Bloggstífla......
2.6.2008 | 10:27
......hefur verið að hrjá mig undanfarið....en ætla að reyna að blogga smá núna.
Helgin var bara fín. Laugardagurinn fór í að liggja í leti. Mikið hrikalega var ég þreytt, svaf til 12.30, þegar ég vaknaði voru feðgarnir farnir í bónus. Svo komu þeir heim og horfðum við á eina mynd. Árni kom svo í smá kaffi og steinsofnaði ég í sófanum og á meðan fóru feðgarnir aftur út. Rumskaði ég svo þegar þeir komu aftur heim, Tobbi grillaði og ég lá ennþá í leti.....veit ekki hvað var málið en ég hefði sko getað sofið meira. Um kvöldið var svo horft á einn dvd. Vel úthvíld eftir þennan dag.
Á sunnudeginum var svo stefnan að fara í tvö afmæli, hjá Dóra (bróðir Tobba ) sem var 35 ára og svo til Kristínar Lilju sem verðu 5 ára 5. júní. Um kl. 13 fengum við sms frá Dóra og voru þau stödd upp á fæðingardeild ( Sigrún var sett 26.maí) og afmæliskaffi því frestað Við skelltum okkur í afmælið hjá Kristínu Lilju og audda var mjög gaman þar og mikið um kræsingar. Um 21 fengum við LOKSINS sms frá Dóra og var lítil prinsessa komin í heiminn
Hún fæddist kl. 19.20 og var 3420 gr og 49 cm, algjör draumastærð
Mæðgum heilsast vel. Þetta er fyrsta barn Sigrúnar en Dóri á einn strák fyrir. Dóri fékk hana því í afmælisgjöf........maður getur sko ekki fengið betri gjöf....
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna
Ég er alltaf að sjá það betur hvað Tobbi er góður í að giska á kynið.....ég og Jórunn sögðu í gær að strákurinn væri að koma en Tobbi alveg pottþéttur á því að það væri stelpa......og hefur hann oft áður giskað á þetta m.a. með Aron Ingi, hann var sá eini sem sagði að hann væri strákur en allir aðrir sögðu að hann væri stelpa. Bara gaman að þessu.
Nú fer skólanum alveg að ljúka, í dag er vorhátið og þarf ég ekki að mæta fyrr en um 12.30. Ég og Aron Ingi sváfum því út í morgun ( til 8.30) tókum því rólega hér heim og svo fór hann á leikskólann um 10. Hann kemur með leikskólanum í dag í skólann hjá mér og þar munu þau syngja fyrir gesti og gangandi,.......hlakka mikið til að sjá hann þar
jæja læt þetta nægja í bili.....
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
Hæ hæ bara að kvitta fyrir innlitið:)
Henný (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 00:33
Innlitskvitt og bestu kveðjur


Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.