Hvað er málið?
15.3.2008 | 11:27
Já þetta dómskerfi hér á Íslandi er alveg ótrúlegt.
Hver á að taka ábyrgðina? Að mínu mati er það sveitarfélagið , alls ekki móðir stelpunar. Þetta er ömurlegt og var ég ekkert smá reið þegar ég sá þetta í fréttunum í gær Þetta er eitthvað sem þarf að fá á hreint, á maður að hætt í vinnunni sinni eða? Nei þetta er það sem maður getur búist við , hjá fötluðum jafnt ófötluðum, því þurfa sveitarfélögin að tryggja sína starfsmenn og foreldrar eiga ekki að borgar brúsann. Kom On
![]() |
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ó já finnst þetta alveg ótrúlegt ! Dómar hérna á Íslandi er bara útúr kú.....vita ekki hvað í ansk. þeir eru að gera. Að MAMMAN eigi að borga 10 MILLJÓNIR í skaðbætur !!! Er ekki allt í lagi ! Allavega..ætla ekki að fara að æsa mig hérna muahaha....
Knús xx
Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 14:07
jammm þetta er náttlega fáránlegur dómur!! og svo toppaði kastljósið í kvöld allt saman þar sem sérfæðingur af greiningarstöðinni botnaði hvorki upp né niður í þessu og taldi ansi marga vankanta vera á dómnum....
en hvað um það - njóttu páskafrísins og takk fyrir heimsóknina á holtó;) alltaf ljúft að sjá þig
stefy (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:13
Hæhæ já ég er svo hjartanlega sammála Þér þetta er svo mikið bull. Ég hefði haldið að þessi greining sem stúlkan er með væri nú það alvarleg að hún væri ekki meðvituð um hvað hún gerir. Allavega hef ég verið innan um barn með asparger heilkenni ( kann ekki að skrifa nafnið) og ég upplifði það nú ekki þannig að hann væri alveg með á nótunum þegar hann fékk svona bræðisköst.... Vona að þú skiljir mig.
Knús Sibba
Sibba (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 13:02
Já það er óhætt að segja að maður verði orðlaus yfir svona hlutum, ég held að það þurfi annsi mikið að stokka upp þetta dómskerfi í þessu landi! Gott dæmi um það eru dómarnir tveir sem voru hvaddir upp á sama degi:
> Tveir dómar sama dag á sama landinu.
>
>
> Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu
> mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu
> sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar *sex hundruð þúsund
> *krónur í miskabætur. --
>
>
> ----Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði
> Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm* *hundruð þúsund* í
> fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er
> Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.
>
>
> Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?
Kveðja Henný
Henný (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.