Loksins, loksins.....

.......get ég farið að njóta meðgöngunnar í botn InLove  Já við (ég, tobbi og krílið) vorum í sónar í morgun.  Fórum fyrst í venjulegan sónar og kom allt vel þar út InLove og krílið dafnar vel.  Allt eins og það á að vera, öll líffæri á sínum stöðum og barnið í réttri þyngd....( bara nánast eftir bókinni, er 296 gr en í bókinni er talað um 300 g...hehehe). 

Þvílíkur léttir, mig er búið að kvíða doldið mikið fyrir þessum sónar, ástæðan ? Veit ekki alveg, en sennilega sú að ég veit mikið um þetta og gerði ég eitt stórt verkefni um fósturgreiningu í skólanum.  Sónarinn er ekkert annað en fósturgreining sem oftast fer vel og foreldrar fá myndir.  Einnig var ég hrædd gríðarlega mikið af einum lækni þegar ég gekk með Aron Inga.  Frábært að allt er í lagi með krílið ......enda er það sem maður óskar heitast...Heart og núna er að fara slaka aðeins á og njóta þess að vera ólétt :)

Skruppum við öll í bakarí og fengum okkur að borða áður en við áttum að mæta aftur.  Já næst var það Barnaspítali Hringsins til þess að fara í hjartaómskoðun.  Þar sem að krílið hreyfði sig mikið og það ennþá svona lítið náði hann ekki að skoða allt eins og hann vildi.......en það sem hann sá leit vel út og allt í orden.  Læknirinn vill samt hitta okkur í sept byrjun til að ljúka skoðuninni.....gera hlutinn eins og það á að gera hann!!! En hann ítrekaði að það sem hann sá væri allt í lagi og liti vel út.  Þannig að við förum bara aftur......hva munar ekki um eina sjúkrahúsferðina til viðbótar.....hehehehe.

bumbukrílið . 20v og 3d

 

 

 

 

 

 

 

 Krílið okkar HeartInLoveHeart, 20v og 3d.

Aron Ingi var hjá Jórunni og Árna á meðan og gekk það vel.........enda er hann alveg einstaklega þægilegur.....þó ég segi nú sjálf frá HeartVEiða á Reynisvatni

 

 

 

 

 

 

 HeartAron Ingi að veiðaHeart

Takk kærlega fyrir pössunina og kaffið ......já og spjallið Grin

 

Tobbi er loksins kominn í frí aftur og verður núna í þrjár vikur.  Ég byrja á föstudaginn í næstu viku að vinna en þá verða feðgarnir tveir heima.....þangað til að skólinn byrjar.  Já það er alveg að bresta á ......litli strákurinn minn er að fara í skóla.  Er búinn að vera að tala um það við hann að fara og kaupa skóladót......en hann er nú ekkert spenntur fyrir því.......segir bara;  "uuhhh kannski seinna"  eða "held ekki núna"........bara fyndinn.  Hann segist samt hlakka til að byrja en langar ekki mikið að fara að versla Grin

Jæja læt þetta nægja núna

Þangað til næst...........Cool

Kveðja

Helga Hrönn

p.s.  Gengur vel í reykleysinu, komnar rúmlega 8. vikur og þær verða sko mun fleiri....hehehehe

 

Er alvarlega að hugsa um að flytja bloggið mitt..........er alveg að verða brjállllllllluð af þessari síðu.....svo lengi að öllu og svo virkar ekki allt..ömurlegt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan. Gott að allt gekk vel. Takk fyrir síðast þetta var æði að hittast með kallana

Knús og kram til ykkar

Sigurbjörg Guðleif, 6.8.2008 kl. 17:29

2 identicon

Hæ hæ, frábært að allt gengur svona vel, bara alveg einsog það á að vera :-) Hafið það gott og við heyrumst!

Kv, Ditta. 

Ditta syst (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 19:25

3 identicon

Hæ hó og takk fyrir síðast.

Elsku dúllur til hamingju með góðar skoðanir og gott að létta á kvíðanum og áhyggjunum, við hefðum kannski ekki átt að gera svona gott verkefni hahaha. Nú er bara að njóta óléttunnar og þess að vera saman í fríi :)

Hafið það gott dúllur,

Kveðja,

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 21:42

4 identicon

til hamingju með þetta allt saman helga mín:) og vá hvað þú ert dugleg í reykleysinu 

 manni líður betur að vita að allt séá sínum stað og krílið með 10 tær og 10 fingur - eins og þú segir að eftir námið þá veit maður OF mikið um allt það sem getur farið úrskeiðis í ferlinu og hvað þarf í rauninni lítið til...  en nú er um að gera fyrir þig að njóta lífsins ólétt og sæt þar sem staðfestingin er komin á því að allt sé í lagi með krílið.

hafið það rosalega gott saman í fríinu

knús í hús

sb og 26 vikna bumbuskvísan

stefy (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband