Aldrei bjóst .............

.......ég við því að blóta hjólafólki né "röfla" undan því en núna er mér nóg boðið Devil 

Vill byrja á því að taka það fram að sjálf er ég hjólamanneskja , á hjól og einnig maðurinn minn......svo að það sé á hreinu þá er ég ekkert á móti hjólafólk......

..............en er á móti því hjólafólk sem hagar sér á eftirfarandi hátt:  Málið er að ég bý rétt hjá Reykjanesbrautinni.  Í fyrra varð ég mjög sjaldan vör við hraðakstur mótorhjóla en núna í vor og sumar hef ég sko orðið mikið vör við hraðakstur þeirra..........reyndar er um glæfraakstur að ræða.  Alla oft hef ég vaknað um helgar við þvílík læti og ofsaakstur hjóla ( reyndar bíla líka en mun minna).  Í nótt um kl. 2 ( gerist alltaf um þetta leytið) vaknaði ég við hjól á ofsahraða, þau gáfu allt í botn og náði ég að telja hvað þau skiptu um marga gír.....eitt skiptið var um 3 gíra að ræða..........svona til viðmiðunar þá komast flestir racerar í 200 km í öðrum þegar það er verið að "standa" þá.  Þetta var þvílíkur hraði.......sennilega nokkuð yfir 200 km.....ég er ekki að segja það að ég hafi aldrei keyrt of hratt ( en mundi aldrei þora í 200) en við erum að tala um að þessi hjól eru innanbæjar og skapa gríðalega mikla hættu og valda íbúum ónæði.  Mjög ósátt við þetta liðDevil.......kemur óorði á okkur hin sem erum til fyrirmyndar Undecided  Veit að hjólafólk er að ræða um þetta og tala um ákveðinn hóp sem hagar sér svona og einnig er víst mikið um "vitleysinga" sem eru að byrja að hjóla. 

En hvar er lögreglan?  Ég bý rétt hjá henni og hefði ég nú haldið að hún heyrði líka í þeim..... en aldrei verð ég vör við hana, sé hana nánast aldrei á daginn.  Einnig hefur verið töluvert um hraðakstur og svo er einn bíll sem ég hef tvisvar orðið vitni að hann aki götuna hjá mér á ofsaakstri..........hámarkshraði e 30 en þessi bíll hefur farið hér í gegn á um 90 - 100........gjörsamlega straujar hraðahindranirnar.......hef ekki náð númerinu ......enda keyrir hann svo hratt.  En aldrei er löggan á ferðinni........hún ætti sko að vera vörð við þetta.  Er að spá í að hringja í hana og koma með þá tillögu að þeir efli eftirlitið hér .....alla vega í einhvern tíma.  Er skíthrædd um að þetta eigi eftir að enda mjög illa.....Gasp 

 

Helena og Nonni eru búin að skíra og heitir daman Kolbrún Lilja......en og aftur hafði ég rétt fyrir mér........var búin að segja að þetta nafn kæmi Tounge 

Komin 15.vikur í dag og gengur bara allt vel.  Hef fengið smá "köst" og langað alveg hrikalega í sígó en sem betur fer tekst mér að komast yfir þau.

jæja ég mátti til að pústa hér.......þangað til næst ..hafið það gott og farið varlega í umferðinni elskurnar mínar.

Kveðja

Helga Hrönn

p.s. takk kærlega fyrir öll kommentin......halda áfram að vera svona dugleg InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, já það eru alltaf svartir sauðar innan um hina sem þurfa að láta einsog fífl Ég hvet þig til að tala við lögguna. Ofsalega er þetta fallegt nafn á dömuni hjá Helenu, bara í höfuðið á stelpunum mínum hahaha. Gott að allt gengur vel hjá þér. Heyrumst fljótlega. 

Ditta syst. (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 22:19

2 identicon

Hæ hó.

Já mikið er ég sammála með 200 mílna klúbbinn og alla þá sem keyra eins og hálfvitar, sverta okkur hin og gera almenna ökumenn pirraða og jafnvel hrædda við hjólafólk. Sem betur fer er þetta mikill minnihluti en því miður mjög áberandi.

Já dugleg ertu með reykleysið, þú getur þetta alveg. Litlar gulrætur eru góðar að grípa í þegar löngun í sígarettu kemur, við Bjarni notuðum það mikið.

Svo getur maður opinberlega óskað ykkur Tobba og Aron Inga til hamningju með væntanlegan nýjan fjölskyldumeðlim, strákur, stelpa hummm veit ekki enn hvort ég gíska á, verð að sjá bumbuna fyrst hehehe.

Hafið það gott og farðu vel með þig.

Kveðja,

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Já ég skil þig mjööög vel þetta er óþolandi. Það eru einmitt þessir einstaklingar sem koma óorði á hina. Ég hlakka til að sjá þig sem fyrst.

Elska þig og virði alla tíð.

:Þín Sibbulína

Sigurbjörg Guðleif, 30.6.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband