Reyklaus og fyrsta útilegan í sumar...
15.6.2008 | 20:41
Já þá er mins orðin reyklaus Ég drap í 8. júní og hef ekkert reykt síðan.....!
Ég byrjaði að reykja þegar ég var 14 ára, sem sagt í rétt um 19 ár. Hef gert nokkrar tilraunir til að hætta en ekki margar. Núna ákvað ég þennan dag 9. júní með ágætis fyrirvara og hugsaði hvernig ég ætlaði að gera þetta. Ég nota extra- tyggjó, sykurlausan grænan opal og hlusta stundum á disk eftir Guðjón Bergmann "brostu þú ert reyklaus".......eins og mér fannst það hrikalega fyndið þegar Tobbi lá og hlustaði á hann fyrir 1 1/2 ári,,,,,þá er það alveg ótrúlegt hvað hann virkar. Ég hef forðast aðstæður þar sem ég held að ég eigi mjög erfitt með að standast, en mér finnst mjög gott að finna sígólykt......s.s. þegar ég er að labba inn í kringluna.
Þetta er búið að vera léttara en ég hélt, dagur 1 var hell, 2-4 allt í lagi en dagur 5 var HELL. Allan föstudaginn og fram á miðjan laugardag hugsaði ég ekki um neitt annað en sígó og hvað ég væri til í eina......BARA eina, og skapið var sko eftir því.... Tobbi var í fríi á föstudaginn og því voru hann og Aron Ingi báðir hér heima um 16 og var ég alveg að missa mig.......ákvað ég því bara að loka mig inn í herbergi með bók og reyna svo að leggja mig .......svona áður en ég léti skapið mitt bitna virkilega mikið á þeim, og virkaði það .....alla vega lagði ég mig og lét það ekki bitna á þeim, en því miður var ég ennþá í vondu skapi þegar ég vaknaði
Á laugardaginn var svo stefnan tekin á útilegu. Ég ekkert voðalega spennt enda lífið mitt bara leiðinlegt þegar ég gæti nú ekki fengið mér að reykja .....ekki einu sinni í útilegu Skruppum í smá heimsókn til Dóra og co og svo var brunað úr bænum. Á leiðinni á Laugarvatn var skapið farið að skána og hugsanir mínar farnar að snúast um eitthvað annað en "gömlu vinkonurnar", sem betur fer. Já var sem sagt komin í ágætis skap þegar við komum á Laugarvatn....í sól og blíðu
En þá var að tjalda blessaða tjalvagninum og það fyrst sem kom upp í huga mér þá var að halda ró sinni og gera þetta í sameiningu........(eigum það til að vera pínu pirruð út í hvort annað þegar verið er að tjalda) og Tobbi hefur greinilega ákveðið að gera það sama.......og gekk bara allt vel
Bjarki, Inga og Emilía komu um 19.30. Það var grillað, setið og spjallað við smá "varðeld" og svo var lagt sig um 1. Ekki sváfum við mjög vel þessa nótt, vagninn skakkur hjá okkur og svo þurfti einhver hálfviti á ferðabíl að starta honum kl. 7 , aftur kl.8 og aftur kl.9 og eftir það gekk hann í tvo tíma Alveg ótrúlegt sumt fólk.....svona "PALLI einn í heiminum - syndrome".........óþolandi svona pakk!
Við vorum komin heim um 14.30 og var sko tekið því rólega enda mjög þreytt. Aron Ingi horfði á mynd og við lögðum okkur í sófanum :) Svo var audda horft á handboltann......flott hjá strákunum en því miður dugði það ekki.
jæja læt þetta nægja í bili.............MUNA AÐ KVITTA
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
Dugleg ertu......og svo bara að halda áfram að vera dugleg
Getur þetta alveg 
Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:51
Takk, takk.....já nú er það bara harkan :) Alla vega þetta er metið mitt og það á að verða mun lengra. Mikil áskorun framundan næstu helgi......mikið um reykingarfólk en ég verð að fara það á hörkunni.....kannski verður það ekkert mál , hver veit?
kveðja
Helga Hrönn
Helga , 15.6.2008 kl. 22:15
Dugleg stelpa mér finnst það á skrifum þínum að þetta muni takast hjá þér núna, ég hef allavega mikla trú á þér
sjáumst næstu helgi
rósa dögg (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 23:01
Hæ hó og takk fyrir síðast.
Elsku Helga mín þú ert náttúrulega bara duglegust og hér eftir verður þetta ekkert mál....eða minna mál kannski ;) Það erfiðasta er að baki og bara bjart framundan reyklaus og brosandi, trúi fullkomlega á þig í þessu núna :)
Hafið það gott dúllur og hjólum við tækifæri ;)
Lilja Ö.
Lilja Ö. (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 23:38
Ég er voðalega stolt af þér í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Segi það greinilega ekki nógu oft.
Kv Sibba
Sigurbjörg Guðleif, 16.6.2008 kl. 12:37
Hæ hæ, þér tekst þetta sko alveg pottþétt þar sem þú ferð þetta langa leið á þrjóskunni og svo hef ég fulla trú á þér að geta þetta. Hlakka rosa mikið til að hitta þig og þína næstu helgi. Sjáumst.
Kv. Ditta syst.
Sigurlaug Reynalds. (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:43
Takk fyrir allar...........verð að viðurkenna að þessi komment hvetja mann áfram :)
En og aftur takk, takk
kveðja
Helga
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:21
Rósa og Ditta!
Hlakka til að fá ykkur í heimsókn
kv.Helga
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:23
u can do it!! Mundu bara GÆS :)
E.R Gunnlaugs, 16.6.2008 kl. 22:13
Frábært hjá þér.
Edda (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:31
Þetta er það besta sem þú gerir fyrir þig, sjálfa elsku Helga mín og barnanna þinna
ég hef sem betur fer aldrei reykt ekki einu sinni eina og ég er svo þakklát sjálfri mér,að hafa staðist þessa raun á unglins árum mínum,
knús á þig stelpa og haldu áfram og að lokum ert þú sigurvegarinn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.6.2008 kl. 00:27
Já þetta er sko frábært hjá þér,ég ætla sko að taka þig til fyrirmyndar
og nú drep ég í og tek upp tyggjó 
Kv Jói
Landi, 18.6.2008 kl. 11:08
en gaman að heyra að einhver ætli að taka mig til fyrirmyndar :) Gangi þér rosalega vel.........ég er sko gott dæmi um að þetta er sko hægt !!!
kveðja
Helga Hrönn
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 13:24
bíð spennt eftir árangurssögu, en mig grunar að þú sért að rúlla þessu upp með stæl! EN ekki hvað :)
E.R Gunnlaugs, 19.6.2008 kl. 00:19
biddu ertu orðin bomm aftur????????????????
joa (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 06:34
Sigurbjörg Guðleif, 20.6.2008 kl. 12:48
Til lukku með reykleysið
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.