Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Aldrei bjóst .............

.......ég við því að blóta hjólafólki né "röfla" undan því en núna er mér nóg boðið Devil 

Vill byrja á því að taka það fram að sjálf er ég hjólamanneskja , á hjól og einnig maðurinn minn......svo að það sé á hreinu þá er ég ekkert á móti hjólafólk......

..............en er á móti því hjólafólk sem hagar sér á eftirfarandi hátt:  Málið er að ég bý rétt hjá Reykjanesbrautinni.  Í fyrra varð ég mjög sjaldan vör við hraðakstur mótorhjóla en núna í vor og sumar hef ég sko orðið mikið vör við hraðakstur þeirra..........reyndar er um glæfraakstur að ræða.  Alla oft hef ég vaknað um helgar við þvílík læti og ofsaakstur hjóla ( reyndar bíla líka en mun minna).  Í nótt um kl. 2 ( gerist alltaf um þetta leytið) vaknaði ég við hjól á ofsahraða, þau gáfu allt í botn og náði ég að telja hvað þau skiptu um marga gír.....eitt skiptið var um 3 gíra að ræða..........svona til viðmiðunar þá komast flestir racerar í 200 km í öðrum þegar það er verið að "standa" þá.  Þetta var þvílíkur hraði.......sennilega nokkuð yfir 200 km.....ég er ekki að segja það að ég hafi aldrei keyrt of hratt ( en mundi aldrei þora í 200) en við erum að tala um að þessi hjól eru innanbæjar og skapa gríðalega mikla hættu og valda íbúum ónæði.  Mjög ósátt við þetta liðDevil.......kemur óorði á okkur hin sem erum til fyrirmyndar Undecided  Veit að hjólafólk er að ræða um þetta og tala um ákveðinn hóp sem hagar sér svona og einnig er víst mikið um "vitleysinga" sem eru að byrja að hjóla. 

En hvar er lögreglan?  Ég bý rétt hjá henni og hefði ég nú haldið að hún heyrði líka í þeim..... en aldrei verð ég vör við hana, sé hana nánast aldrei á daginn.  Einnig hefur verið töluvert um hraðakstur og svo er einn bíll sem ég hef tvisvar orðið vitni að hann aki götuna hjá mér á ofsaakstri..........hámarkshraði e 30 en þessi bíll hefur farið hér í gegn á um 90 - 100........gjörsamlega straujar hraðahindranirnar.......hef ekki náð númerinu ......enda keyrir hann svo hratt.  En aldrei er löggan á ferðinni........hún ætti sko að vera vörð við þetta.  Er að spá í að hringja í hana og koma með þá tillögu að þeir efli eftirlitið hér .....alla vega í einhvern tíma.  Er skíthrædd um að þetta eigi eftir að enda mjög illa.....Gasp 

 

Helena og Nonni eru búin að skíra og heitir daman Kolbrún Lilja......en og aftur hafði ég rétt fyrir mér........var búin að segja að þetta nafn kæmi Tounge 

Komin 15.vikur í dag og gengur bara allt vel.  Hef fengið smá "köst" og langað alveg hrikalega í sígó en sem betur fer tekst mér að komast yfir þau.

jæja ég mátti til að pústa hér.......þangað til næst ..hafið það gott og farið varlega í umferðinni elskurnar mínar.

Kveðja

Helga Hrönn

p.s. takk kærlega fyrir öll kommentin......halda áfram að vera svona dugleg InLove 


Ástæðan fyrir að ég hætti að reykja og....

......ástæðan fyrir því að ég er ekki fallin Grin

20080625203332_5

Bumbukrílið væntanlegt 21. des InLove  komin 14.v og 5d núna Heart

kveðja

Helga Hrönn

 


Shit..........

.........hvað mig langar í sígrettu núna!  Er alveg á ystu nöf með að fara út í sjoppu og kaupa mér pakkaW00t  Hvað á ég að gera núna???? Hvað virkar til að koma í veg fyrir þetta?

kveðja

ég


Nýliðin helgi

Jæja þá er maður komin heim.........alltaf gott að koma heim. 

Á föstudaginn varð pabbi 60 ára og því var skellt sér í Skagafjörðinn í útilegu á landinu okkar.  Haldið var upp á afmælið á laugardaginn, mikið um kræsingar og var bara gaman. 

Við gistum í tjaldvagninum og var kalt fyrstu nóttina en þá seinni var hlýrri en lenti maður í smá veseni og svaf þar af leiðandi ekkert mjög vel. 

Fyrst vaknaði ég með lágan ( blóðasykur) og þurfti að finna mér eitthvað að borða.  En ég jafnaði mig á því og lagðist upp í aftur og þegar ég var alveg að sofna fann ég hreyfingu í vagninum.....svona eins og einhver væri að ganga um hann........settist ég því upp, sá að Tobbi og Aron Ingi sváfu við hliðina á mér og því voru þetta ekki þeir.....og ég sá engan annan á ferli. 

Því lagðist ég aftur en fannst samt eins og einhver væri þarna og fannst mér heyra eitthvað.  .......Settist því aftur upp og herti mig upp í að kíkja út um gluggann og nei ég sá engan þar. 

Ok þá lagðist ég aftur en losnaði ekki við þessa tilfinningu, þá heyrði ég smá hnegg......settist upp , vakti Tobbi og sagði honum að það væru ábyggilega hestar fyrir utan og bað hann að athuga það, hann var doldið lengi að ranka við sér og nennti ég ekki að bíða eftir því , leit út um gluggann og þá var vagninn, hjólið og bílinn umkringd hrossum.........SHIT hvað mér brá.....var nýbúin að kíkja út og sá ekkert........ekki skrítið að mér hafi fundist einhver vera á ferli.....þetta var bara við hausinn á manni.....!  

Það var rokið út og þau rekin í burtu en þar sem að þau fóru ekki út af landinu heldur lengra upp var ekkert annað að gera en að fara og smala þeim út af......svo að þau mundu nú ekki skemma bílana ( voru búin að smakka á þeim öllum en engin skemmdur). 

Ég fór og vakti pabba og töltum við á eftir þeim svo kom Ditta systir og stóð vaktina niðri svo að þau færu nú alveg örugglega út um hliðið, þetta hafðist og þá var bara að fara að sofa Sleeping 

Var lengi að ná mér niður og alltaf fannst mér ég heyra eitthvað fyrir utan en loksins sofnaði ég en um það bil klukkutíma seinna vaknaði ég aftur með lágan og varð að finna mér eitthvað sætt......og svo var málið að leggjast aftur á koddann. 

Loksins sofnaði ég ( um 6) og svo þurfti ég að vakna um 8 til þess að sprauta mig og var það erfitt og þá mundi ég að mig dreymdi ísbjörn á ferðinni http://reynalds.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Grin.png En ég var fljót að sofna aftur og svaf til 10.30.  Sem sagt þetta var erfið nótt..........Blush og var maður sko þreyttur þegar maður kom heim í kotið sitt. 

Í gær eignaðist Helena systir Tobba og Nonni litla prinsessu, 13 merkur og 50 cm.  Innilega til hamingju með litlu skvísuna.  Loksins hafði ég rétt fyrir mér Grin

Mér gengur vel að hætta að reykja og í dag eru komnar 2 vikur.  Reyndar var pínu erfitt um helgina þar sem að nokkrir reykja en það hafðist.  Ég hef forðast að vera nálægt sígó en núna er ég búin að vera nálægt reykingarfólki og fer ég því að treysta mér til þess að umgangast það.  Já ég hef forðast þá sem reykja en það er alls ekki svo að ég vilji ekki umgangast þá heldur verð ég bara að komast yfir það versta og held að það sé komið.......þá get ég loksins farið að hitta mína bestu frænku InLove  Sumir hafa verið að reyna að giska á af hverju ég er hætt og ætla ég að leyfa þeim að halda áfram að velta því fyrir sér..............hætti ég af því að mig langar til þess eða er ástæðan önnur? Hvað segið þið?

jæja nóg í bili

kveðja

Helga Hrönn

 

 


Reyklaus og fyrsta útilegan í sumar...

Já þá er mins orðin reyklaus Grin Ég drap í 8. júní og hef ekkert reykt síðan.....! 

Ég byrjaði að reykja þegar ég var 14 ára, sem sagt í rétt um 19 ár.  Hef gert nokkrar tilraunir til að hætta en ekki margar.  Núna ákvað ég þennan dag 9. júní með ágætis fyrirvara og hugsaði hvernig ég ætlaði að gera þetta.  Ég nota extra- tyggjó, sykurlausan grænan opal og hlusta stundum á disk eftir Guðjón Bergmann "brostu þú ert reyklaus".......eins og mér fannst það hrikalega fyndið þegar Tobbi lá og hlustaði á hann fyrir 1 1/2 ári,,,,,þá er það alveg ótrúlegt hvað hann virkar.  Ég hef forðast aðstæður þar sem ég held að ég eigi mjög erfitt með að standast, en mér finnst mjög gott að finna sígólykt......s.s. þegar ég er að labba inn í kringluna. 

Þetta er búið að vera léttara en ég hélt, dagur 1 var hell, 2-4 allt í lagi en dagur 5 var HELL.  Allan föstudaginn og fram á miðjan laugardag hugsaði ég ekki um neitt annað en sígó og hvað ég væri til í eina......BARA eina, og skapið var sko eftir því....Devil Tobbi var í fríi á föstudaginn og því voru hann og Aron Ingi báðir hér heima um 16 og var ég alveg að missa mig.......ákvað ég því bara að loka mig inn í herbergi með bók og reyna svo að leggja mig .......svona áður en ég léti skapið mitt bitna virkilega mikið á þeim, og virkaði það .....alla vega lagði ég mig og lét það ekki bitna á þeim, en því miður var ég ennþá í vondu skapi þegar ég vaknaði Crying

Á laugardaginn var svo stefnan tekin á útilegu.  Ég ekkert voðalega spennt enda lífið mitt bara leiðinlegt þegar ég gæti nú ekki fengið mér að reykja .....ekki einu sinni í útilegu Errm Skruppum í smá heimsókn til Dóra og co og svo var brunað úr bænum.  Á leiðinni á Laugarvatn var skapið farið að skána og hugsanir mínar farnar að snúast um eitthvað annað en "gömlu vinkonurnar", sem betur fer.  Já var sem sagt komin í ágætis skap þegar við komum á Laugarvatn....í sól og blíðu Grin  En þá var að tjalda blessaða tjalvagninum og það fyrst sem kom upp í huga mér þá var að halda ró sinni og gera þetta í sameiningu........(eigum það til að vera pínu pirruð út í hvort annað þegar verið er að tjalda)  og Tobbi hefur greinilega ákveðið að gera það sama.......og gekk bara allt vel Grin 

Bjarki, Inga og Emilía komu um 19.30.  Það var grillað, setið og spjallað við smá "varðeld" og svo var lagt sig um 1. Ekki sváfum við mjög vel þessa nótt, vagninn skakkur hjá okkur og svo þurfti einhver hálfviti á ferðabíl að starta honum kl. 7 , aftur kl.8 og aftur kl.9 og eftir það gekk hann í tvo tíma Devil Alveg ótrúlegt sumt fólk.....svona "PALLI einn í heiminum - syndrome".........óþolandi svona pakk!

Við vorum komin heim um 14.30 og var sko tekið því rólega enda mjög þreytt.  Aron Ingi horfði á mynd og við lögðum okkur í sófanum :)  Svo var audda horft á handboltann......flott hjá strákunum en því miður dugði það ekki. 

jæja læt þetta nægja í bili.............MUNA AÐ KVITTA Grin

kveðja

Helga Hrönn


Voðalega.......

......eru margir orðnir hörundssárir.

Það má bara ekkert gera eða segja lengur.  Finnst þetta skemmtilegar auglýsingar og Jón Gnarr algjört "rassgat" í þeim.....og fleiri Smile 

 


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekkert að gerast á Íslandi?

.......nei greinilega ekki! Ráðherrar halda áfram að eyða, engin kreppa á Íslandi í dag Devil
mbl.is Utanríkisráðherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggstífla......

......hefur verið að hrjá mig undanfarið....en ætla að reyna að blogga smá núna.

Helgin var bara fín.  Laugardagurinn fór í að liggja í leti.  Mikið hrikalega var ég þreytt, svaf til 12.30, þegar ég vaknaði voru feðgarnir farnir í bónus.  Svo komu þeir heim og horfðum við á eina mynd.  Árni kom svo í smá kaffi og steinsofnaði ég í sófanum og á meðan fóru feðgarnir aftur út.  Rumskaði ég svo þegar þeir komu aftur heim, Tobbi grillaði og ég lá ennþá í leti.....veit ekki hvað var málið en ég hefði sko getað sofið meira.  Um kvöldið var svo horft á einn dvd.  Vel úthvíld eftir þennan dag.

Á sunnudeginum var svo stefnan að fara í tvö afmæli, hjá Dóra (bróðir Tobba ) sem var 35 ára og svo til Kristínar Lilju sem verðu 5 ára 5. júní.  Um kl. 13 fengum við sms frá Dóra og voru þau stödd upp á fæðingardeild ( Sigrún var sett 26.maí) og afmæliskaffi því frestað Grin  Við skelltum okkur í afmælið hjá Kristínu Lilju og audda var mjög gaman þar og mikið um kræsingar.  Um 21 fengum við LOKSINS sms frá Dóra og var lítil prinsessa komin í heiminn InLove  Hún fæddist kl. 19.20 og var 3420 gr og 49 cm, algjör draumastærð Smile Mæðgum heilsast vel.  Þetta er fyrsta barn Sigrúnar en Dóri á einn strák fyrir.  Dóri fékk hana því í afmælisgjöf........maður getur sko ekki fengið betri gjöf....Heart

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna InLove

Ég er alltaf að sjá það betur hvað Tobbi er góður í að giska á kynið.....ég og Jórunn sögðu í gær að strákurinn væri að koma en Tobbi alveg pottþéttur á því að það væri stelpa......og hefur hann oft áður giskað á þetta m.a. með Aron Ingi, hann var sá eini sem sagði að hann væri strákur en allir aðrir sögðu að hann væri stelpa.  Bara gaman að þessu. 

Nú fer skólanum alveg að ljúka, í dag er vorhátið og þarf ég ekki að mæta fyrr en um 12.30.  Ég og Aron Ingi sváfum því út í morgun ( til 8.30) tókum því rólega hér heim og svo fór hann á leikskólann um 10.  Hann kemur með leikskólanum í dag í skólann hjá mér og þar munu þau syngja fyrir gesti og gangandi,.......hlakka mikið til að sjá hann þarGrin 

jæja læt þetta nægja í bili.....

kveðja

Helga Hrönn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband