Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Krílið komið....

....Þann 17. des fæddist drengur, hann var 3670 gr og 52 cm, alveg nákvæmlega eins og stóri bróðir.  Hann dafnar vel ;)

Niðurstöður könnunnar ; 

Bumbukrílið er..........
Stelpa 37,5%
Strákur 46,9%
get ekki giskað á það 15,6%
32 hafa svarað
Já fleiri giskuðu á strák og höfðu rétt fyrir sér ;)
Jæja nenni ekki að blogga meira, vonandi hafið þið haft það gott og Gleðilegt nýtt ár öll sömul :)
kveðja
Helga "strákamamma"

Krílið væntanlegt.......

.....Já loksins er komin dagsetning.  Ég  (og auðvitað kallinn ) mæti klukkan 9 í fyrramálið upp á kvennadeild í gangsetningu.  Vonandi gengur allt saman vel og við fáum krílið fljótt í faðminn InLove

 

Þangað til næst, knús og kossar

Helga Hrönn


Draumur....

Rósa mágkona sendi mér sms í dag og mátti ég til með að leyfa ykkur að lesa það, finnst það svo sætt :) :

"Dreymdi þig í nótt.  Þú hringdir og sagðir að þetta væri allt að koma hjá þér og ljósmóðirin sagði að þetta væri stelpa, en þú héldir að þetta væri strákur. 

Ein orðin pínu spennt, knús í hús (Rósa)"

já þá er bara að bíða og sjá hvort að ég hafi rétt fyrir mér í draumnum eða ljósmóðirin InLove

Annars er allt gott að frétta, skoðun næst þann 16. des og vonandi fæ ég dagsetningu þá......verð að viðurkenna það að ég er að verða doldið óþolinmóð.......langar að fara að fá krílið í fangið Heart

kveðja

Helga


alltaf í vandræðum með fyrirsögnina.......:(

Jæja best að reyna að blogga. 

Ég er byrjuð í mónitor 2svar í viku og er ég búin að fara í 3 skipti.  Fór í gær í mónitor og skoðun.  Var um það bil 30 mín í mónitor, ljósmæðurnar byrjuð eitthvað að "pískra" og heyrði ég bara að þær ætluðu ekki að samþykkja ritið og þá spurði ég þær hvort að það væri ekki allt í góðu?  Sögðust þær ekki ætla að samþykkja ritið , heldur ætti ég að sýna lækninum það og hann mundi samþykkja það ef það væri í lagi.  Vá hjartað missti úr nokkur slög.....jú ég var búin að finna mjög miklar hreyfingar og því áttaði ég mig ekki á því hvað væri eiginlega í gangi.  Ég fer því niður á biðstofuna þar og þurfi að bíða.........frekar óþægilegt að bíða og vita ekki neitt.  En loksins komst ég að og kíkti læknirinn á ritið og gat ekki samþykkt það, vildi að ég færi aftur í mónitor.........ó mæ.....þar misst hjartað fleiri slög úr Blush En skoðunin gekk annars vel.  Ég fór aftur í mónitor og þá kom ritið vel út.....hjúkk, hjúkk....þetta tók sko á, verð alveg að viðurkenna það.  Það var ekki hægt að samþykkja fyrra ritið vegna þess að hjartsláttur jókst ekki nógu mikið þegar barnið hreyfði sig.....en hitt kom vel út og því fengum við að fara heim InLove  Fer svo aftur á föstudaginn........nóg að gera en sko pottþétt þess virði og sko engin kvöð!  Á þriðjudaginn í næstu viku er svo vaxtarsónar og skoðun ......þá fæ ég endanlega dagsetningu....vívíví það er bara alveg að koma að því að við fáum krílið okkar Heart Læt ykkur vita þegar dagsetningin er komin!  

Af Aron Inga er allt gott að frétta, gengur alveg súpervel í skólanum.  Reyndar er hann farinn að koma svo mikið upp í til okkar á nóttinni.  Skil það ekki vegna þess að hann hefur sofið svo vel allar (nánast) nætur síðan hann var nokkra mánaða og hefur ekki komið svona mikið upp í eins og núna....held að hann sé búinn að koma upp í alla vega 5 daga í röð...frekar óvanalegt....en vonandi er þetta bara tímabundið og ekkert annað að hrjá hann.....alla vega segir hann að það sé allt í lagi.  Svo er bara að muna að huga vel að honum þegar krílið kemur og leyfa honum að taka mikinn þátt í öllu.  

Jæja núna er maður aðeins farinn að finna fyrir kreppunni.....reyndar ekki fyrr en um næstu mánaðamót....málið er að það er komið yfirvinnubann hjá kallinum og munar það sko alveg helling á útborgun, sennilega um 100.000 kr.  Hann mun því fá meira að vera í fæðingarorlofi.......en þetta reddast alltaf .....eða er það ekki?  Alla vega ætla ég ekki að hafa of miklar áhyggjur núna , heldur tökum við á þessu þegar það þarf.  Svo er hann að hugsa um að taka að sér smá "aukaverkefni" í skúrinn ......vitið af honum :)

jæja hvað á maður að bulla meira?  Bara allt að verða tilbúið, búin að skreyta, kaupa allar jólagjafir nema Arons Inga, búin að skrifa jólakortin....bara eftir að skrifa prinsessuna/prinsinn undir þegar að því kemur, búin að kaupa frímerkin............ætla að taka "jólahreingerninguna" seinna....enda eitthvað sem fer ekki neitt.  Var að spá í að baka en ætla að sleppa því, alla vega eins og er, hver veit kannski ég verði í stuði þegar ég er orðin léttari :)  

Halldór frænka kom í heimsókn í dag , mikið rosalega er gaman að fá góða vin í heimsókn.....gæðastundir þegar vinir manns kíkja við eða þegar maður hittir þá.....en því miður hittir maður þá ekki nógu oft.  Á morgun hittumst við svo , ég , Sibba og Arndís....hlakka ýkt mikið til.

jæja veit ekkert hvað ég á að bulla meira.....þangað til næst

kveðja

Helga Hrönn 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband