Vangaveltur

Já ég er mikið búin að velta þessu öllu saman fyrir mér í dag.  Alls ekki misskilja það sem á eftir kemur, auðvitað skil ég Bjögga mjög vel og vona ég innilega að þetta fari allt saman vel.   

Það sem ég hef velt fyrir mér er að það er búið að marg benda á þetta, að þessar aðstæður séu mjög hættulegar og því miður hafa orðið mjög alvarlega slys þarna, því miður hefur fólk látist á Reykjanesbrautinni sem rekja má til aðstæðna.  En hvað er málið með ráðmenn okkar?  Hvers vegna er ekkert búið að gera?  Og hvers vegna hafa þeir ekki hlustað á okkur "almennu"borgarana? Er það virkilega þannig á Íslandi í dag, að það er bara brugðist við þegar einhver "frægur" á í hlut og tjáir sig um mál?  .......því miður er það mín tilfinning og er það virkilegar sorglegt að staðan sé þannig.  Vá hvað ég verð reið og hefði verið drullast til þess að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til þess að tryggja öryggi þeir sem þarna keyra, hefði mátt koma í veg fyrir mjög alvarlega slys sem leitt hafa til miklar þjáningar fólks og gífurlegrar sorgir. 

Já þetta er ÖMURLEGT

kveðja

Helga Hrönn " ekki séra Jón" 


mbl.is Úrbætur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan.

Þar sem ég er búin að liggja í rúminu og hef lítið fylgst með fréttum þá eiginlega er ég úti á þekju. En var ekki búið að ákveða þessar aðgerðir áður en slysið varð í gær??? Ef þetta hefur allt farið af stað útaf ummælum Bjögga Hall þá er ég alveg hjartanlega sammála honum. Ég er reyndar sammála því sem hann sagði um að það væri gott ef við hefðum jafn hæft fólk í gatnamálum okkar og í heilbrigðiskerfinu. Man þetta ekki alveg orðrétt en þetta var einhvernveginn svona...

Knús

Sigurbjörg Guðleif, 10.4.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Ég er með óráði ehehheheheeheheh þetta átti að vera að ef þetta hefur allt farið af stað útaf ummælum Bjögga þá er ég hjartanlega sammála þér

Sigurbjörg Guðleif, 10.4.2008 kl. 22:04

3 identicon

já alla vega var farið í það að aðskilja brautirnar og merkja betur, hvort að það voru ummælin eða ekki ?  Alla vega velti ég því fyrir mér..................

vonandi batnar þér fljótt

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Landi

Það verða því miður alltof oft slys á vegunum okkar,hvort sem það er brautin eða á öðrum vegum og því á að tvöfalda allan þjóðveg eitt án tafar,laga vegi á austurlandi og vestfjörðum og um land allt sem ekki eru malbikaðir og svo á að útrýma einbreiðum brúm.Miðað við þann bílfjölda sem kominn er á þessa eyju er það bara svo að vegarkerfið er að mínu mati löngu löngu sprungið,og þarfnast lagfæringar ekki seinna en strax.

Landi, 12.4.2008 kl. 11:33

5 identicon

Já mikið er ég sammála þér Landi, er utan af landi og vegakerfið þar, á mörgum stöðum, er til hábornar skammar. 

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband