Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar öll sömul og takk kærlega fyrir veturinn. 

Já það er ekki hægt að segja annað en að veturinn hafi endað á viðburðaríkan hátt.  Ætla nú ekki að tjá mig mikið um það vegna þess að ég verð svo hrikalega reið yfir þessu, þ.e.a.s. hvernig stjórnvöld og lögregla hafa hagað sér.  Ætla þeir virkilega að skella þessu öllu á vörubílstjóra????  Ég stend með mótmælendum, vörubílstjórum og öðrum.

Talandi um lögbrjóta........hvað með alla þennan hraðakstur?  Grísa á að það séu um 90% sem keyra of hratt , bara á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni.  Eru þeir ekki að stofna öðrum í hættu?  Hvar eru aðgerðir lögreglu þar?? 

Jæja gott fólk þá er að halda vel í minnið sitt eða skrifa niður fyrir næstu kostningar...höfum allt of oft misst minnið.

Ok er hætt að skrifa um þetta núna... Devil

Vonandi eigið þið góðan dag og vonandi fáum við gott og sólríkt sumar Cool

Æi eitt en ; Veit einhver hvar maður getur styrkt vörubílstjóra, þ.e.a.s. lagt inn á þá?  Langar mikið að styrkja þá, sérstaklega í ljósi þess að margir þeirra fá væntanlega sekt.  Endilega komment ef þú veit um þetta.

kveðja

Helga Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ elskan. Gleðilegt sumar. Já ég væri til í að fá reikningsnúmerið hjá vörubílstjórum. Endilega settu það hérna inn ef þú færð upplýsingar um það.

Knús og kram.

Sigurbjörg Guðleif, 24.4.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Helga Hrönn mín ,Gleðilegt sumar og takk fyrr vetrurinn elskan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Gleðilegt sumar og ég er sammála þér settu þetta hér inn ef þú heirir eithvað.. koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 24.4.2008 kl. 18:03

4 identicon

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Sammála þér með atburðinn í gær, ferlega harkalegt hjá löggunni. Ég styð bílstjórana alveg 100% Kv. Ditta systir.

Sigurlaug Reynalds. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:06

5 identicon

Gleðilegt Sumar !

Melanie Rose (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:41

6 identicon

gleðilegt sumar til ykkar og takk fyrir veturinn:)

sunnýkveðja

stefý

stefy (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:30

7 identicon

Takk fyrir kommentin allar:)

Stebba, á ekki að segja neitt meira?  Endilega tell me more.....er svo forvitin......TIL HAMINGJU

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:14

8 identicon

Hæ hó og gleðilegt sumar.

Já þessi mótmæli eru nú að fara alveg úr böndunum finnst mér. Engin afsökun þó menn séu pirraðir að berja lögregluna!! Fórstu að hjóla í gær? Bjarni minn fór og var víst geggjað, ég að læra ;) Ætlið þið ekki 1. maí?? Kannski hittumst við þá :)

Kveðja,

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:32

9 identicon

Hæ Hæ

Nei þessi sem réðst á lögguna gekk of langt.........en maður má ekki dæma allan hópinn út af svarta/svörtu sauðinum/sauðunum......

Veit ekki með 1. maí........er bara ekki farin að hugsa svo langt.....en læt þig vita

kveðja

Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband