Nýliðin helgi

Jæja þá er maður komin heim.........alltaf gott að koma heim. 

Á föstudaginn varð pabbi 60 ára og því var skellt sér í Skagafjörðinn í útilegu á landinu okkar.  Haldið var upp á afmælið á laugardaginn, mikið um kræsingar og var bara gaman. 

Við gistum í tjaldvagninum og var kalt fyrstu nóttina en þá seinni var hlýrri en lenti maður í smá veseni og svaf þar af leiðandi ekkert mjög vel. 

Fyrst vaknaði ég með lágan ( blóðasykur) og þurfti að finna mér eitthvað að borða.  En ég jafnaði mig á því og lagðist upp í aftur og þegar ég var alveg að sofna fann ég hreyfingu í vagninum.....svona eins og einhver væri að ganga um hann........settist ég því upp, sá að Tobbi og Aron Ingi sváfu við hliðina á mér og því voru þetta ekki þeir.....og ég sá engan annan á ferli. 

Því lagðist ég aftur en fannst samt eins og einhver væri þarna og fannst mér heyra eitthvað.  .......Settist því aftur upp og herti mig upp í að kíkja út um gluggann og nei ég sá engan þar. 

Ok þá lagðist ég aftur en losnaði ekki við þessa tilfinningu, þá heyrði ég smá hnegg......settist upp , vakti Tobbi og sagði honum að það væru ábyggilega hestar fyrir utan og bað hann að athuga það, hann var doldið lengi að ranka við sér og nennti ég ekki að bíða eftir því , leit út um gluggann og þá var vagninn, hjólið og bílinn umkringd hrossum.........SHIT hvað mér brá.....var nýbúin að kíkja út og sá ekkert........ekki skrítið að mér hafi fundist einhver vera á ferli.....þetta var bara við hausinn á manni.....!  

Það var rokið út og þau rekin í burtu en þar sem að þau fóru ekki út af landinu heldur lengra upp var ekkert annað að gera en að fara og smala þeim út af......svo að þau mundu nú ekki skemma bílana ( voru búin að smakka á þeim öllum en engin skemmdur). 

Ég fór og vakti pabba og töltum við á eftir þeim svo kom Ditta systir og stóð vaktina niðri svo að þau færu nú alveg örugglega út um hliðið, þetta hafðist og þá var bara að fara að sofa Sleeping 

Var lengi að ná mér niður og alltaf fannst mér ég heyra eitthvað fyrir utan en loksins sofnaði ég en um það bil klukkutíma seinna vaknaði ég aftur með lágan og varð að finna mér eitthvað sætt......og svo var málið að leggjast aftur á koddann. 

Loksins sofnaði ég ( um 6) og svo þurfti ég að vakna um 8 til þess að sprauta mig og var það erfitt og þá mundi ég að mig dreymdi ísbjörn á ferðinni http://reynalds.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Grin.png En ég var fljót að sofna aftur og svaf til 10.30.  Sem sagt þetta var erfið nótt..........Blush og var maður sko þreyttur þegar maður kom heim í kotið sitt. 

Í gær eignaðist Helena systir Tobba og Nonni litla prinsessu, 13 merkur og 50 cm.  Innilega til hamingju með litlu skvísuna.  Loksins hafði ég rétt fyrir mér Grin

Mér gengur vel að hætta að reykja og í dag eru komnar 2 vikur.  Reyndar var pínu erfitt um helgina þar sem að nokkrir reykja en það hafðist.  Ég hef forðast að vera nálægt sígó en núna er ég búin að vera nálægt reykingarfólki og fer ég því að treysta mér til þess að umgangast það.  Já ég hef forðast þá sem reykja en það er alls ekki svo að ég vilji ekki umgangast þá heldur verð ég bara að komast yfir það versta og held að það sé komið.......þá get ég loksins farið að hitta mína bestu frænku InLove  Sumir hafa verið að reyna að giska á af hverju ég er hætt og ætla ég að leyfa þeim að halda áfram að velta því fyrir sér..............hætti ég af því að mig langar til þess eða er ástæðan önnur? Hvað segið þið?

jæja nóg í bili

kveðja

Helga Hrönn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hahhaahha skondin saga. Já þú ert nú aldreilis dugleg að vera hætt að reykja.

Knús og kram á ykkur.

Sigurbjörg Guðleif, 23.6.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: E.R Gunnlaugs

ég kýs að svara ekki síðustu spurningu....

en vá hvað svona nætur gera út af við mann!!!

E.R Gunnlaugs, 23.6.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 21:06

4 identicon

Hæ hæ og takk kærlega fyrir skemmtunina um helgina það er ekki oft sem við lendum í smalamennsku um miðjar nætur, hahaha. Ég ætla bara að óska þér innilega til hamingju með allt! Heyrumst.

Ditta systir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:06

5 identicon

Hæ hó og takk fyrir síðast.

Þú ert bara duglegust að hætta þessum leiðindar sið að reykja. Gangi þér sem allra best og vonandi verða hestar ekki til að skemma nætursvefninn þinn aftur :)

Kveðjur úr sveitinni.

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:40

6 identicon

sjúkk að þetta voru hestar en ekki ísbirnir takk fyrir helgina;)

Rósa Dögg (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:00

7 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Innilegar hamingjuóskir með pabba. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 26.6.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband