema maður finni tíma til þess. Íslenska lagið átti betra skilið en 14 sætið en þetta er bara svona og verður þannig áfram! Bið að heilsa strákunum þínum og hafið það gott.

Kv. Ditta syst. 

Sigurlaug Reynalds. (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Vinkona mín giskaði á rétt sæti!! Ég bjóst við topp 5. Sænska lagið náði ekki símakosningu úr undankeppninni en það var sérstök dómnefnd sem setti lagið í keppnina. Spáðu í þessu með A-Evrópu.....Norðurlöndin eru eins og nál í heystakk. En það verður auðvitað að eyða peningum í það sem skiptir minnst mál...eins og alltaf. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.5.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband