Já frekar ömurlegur dagur :(

Vá held svei mér þá að ég hafi bara ekki átt eins ömurlegan dag í mörg ár......já ekki gaman.

Það var frekar leiðinlegt í vinnunni og mórallinn ekki skemmtilegur þar.....bæði hjá starfsfólki og krökkum.  Vá hvað ég var fegin þegar þessi vinnudagur var búin. 

Eftir þennan ömurlega vinnudag ákvað ég að skella mér að hjóla og gerði ég það.  Ákvað að fara Krísuvíkurveginn, þá gæti ég smá gefið í í þessari blíðu og var það æðislegt.  En það var stutt sæla, þegar ég er að snúa við missi ég hjólið á hliðina Crying Ömurlegt, já mitt flotta hjól er sem sagt rispað núna.........Frown Ég get svarið það að ég varð svo reið að ég grenjaði .....ég hringdi svo í Tobba minn sagði honum frá þessu.  Þessi elska var frábær og tókst honum að róa mig.  Ég fékk hjálp frá einhverjum vörubílstjóra að lyfta hjólinu og núna er það komið inn í skúr, doldið mikið tjónað.....Devil 

jæja best að reyna að elda matinn hér og jafna sig á þessum helv...... degi. 

Vonandi áttuð þið betri dag en ég.

Bless

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

já það er ekkki gott að eiga vonda daga ussumuss..og vonandi er í lagi með þig það er það sem skiftir máli snúlla....koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 1.4.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: E.R Gunnlaugs

en hvað það er nú gott að heyra að þú slappst ómeidd kæra vínkona!!

En já, suma daga þá veit maður ekki alveg af hverju maður var að hafa fyrir því að fara frammúr, en ég held að það sé samt sem áður ástæða fyrir því!

Hafðu það gott mín kæra,

E.R Gunnlaugs, 1.4.2008 kl. 18:22

3 identicon

Ohh svo leiðinlegir svona dagar. En sem betur fer ert þú heil :c) Og vonandi verður dagurinn á morgun betri.  Og vonandi er hgt að laga hjólið mín kæra :c)

Knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:57

4 identicon

Það er nú bara gott að ekki fór verr, það má alltaf laga dauða hluti eins og hjólið og það er fyrir mestu að allt er í lagi með þig Helga mín. En auðvitað er þetta ferlega svekkjandi en Tobbi verður ekki lengi að kippa því í lag fyrir þig og þið verðið farin að hjóla saman mjög flótlega. Bið að heilsa í bæinn, ég var að dæla inn nýjum myndum á síðuna hans Brynjars. Það styttist svo í að við hittumst aftur, hlakka mikið til!

Þín systir, Ditta.

Ditta syst (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:42

5 identicon

Jæja ég get bara ekki platað ykkur lengur.............ALLT í plati ,1. apríl   Já veit að þetta er ljótt, maður á víst að láta fólk hlaupa......en bloggið er málið í dag......Jæja það hljóp þó einhver í símann.

Vonandi fyrirgefið þið mér ? Það er sem sé allt í lagi með mig og það er bara fínt í vinnunni. 

Endilega látið mig vita ef það eru einhverjir fleiri sem trúðu þessu......hehehe

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband