Frábær og ógleymanleg helgi

.........Já þrátt fyrir að kúturinn minn sé ekki heima og ég sakna hans alveg svakalega mikiðInLove var þessi helgi alveg frábær. 

Aron Ingi fór með afa sínum á Krókinn á fimmtudagskvöldið.  Ég margspurði hann (um morguninn, á leið í leikskólann og á leiðinni heim úr leikskólanum) hvort hann vildi fara með afa sínum eða vera heima og koma með mér í vinnunna og svo í fjallaferð á laugardaginn.  Hann var alveg ákveðinn í því að vera heima, "svo gaman að vera heim".  Ok ekkert mál, hann mátti alfarið ráða þessu.  Pabbi fer svo um 18.30, þurfti aðeins að brasa hér fyrir utan áður en hann lagði á stað.  Sagði ég þá við Aron Inga að núna væri afi hans farinn á krókinn og þá kæmi hann bara með mér í vinnuna og svo í fjallaferð á laugardaginn, ekkert mál, bara gaman.  Þegar ég gekk í burtu frá honum heyrði ég sagt; en ég var bara að djóka.  Snéri ég við á staðnum og labbaði til hans og spurði hann hvað hann sagði;  Ég var bara að grínast, mig langar að fara á Krókinn Grin Ok ertu alveg viss....spurði ég hann, Já alveg viss.  Því var rokið í símann og hringt í pabba, ekki málið, hann mundi bara hinkra eftir honum.  Vá held að ég hafi aldrei verið eins fljót að pakka niður , svo var bara skokkað með krakkann niður og þeir farnir......Errm Og audda var maður farinn að sakna hans innan 10 mínútna.  Held að honum hafi ekki litist á að fara í fjallaferð.......finnst það ekkert voðalega skemmtilegt.......leiðinlegt, er nú kannski frekar rétta orðið Wink  Hann kemur heim á morgun Grin

Ég og kallinn skelltum okkur í fjallaferð í gær.  Vöknuðum um 7.30 og hittum svo fleiri um kalla og konu um kl. 9 og lögðu á stað upp á Langjökul.  Það var alveg hrikalega gaman, frábær hópur, geggjað veður, frábært landslag og bara snilld í alla staði.  Á leiðinni niður prófaði ég að keyra og OMG það er geggjað........Vá hvað ég skemmti mér vel.....Grin ætli kallinn eigi eftir að sjá eftir því að hafa leyft mér að keyra ?  Nei, Nei, honum finnst alveg jafngaman og mér .....þ.e.a.s. að ég keyri....Þannig að hér eftir verð ég sko að keyra eitthvað smá ( eða mikið) í fjallaferðum.  Við vorum komin heim um 19.30, þreytt en alsæl......þetta gefur manni alveg ótrúlega mikið Cool  Sennilega er þetta síðasta ferðin í vetur en alveg frábær endir á fjallaferðum í bili.  Núna er að fara að taka fram hjólin,ég er reyndar búin að taka mitt fram, en Tobbi þarf aðeins að ditta að sínu áður en hann fer að keyra það.

Ætla að setja hér inn nokkrar myndir , vonandi gengur það FootinMouth

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 081

 

 

 

 

 

 

 

 

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 093 

 

 

 

 

 

 

  

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 049

 

 

 

 

 

 

 

 

Við að fíflast á hæsta punktinum....Tounge Tobbi með einstaklega flott gleraugu...hehehehehe 

Ætla að búa til albúm , endilega kíkjið þar þegar það er komið

kveðja

Helga Hrönn

p.s. ákváð að prófa að setja inn myndband og það bara gekk.  Kíkjið á það.......kannski skiljið þið hvers vegna maður er búin á því eftir fjallaferðina GrinLoLW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh gaman ! Gott að þið hafið skemmt ykkur vel  Fór held ég einu sinni í einhv. jeppaferð...ekki alveg fyrir mig....enda var ég "smá" þunn ! lol  hahah....Kannski ekki að marka það...eða ? hehe...

Hafið það gott í vikunni

Melanie Rose (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:21

2 identicon

Já þú segir það jórunn, eru búin að skoða myndbandið? hvernig heldurðu að það sé að vera aftur í ?

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan. Geðveikt flottar myndir Mér finnst Tobbi bara svo sætur með þessi sólgleraugu Það er svo gaman að þið eigið ykkur sameiginleg áhugamál það eru ekki öll pör svo heppin

Síjúbeibí

Sigurbjörg Guðleif, 7.4.2008 kl. 12:14

4 identicon

Hæ hæ, það hefur greinilega verið fjör hjá ykkur um helgina í ferðinni og ég tek undir það með Jórunni, Vantar ekki eitthvað í færsluna?? Heyrumst!

Kveðja, Ditta syst. 

Ditta systir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:16

5 identicon

Jórunn og Ditta

þið verðið að útskýra þetta betur fyrir mér, er ekki að sjá að það "ætti" að vanta eitthvað í færsluna  ............................................eða kannski er ég að kveikja  

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:39

6 identicon

uhhh nei....ætli ég ræði ekki við Tobba fyrst

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:21

7 Smámynd: Landi

Þetta er bara gaman sip og hjo

Landi, 7.4.2008 kl. 16:53

8 identicon

Hæ pæ.

Rosalega er gaman að heyra svona skemmtilegar ferðasögur og flottar myndir :) Sé þig alveg í anda fíla þig í botn að keyra á fjöllum í holur og hóla.

Hjólið verður væntanlega inni í skúr í dag í snjónum en ég fór rúnt um daginn og ómægod hvað það var gaman!!

Heyrumst síðar,

Lilja Ö. nú bara að læra ;)

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:06

9 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 16:58

10 identicon

Hey það hefur verið geðveikt...oh. og ótrúlega flott veður, klikkað....

Edda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband