Jæja á maður að reyna að blogga?

.............jú best að reyna að koma einhverju frá sér. 

Reyndar er nú ekki mikið að frétta af mér og minni fjölskyldu, lífið gengur sinn vanagang.......æi ég veit nú ekki hvort að maður geti sagt það miða við ástandið í þjóðfélaginu.  En alla vega eru allir hressir og við góða heilsu. 

já þetta ástand fer nú að bitna heldur betur á manni......bensínið orðið hrikalega dýrt og því keyrir maður minna heldur en maður mundi vilja FootinMouth Algjör klikkun að fara að versla og eru peningarnir fljótir að fara þar Angry Og það sem maður er mest farin að finna fyrir eru þessi and..... bílalán....vá greiðslan er búin að hækka þokkanlega mikið síðan við keyptum bílinn.......eða um 11.000 á mánuði.........sem er reyndar lítið miða við það sem að maður hefur heyrt.......Vonandi verður þetta ekki svona lengi......því að það er sko farið að bitna á buddunni og er maður hræddur um að það eigi eftir að fara illa með margar fjölskyldur ef þetta ástand verður lengi......en við erum enn ágætismálum.  Maður verður samt að halda aftur af sér og leyfa sér minna en maður hefur gert......og er það allt í lagi í einhvern tíma en svo skánar vonandi ástandið hér á þessu skeri. 

Varðandi mótmæli sem bílstjórar hafa staðið fyrir .....þá stend ég 150% með þeim, finnst þetta flott hjá þeim.  En það sem er alveg ótrúlegt er að það þurfi að grípa til svona aðgerða til þess að það sé hlustað á fólkið í landinu.......og svo finnst mér umræðan farin að snúast við og þessir #$%"%$###...þingmenn kenna bílstjórunum um allt og koma sér undan öllu.  Hvað eru bílstjórnir búnir að reyna til þess að fá yfirvöld til að hlusta?  Eru búnir að safna undirskriftum og reyna að ná tali af þeim, svo eitthvað sé nefnt.  En eins og í svo mörgu öðru hér þá skeður ekkert nema eitthvað alvarlegt gerist eða gripið er til "róttækra"aðgerða.........Nú er bara að gefast ekki upp og mikilvægt að við stöndum öll saman.....jú þetta bitnar nú á ÖLLUM fjölskyldum á þessu blessaða landi......svo ekkert væl...bara standa saman.

Eitt að lokum: Ingibjörg innilega til hamingju með frábæran árangur Grin Glæsilegt!!! (getið lesið nánar um þetta hjá fregn)

jæja ég hef bara ekkert meira að segja í bili

kveðja

Helga Hrönn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já segðu ! Alveg sammála þér með bílstjórana..bara flott hjá þeim og einmitt ekki að gefast upp.

En já veit ekki hvernig maður á að fara að lifa af með þessu áframhaldandi ! Maturinn,bensínið og lánin alveg sko

En bið að heilsa litlu fjölsk.

Melanie Rose (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: E.R Gunnlaugs

ég er mjög fegin að eiga minn bíl, engin lán, ekkert vesen, bara minn bíll....

kýs að tjá mig ekki um aðgerðir vörukallanna... hehe

bið að heilsa

E.R Gunnlaugs, 31.3.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband