Loksins....loksins....
2.7.2008 | 16:12
......komin í sumarfrí. Ég vann á mánudaginn og svo bara komin í frí....verð í fríi til 15. ágúst.
Reyndar fer mikill tími í læknisheimsóknir ...eiginlega of mikill......en svona er það. Ég fór í síðustu viku , aftur í gær.....svo á ég að mæta 15. júlí, 29.júlí og 6. ágúst.
Sennilega þarf ég að mæta mikið meira í lok júlí þar sem að ég á sennilega að fá insúlíndæluna...... Kynnti mér hana aðeins í gær og svei mér þá veit bara ekki hvað mér finnst um hana
Jú hún er víst algjör bylting en ég mikla svo fyrir mér að "flækjast" með hana utan á mér. Ég geng aldrei með belti, ekki í buxum með vasa ..svo hvað á ég að gera við hana? Æi þetta eru bara vangaveltur vonandi er þetta algjört æði og ég verða svaka ánægð með hana.
Ef þú hefur einhverja skoðun á dælunni endilega kommentaðu um það.
jæja læt þetta nægja í bili, hafið það gott öll sömul
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
Ég hef ekkert heyrt um þessa dælu:) Ef hún gerir þér gott þá er um að gera að prófa.
Knús á ykkur og hafið það gott.
Sigurbjörg Guðleif, 2.7.2008 kl. 18:26
Hæ Hæ takk fyrir þetta stelpur
Jórunn , óléttan mín flokkast undir áhættumeðgöngu vegna sykursýkinnar
Margt sem þar að huga sérstaklega að t.d. getur sjón versnað, blóðþrýstingur hækkað, sykur í þvagi, hækkandi blóðsykur.....og fleira 
kveðja
Helga Hrönn
Helga , 2.7.2008 kl. 19:31
HALLÓ HAFNAFJÖRÐUR!!!!! ég hef ekki kíkkað inn á bloggið þitt í LANNNNGGAN tíma - það eru aldeilis fréttir sem maður er að lesa
innilega til hamingju með baunina bæði tvö
þetta er náttlega BARA æði
það er aldeilis að við erum samtaka í lífinu þessa dagana, báðar að verða frúr og báðar bumbulínur
thííhíí..... þetta er svona álíka og þegar við hittumst á ssr forðum daga, báðar að fara að vinna á holtaveginum og báðar á leið í þroskaþjálfan
það er einhver ósýnilegur þráður á milli okkar - það er klárt
vona að þú sért hress dúllan mín og farir varlega (hljóma ég eins og mamma eða???
) það er gott að það er fylgst vel með ykkur litla krílinu 
já og ekki mál gleyma reykleysinu
þú stendur þig frábærlega vel í þeim málum og ég efa ekki að þú stenst þetta allt saman (maður er nú farin að þekkja þrjóskuna í þér hummm....
svo ég trúi 100% á að þér tekst að hætta forever)
babyknúskveðja á þig og tobba
sb
stefy (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 19:55
Já stebba þetta er bara skondið..........
Við ákváðum að fresta brúðkaupinu fram á næsta ár.......en við verðum báðar með lítil kríli í lok ársins.
Langar alveg hrikalega mikið að vita hvenær þú ert sett...?
Knús og kossar á þig og þína
Helga , 2.7.2008 kl. 20:59
Kvitt,kvitt um að gera að prófa þessa dælu, Hva er bara búið að fresta stóra deginum???
Ditta syst (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:19
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:50
Gangi þér rosalega vel í öllum þessum læknis dóti. Vonandi ferðu ekki að dreyma hvíta sloppa. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 7.7.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.