Komin tími ......

.........að segja ykkur frábærar fréttir.  Þar sem að ég er búin að segja mínu nánustu þær , ákvað ég að deila þeim með ykkur hér á blogginu. 

Þann 5. apríl fékk ég bónorð frá mínum heittelskaða.  Við vorum stödd í 1350 metra hæð á Langjökli þegar þessi elska bara það upp.  Það var yndisleg og frábær stund, svo rómó InLove Og audda sagði ég já.......erum búin að vera saman í bráðum 16 ár og LOKSINS kom það.  Var nú samt ekki farin að örvænta.......þvert á móti.....þetta kom mér mjög á óvart. 

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 049

Þessi mynd var tekin ca. 2.mín áður en bónorðið kom.

Í dag var ég að bóka kirkju og sal og finna mér ljósmyndara.  Og það gekk fram úr öllum vonum vegna þess að þetta var allt laust daginn sem við viljum gifta okkur.  Brúðkaupsdagurinn verður 20. september 2008 og verðum við gefi saman í Lágafellskirkju...Heart

http://b2.is/?sida=tengill&id=281262

Þá er bara að vona að presturinn sem við viljum sé laus þá Woundering, kanna það á morgun. Svo er að tala við söngvarann sem við höfum í hugaWhistling.  alla vega ætla ég ekki að syngja........GrinShockingWhistling

jæja læt þetta duga í bili,

hafið það gott elskurnar mínar

kveðja

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elsku elsku elsku hjónaleysin mín:) INNILEGA TIL HAMINGJU:):):)

þetta er BARA dásamlegt

við verður báðar orðnar frúr áður en árið er liðið thíííí....

knús á ykkur

hummm.... og já ég þarf að segja þér svoldið það er rétt hjá þér hihihih.... fiskisagan flýgur hratt hef ég heyrt hahaha.... en spurning um að kíkka í kaffi í fjörðinn eða þú á mig í voginn;)

verum í bandi

bumbulíusinn;)

stefy (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:32

2 identicon

Takk fyrir það stelpur

Já stebba við verðum að fara að hittast, tók eftir þessu á blogginu hjá Evu

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:36

3 identicon

OMG til hamingju !!!!  Jesús...grenjuskjóðan ég fór nú bara að grenja þegar ég las þetta ! lol bwhaha....

Ohh þetta er svo æði...tími til komin *hóst*tobbi* haha...

Vonandi fáiði prestinn og allt sem þið viljið í brúðkaupið !

Og ég heimta að fá að fylgjast með undirbúningnum hérna á blogginu góða mín muahah....

Ef þú þarft einhverja hjálp eða eitthvað esskan þá veistu hvar mig er að finna

Knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:01

4 identicon

Takk kærlega fyrir það Melanie

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:10

5 identicon

Elsku Helga og Tobbi loksins loksins hehe, innilega til hamingju elsku bestustu krúttin mín. Verð að fara að kíkja til ykkar sem fyrst híhí (alltaf á leiðinni) :)

Guðrún Ösp (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:28

6 identicon

Elsku Helga og Tobbi, til hamingju með þetta og ég væri sko til í að sjá söngatriði hjá þér við altarið Við erum nú svo söngelsk þessi familía hahaha. Mikið hlakkar mig til!! Heyrumst! 

Og Stebba til hamingju með bumbubúann!

 Kveðja,

Ditta syst. 

Sigurlaug Reynalds (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:40

7 identicon

Elsku Helga og Tobbi   Til hamingju með þetta allt saman, þið eruð ekki lengi að redda þessu.Ég er lukkuleg með að fá Tobba sem tengdason hann er bara yndislegur.   Kveðja af Króknum

mamma (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:24

8 identicon

Hana ..það kom að því að ég kvittaði hjá þér Helga:)

Núna ætla ég að grafa stríðsöxina og óska ykkur hjúum innilega til hamingju með væntanlegan brúðkaupsdag. Þið eru frábær saman.

Óska ykkur alls hins besta.

Bestu kveðjur Inda

Ps ....öfunda ykkur af því að komast á fjöll :)

Inda (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:53

9 identicon

Vá æðislegt. Innilega til hamingju með þetta allt saman :o)

Bestu kveðjur, Inga og co 

Inga (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 15:00

10 identicon

Hæ Helga og Tobbi.

Til hamingju dúllur og flottur staður fyrir bónorð!! Munið bara að gera þetta eftir ykkar höfði en ekki annarra sem vilja vera voða góðir að hjálpa að plana og skipuleggja ;)

Kveðjur,

Lilja og Bjarni

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:17

11 identicon

Takk , takk fyrir þetta allt

Já þetta verður sko eftir okkar höfði :)

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:49

12 identicon

Fannst engun myndbandið fyndið ?

Alla vega var ég í kasti...........

kveðja

ég

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:51

13 identicon

Jæja Jórunn..........búin að bóka prestinn.  Hún er bara frábær.........Heitir Guðbjörg og skírði m.a. Aron Ingi.

Vá hvað það er frábært hvað allt smellur.......allir lausir þennan dag, þá er bara að vona að söngvarinn sé laus

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:21

14 identicon

Takk Jórunn

Veit að allir sem hafa boðist til að hjálpa eru allir af vilja gerðir og meina allt mjög vel  enda á ég eftir að nýta mér hjálpsemina .......

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:33

15 Smámynd: E.R Gunnlaugs

Elsku Helga og Tobbi, til lukku með þetta :) Æðislegt!!

og takk kærlega fyrir kveðjurnar,

kv. Eva, Ágústa og Valur ;) 

E.R Gunnlaugs, 30.4.2008 kl. 00:01

16 identicon

Til lukku turtildúfur 

Rósa dögg (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 17:46

17 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Innilegar hamingjuóskir með bónorðið. Ég á afmæli þann dag, þannig að núna munið þið mig forever..hehe. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 30.4.2008 kl. 20:55

18 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Til hamingju með drenginn:) gleymi aldrei deginum þegar hann fæddist Hann er svo mikill gullmoli þessi drengur. Vonast til að geta eytt tíma með þér Helga Hrönn í brúðkaups spjall. Mjög heppilegt að þið giftið ykkur á undan okkur þá get ég stolið hugmyndum frá þér Djók

Elska þig

Sigurbjörg Guðleif, 30.4.2008 kl. 23:13

19 identicon

Loksins....til hamingju!

sumt tekur bara tíma, hnéin í lagi og svona, gott að vita. Frábært, frábært. Svo bara að leyfa okkur að fylgjast með hvernig undirbúningurinn gengur.

Til lukku til lukku Kveðja Edda

Edda (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:55

20 identicon

hey hey til hamingju frænka loksins kom að þessu hjá ykkur heheheheh nu ertu orðin gömul gift kona hehehehe love ju kv.frá eyjum

joa (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:02

21 Smámynd: Landi

Til hamingju með bónorðið.

Það hefði sko líka verið flott að halda brúðkaupið á jöklinum....nánar tiltekið við skálann Fjallkirkju

Landi, 3.5.2008 kl. 10:14

22 identicon

Takk fyrir þetta allir

Ég mun vonandi blogga aftur í næstu viku.......tölvan mín hrundi og því hef ég ekkert getað svarað .........

En og aftur takk fyrir þessu komment.

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband