Veit ekki.....

.....hver fyrirsögnin ætti að vera ?  En þrátt fyrir það ætla ég að blogg smá núna Grin

Byrjum á sumarvinnunni minni.  Já fór á einn stað í dag ( fyrsta vinnan sem ég ath með) og viti menn ég fæ vinnu þar í júní.  Ætla að vera í mest 60% og var það ekkert mál og hentaði bara fínt.  Vinnutíminn verður eitthvað sveigjanlegur að mínu leyti þ.e. er til í að vinna 8-13, 11-16 eða bara það sem hentar.  Ákvað að fá mér smá aukavinnu vegna þess að ég bara "nenni" ekki að vera í fríi frá 9. júní til 15. ágúst og svo er ég að fara að gifta mig og vantar mig smá auka pening Grin Svo þetta er bara gott mál......

En að öðru máli sem er EKKI gott mál og ég varð ekkert smá hneyksluð þegar pabbi sagði mér frá þessu.  Þetta mál varðar VÍS, hér kemur "sagan":

Mamma og pabbi búa fyrir ofan snyrtistofu og einn dag í mars - apríl kveiknaði í á snyrtistofunni.  Sem betur fer var pabbi heima og þegar hann fann eitthvað "skrítna" lykt í íbúðinni , þefaði hann út um allt en fann ekkert og því fór hann út í skúr og þefaði á öllu þar en fann ekkert þar heldur.  Þegar hann var að fara aftur inn í íbúð þá sá hann að það var eldur á snyrtistofunni og auðvitað hringdi hann í 112.  Þeim var sagt að þau mættu fá fólk til að þrífa eða þrífa sjálf og fá borgað fyrir það.  Ákvað mamma að þrífa sjálf og ná sér þannig í auka pening.  Þegar hún fór svo með tímana sína í vikunni og ætlaði að fá þá borgaða, þá kom í ljós að tryggingarnar mundu hækka um 10 % og hún mundi þurfa að borga skatta , af 50-60.000.  Sem sagt hún fengi ca. 34.100 en tryggingarnar mundu hækka um 30-40.000.  Hún sagði þeim að þeir mættu hirða þennan pening og hún væri sko farin annað , sem hún stóð við og ætlar að tryggja hjá TM.  En hvað er málið, eldurinn kveiknaði á snyrtistofunni sem missir líka bónus og svo á líka að hækka tryggingarnar hjá þeim!!! Þetta er ömurlegt og ætla ég sko að líka að leita annað, alveg pottþétt.  Ég er að borga tryggingar upp á rúmlega 300.000 og sorry þeir missa þær líka.  Þetta er ömurlegt félag og vonandi er TM betra.....alla vega ætla að tala við þá fljótlega og fá tilboð í alla hjá mér.  GOOD BYE VÍS

já vá hvað ég er hrikalega hneyksluð og ætla ég ekki að bíða eftir því að lenda í einhverju og þurfa svo að borga með tjóninu sem er af annarra völdum. 

Á milli setninga náði ég inn á bylgjuna og þar kom ég þessu á framfær....

jæja læt þetta nægja núna...

kveðja

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan. Gott að þér á ekki eftir að leiðast í sumar. Er ekki spurning um allavega eina útilegu saman?????

Elska þig.

Þín Sibba

Sigurbjörg Guðleif, 21.5.2008 kl. 20:15

2 identicon

Jú verðum að gera það.

Er að fara að vinna hjá einni tengdri þér........jú nó......vann þar einu sinni.......bara rétt rúmlega 3 vikur :)

kveðja

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband