Árið 2010 í ríki gagnagrunnanna.......

SÍMASTÚLKA: Pizza plúúúús!
Viðskiptavinur: Halló, ég ætla að panta pizzu hjá ykkur...
SÍMASTÚLKA: Sjálfsagt, ég þarf að fá kennitöluna þína.
VIÐSKIPTAVINUR: Kennitöluna, já hún er 180869-4859.
SÍMASTÚLKA: Já, Jón Jónsson, heimilisfang Fálkagata 17, símanúmer 5809957. Þú vinnur í
herbergi nr. 23 hjá Landsvirkjun og GSM númerið þitt er 879-4138. Úr hvaða síma hringirðu?
VIÐSKIPTAVINUR: Ha, ég? Heimasímanum. Hvar náðirðu í allar þessar upplýsingar?
SÍMASTÚLKA: Við erum tengd við netið.
VIÐSKIPTAVINUR: (andvarpar) Já, ég ætla að fá tvær lúxuspizzur með kjötáleggi...
SÍMASTÚLKA: Ég held þú ættir að sleppa því, Jón.
VIÐSKIPTAVINUR: Hvað meinarðu?
SÍMASTÚLKA: Jón, í sjúkraskýrslunni þinni stendur að þú hafir mjög háan blóðþrýsting og allof hátt kólesteról. Líftryggingafélagið þitt leyfir þér ekki að borða svona óhollan mat.
VIÐSKIPTAVINUR: Hverju mælirðu þá með?
SÍMASTÚLKA: Þú ættir að prófa fituskertu sojabaunapizzuna okkar með jógúrtsósunni. Ég er viss um að þér þykir hún góð.
VIÐSKIPTAVINUR: Hvernig dettur þér í hug að ég mundi vilja eitthvað svoleiðis?
SÍMASTÚLKA: Nú, þú tókst "Gæðauppskriftir með sojabaunum" á bókasafninu í síðustu viku. Þess vegna stakk ég upp á þessu.
VIÐSKIPTAVINUR: Ókey, ókey. Sendu mér tvær í fjölskyldustærð. Hvað kostar þetta svo?
SÍMASTÚLKA: Það ætti að nægja þér, konunni og börnunum fjórum. Kostnaðurinn er 4.589 krónur.
VIÐSKIPTAVINUR: Ég ætlað að borga með kreditkortinu. Númerið er...
SÍMASTÚLKA: (grípur fram í) Því miður, en þú verður að borga út í hönd. Þú ert kominn yfir á kortinu.
VIÐSKIPTAVINUR: Ég hleyp þá bara í næsta hraðbanka með debetkortið og tek út pening áður en bílstjórinn ykkur kemur.
SÍMASTÚLKA: Það gengur ekki heldur. Þú er búinn með yfirdráttinn á tékkareikningnum.
VIÐSKIPTAVINUR: Jæja, jæja, sendu bara pizzurnar og ég hef peningana tilbúna. Hvað tekur það langan tíma?
SÍMASTÚLKA: Við erum aðeins í seinni kantinum, gæti verið um 45 mínútur. Ef þér liggur á gætirðu sótt þær um leið og þú nærð í peningana, en það er auðvitað frekar erfitt að flytja pizzur á mótorhjóli...
VIÐSKIPTAVINUR: Hvernig veistu að ég er á mótorhjóli?
SÍMASTÚLKA: Það stendur hérna að bíllinn hafi verið gerður upptækur vegna vangreiðslna á bílaláninu. En Hondan er fullgreidd svo ég gerði ráð fyrir að þú mundir koma á henni.
VIÐSKIPTAVINUR: @#%/$@&?#!
SÍMASTÚLKA: Gættu þín á orðalaginu, Jón. Þú er þegar búinn að fá á þig einn dóm fyrir að blóta í návist lögreglumanns, í júlí 2006.
VIÐSKIPTAVINUR: (orðlaus)
SÍMASTÚLKA: Var það eitthvað fleira?
VIÐSKIPTAVINUR: Nei, ekkert. Jú annars, hvað með þessa tvo lítra af kók sem fylgja frítt með pizzunum frá ykkur?
SÍMASTÚLKA: Því miður, Jón, en í smáa letrinu í auglýsingunni frá okkur stendur skýrum stöfum að við sendum ekki ókeypis gosdrykki til sykursjúkra.
It's Not Fair

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús til þín elskulegust og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: E.R Gunnlaugs

hehe, þá veistu hvað bíður þín!!

En svona að því gríni slepptu, þá væri það nú bara fínt að fá svona utanaðkomandi aðhald... amk svona fólk eins og ég hehe

vonandi hefur þú það gott, er ekki málið að reyna smala í smá kaffihúsahitting í ágúst...

E.R Gunnlaugs, 27.7.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hahahah snilld. Knús og kram til þín

Sigurbjörg Guðleif, 27.7.2008 kl. 11:10

4 identicon

Hæ hó.

Já svona verður þetta í framtíðinni ef við förum ekki að huga betur að persónuupplýsingum okkar, t.d. öllum upplýsingum sem hægt er að lesa úr hinum ýmsu þjónustu-afsláttarkortum um neysluvenjur okkar :S

Annars er þetta náttúrulega bara skondið símtal sem verður vonadi aldrei að veruleika hahaha.

Eva ef ég má vera með í kaffihúsahitting þá er ég sko til ;)

Hvernig gengur annars með dæluna??

Kveðjur úr "sveitinni"

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband