Frábær og ógleymanleg helgi

.........Já þrátt fyrir að kúturinn minn sé ekki heima og ég sakna hans alveg svakalega mikiðInLove var þessi helgi alveg frábær. 

Aron Ingi fór með afa sínum á Krókinn á fimmtudagskvöldið.  Ég margspurði hann (um morguninn, á leið í leikskólann og á leiðinni heim úr leikskólanum) hvort hann vildi fara með afa sínum eða vera heima og koma með mér í vinnunna og svo í fjallaferð á laugardaginn.  Hann var alveg ákveðinn í því að vera heima, "svo gaman að vera heim".  Ok ekkert mál, hann mátti alfarið ráða þessu.  Pabbi fer svo um 18.30, þurfti aðeins að brasa hér fyrir utan áður en hann lagði á stað.  Sagði ég þá við Aron Inga að núna væri afi hans farinn á krókinn og þá kæmi hann bara með mér í vinnuna og svo í fjallaferð á laugardaginn, ekkert mál, bara gaman.  Þegar ég gekk í burtu frá honum heyrði ég sagt; en ég var bara að djóka.  Snéri ég við á staðnum og labbaði til hans og spurði hann hvað hann sagði;  Ég var bara að grínast, mig langar að fara á Krókinn Grin Ok ertu alveg viss....spurði ég hann, Já alveg viss.  Því var rokið í símann og hringt í pabba, ekki málið, hann mundi bara hinkra eftir honum.  Vá held að ég hafi aldrei verið eins fljót að pakka niður , svo var bara skokkað með krakkann niður og þeir farnir......Errm Og audda var maður farinn að sakna hans innan 10 mínútna.  Held að honum hafi ekki litist á að fara í fjallaferð.......finnst það ekkert voðalega skemmtilegt.......leiðinlegt, er nú kannski frekar rétta orðið Wink  Hann kemur heim á morgun Grin

Ég og kallinn skelltum okkur í fjallaferð í gær.  Vöknuðum um 7.30 og hittum svo fleiri um kalla og konu um kl. 9 og lögðu á stað upp á Langjökul.  Það var alveg hrikalega gaman, frábær hópur, geggjað veður, frábært landslag og bara snilld í alla staði.  Á leiðinni niður prófaði ég að keyra og OMG það er geggjað........Vá hvað ég skemmti mér vel.....Grin ætli kallinn eigi eftir að sjá eftir því að hafa leyft mér að keyra ?  Nei, Nei, honum finnst alveg jafngaman og mér .....þ.e.a.s. að ég keyri....Þannig að hér eftir verð ég sko að keyra eitthvað smá ( eða mikið) í fjallaferðum.  Við vorum komin heim um 19.30, þreytt en alsæl......þetta gefur manni alveg ótrúlega mikið Cool  Sennilega er þetta síðasta ferðin í vetur en alveg frábær endir á fjallaferðum í bili.  Núna er að fara að taka fram hjólin,ég er reyndar búin að taka mitt fram, en Tobbi þarf aðeins að ditta að sínu áður en hann fer að keyra það.

Ætla að setja hér inn nokkrar myndir , vonandi gengur það FootinMouth

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 081

 

 

 

 

 

 

 

 

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 093 

 

 

 

 

 

 

  

Jeppaferð á langjökull Þursaborgir 049

 

 

 

 

 

 

 

 

Við að fíflast á hæsta punktinum....Tounge Tobbi með einstaklega flott gleraugu...hehehehehe 

Ætla að búa til albúm , endilega kíkjið þar þegar það er komið

kveðja

Helga Hrönn

p.s. ákváð að prófa að setja inn myndband og það bara gekk.  Kíkjið á það.......kannski skiljið þið hvers vegna maður er búin á því eftir fjallaferðina GrinLoLW00t


Einhver í fýlu?

......Vonandi ekki.  Æjá kannski var þetta soldið ljótt apríl-gabb hjá mér?  Vonandi er engin fúll út í mig, alla vega allt í orden hér og takk kærlega fyrir þessu fallegu skilaboð.

Ég fékk það reyndar alveg til baka í dag , þetta varðandi vinnuna.  Það var sem sagt fínt í vinnunni í gær en dagurinn í dag var ömurlegur.......en allt í lagi hjá okkur starffólkinu en það var annað sem kom upp á og eyðilagði daginn hjá mér, alla vega í vinnunni. 

jæja vonandi hafið þið það gott, búin að taka bensín og alles.......?

kveðja

Helga Hrönn


Já frekar ömurlegur dagur :(

Vá held svei mér þá að ég hafi bara ekki átt eins ömurlegan dag í mörg ár......já ekki gaman.

Það var frekar leiðinlegt í vinnunni og mórallinn ekki skemmtilegur þar.....bæði hjá starfsfólki og krökkum.  Vá hvað ég var fegin þegar þessi vinnudagur var búin. 

Eftir þennan ömurlega vinnudag ákvað ég að skella mér að hjóla og gerði ég það.  Ákvað að fara Krísuvíkurveginn, þá gæti ég smá gefið í í þessari blíðu og var það æðislegt.  En það var stutt sæla, þegar ég er að snúa við missi ég hjólið á hliðina Crying Ömurlegt, já mitt flotta hjól er sem sagt rispað núna.........Frown Ég get svarið það að ég varð svo reið að ég grenjaði .....ég hringdi svo í Tobba minn sagði honum frá þessu.  Þessi elska var frábær og tókst honum að róa mig.  Ég fékk hjálp frá einhverjum vörubílstjóra að lyfta hjólinu og núna er það komið inn í skúr, doldið mikið tjónað.....Devil 

jæja best að reyna að elda matinn hér og jafna sig á þessum helv...... degi. 

Vonandi áttuð þið betri dag en ég.

Bless

Helga Hrönn


Jæja á maður að reyna að blogga?

.............jú best að reyna að koma einhverju frá sér. 

Reyndar er nú ekki mikið að frétta af mér og minni fjölskyldu, lífið gengur sinn vanagang.......æi ég veit nú ekki hvort að maður geti sagt það miða við ástandið í þjóðfélaginu.  En alla vega eru allir hressir og við góða heilsu. 

já þetta ástand fer nú að bitna heldur betur á manni......bensínið orðið hrikalega dýrt og því keyrir maður minna heldur en maður mundi vilja FootinMouth Algjör klikkun að fara að versla og eru peningarnir fljótir að fara þar Angry Og það sem maður er mest farin að finna fyrir eru þessi and..... bílalán....vá greiðslan er búin að hækka þokkanlega mikið síðan við keyptum bílinn.......eða um 11.000 á mánuði.........sem er reyndar lítið miða við það sem að maður hefur heyrt.......Vonandi verður þetta ekki svona lengi......því að það er sko farið að bitna á buddunni og er maður hræddur um að það eigi eftir að fara illa með margar fjölskyldur ef þetta ástand verður lengi......en við erum enn ágætismálum.  Maður verður samt að halda aftur af sér og leyfa sér minna en maður hefur gert......og er það allt í lagi í einhvern tíma en svo skánar vonandi ástandið hér á þessu skeri. 

Varðandi mótmæli sem bílstjórar hafa staðið fyrir .....þá stend ég 150% með þeim, finnst þetta flott hjá þeim.  En það sem er alveg ótrúlegt er að það þurfi að grípa til svona aðgerða til þess að það sé hlustað á fólkið í landinu.......og svo finnst mér umræðan farin að snúast við og þessir #$%"%$###...þingmenn kenna bílstjórunum um allt og koma sér undan öllu.  Hvað eru bílstjórnir búnir að reyna til þess að fá yfirvöld til að hlusta?  Eru búnir að safna undirskriftum og reyna að ná tali af þeim, svo eitthvað sé nefnt.  En eins og í svo mörgu öðru hér þá skeður ekkert nema eitthvað alvarlegt gerist eða gripið er til "róttækra"aðgerða.........Nú er bara að gefast ekki upp og mikilvægt að við stöndum öll saman.....jú þetta bitnar nú á ÖLLUM fjölskyldum á þessu blessaða landi......svo ekkert væl...bara standa saman.

Eitt að lokum: Ingibjörg innilega til hamingju með frábæran árangur Grin Glæsilegt!!! (getið lesið nánar um þetta hjá fregn)

jæja ég hef bara ekkert meira að segja í bili

kveðja

Helga Hrönn 


Hvað er málið?

Já þetta dómskerfi hér á Íslandi er alveg ótrúlegt. 

Hver á að taka ábyrgðina?  Að mínu mati er það sveitarfélagið , alls ekki móðir stelpunar.  Þetta er ömurlegt og var ég ekkert smá reið þegar ég sá þetta í fréttunum í gær Devil  Þetta er eitthvað sem þarf að fá á hreint, á maður að hætt í vinnunni sinni eða?  Nei þetta er það sem maður getur búist við , hjá fötluðum jafnt ófötluðum, því þurfa sveitarfélögin að tryggja sína starfsmenn og foreldrar eiga ekki að borgar brúsann.  Kom On Alien

 


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn - páskafrí

Jæja hef verið haldin bloggstíflu undanfarna daga en ætla að setja nokkrar línur inn núna.

Já það er ennþá verið að hlæja hér á þessu heimili síðan ég hrundi af þessu djö..... kolli LoL og hefur guttinn skemmt sér konunglega, ég stóð nú ekki við það að setjast aldrei aftur á svona koll.  Einn morguninn þegar ég kom inn í eldhús sat Aron Ingi þar að borða og ásamt pabba sínum og afa, þar sem að allir stólarnir voru uppteknir spurði hann mig hvort að ég ætlaði ekki að setjast á kollinn........svo bara hló hann Grin og fannst náttúrulega bara æði þegar pabbi hans og afi fóru að hlæja af mér og honum.  Þetta á aldrei eftir að gleymast hér .....enda bara gaman að geta skemmt öðrum....er það ekki?

Ég er að vinna í sérdeild í grunnskóla og er að vinna með 8 og 10 bekk.  Um daginn þegar ég var að kenna strákunum í 8.bekk, tek það fram að gelgjan er alveg að fara með þá.  Einhver umræða var búin að vera um stelpur og allt sem viðkemur þeim þ.á.m. verið að spjalla um kærustur.  Svo spurði einn strákurinn mig; Helga, hefur þú einhvern tímann kysst strák?  Það kom þvílíkur svipur á hina og ég svaraði; hef ég einhvern tímann kysst strák?  það er spurning?  Þá heyrðist í öðrum ; auðvita hefur hún kysst strák, Manninn sinn.  Ég bara hló og sagði þeim að ég hefði nú kysst manninn minn.  Það er alveg yndislegt hvað þeir eru saklausir og jafnframt miklir töffarar.....þeir héldu og halda en í alvörunni að ég hefði bara kysst manninn minn....ákvað ég því að leiðrétta það ekkert Errm 

Hvernig er það, haldið þið að einhver manneskja fari í gegnum lífið og hafi bara kysst eina manneskju (vitið hvernig koss ég er að tala um)?  Sennilega eru dæmi um það, þá langt aftur í tímann, en ef þið miðið við Ísland, hvað haldið þið?

Jæja minns komin í páskafrí og er það bara næs, verð í fríi í 10. dag. 

jæja nú er ég stopp

hafið það gott

kveðja

Helga Hrönn

 


Að búa til börn......

Það er ekki eitt einasta dónaorð í þessu og þetta er mjög fyndið.

Jónas og frú gátu ekki eignast barn svo þau ákváðu að fá sæðisgjafa til að koma af stað fjölskyldu. Daginn sem "sæðisgjafinn" átti að koma í heimsókn, kyssti Jónas konuna sína  bless og sagði "jæja, elskan, ég er þá farinn í vinnuna, maðurinn kemur fljótlega."

Hálf tíma síðar, er fyrir tilviljun, barnaljósmyndari, staddur í hverfinu hennar og hringir á bjöllunni í þeirri vona að fá verkefni.  

Góðan daginn frú, sagði hann, ég er komin til að....... "

Ó, þú þarft ekkert að útskýra sagði Jóna feimnislega, ég átti von á þér.  

Í alvöru, sagði ljósmyndarinn. Nú það er ánægjuleg, vissirðu að börn eru mín sérgrein??    

Ja, það er nú akkúrat það sem við hjónin vorum að vonast eftir.  Gjörðu svo vel og komdu inn og fáðu þér sæti.  Eftir smástund sagði hún, vandræðalega, "hvar byrjum við?"  

"Láttu mig bara sjá um allt.  Ég byrja yfirleitt  í baðkarinu, svo á sófanum og loks nokkrar á rúminu.  Stundum er meira að segja stofugólfið heppilegast, það er hægt að teygja svo vel úr sér það "

"Baðkarið, stofugólfið, hugsaði Jóna,  Engin undra að þetta gekk ekkert hjá okkur hjónum -  

"Já, frú mín góð, ég get ekki lofað fullkomnum árangri í hvert skipti, en ef við notum mismunandi stellingar og ég skýt frá mismunandi sjónarhornum, þá þori ég að lofa að þú verður ánægð með útkomuna."  

Vá, það er aldeilis mikið sagði Jóna með andköfum.  

"Frú mín góð, í mínu starfi verður maður að gefa sér góðan tíma í hlutina. Ég mundi gjarnan vilja skjótast í þetta en ég er viss um að þú yrðir ekki ánægð með útkomuna.

"Ætli maður kannist ekki við svoleiðis, tautað Jóna lágt".

Ljósmyndarinn dró upp nokkur sýnishorn af barnamyndum og benti Jónu á árangurinn. "Mér tókst sérstaklega vel til með þessa tvíbura sagði ljósmyndarinn, eins og mamma þeirra var þó erfið".  -  

"Var hún erfið, spurði Jóna ?"

"Ég er nú hræddur um það. Ég varð að fara með hana í lystigarðinn til að ná að ljúka verkinu vel.  Fólk safnaðist að og fylgdist með.

"Fylgdist með? sagði Jóna og gapti af undrun"

- og þetta tók í allt 3 tíma. Móðirin hrópandi og kallandi allan tímann - ég gat varla einbeitt mér, svo þegar það byrjaði að dimma varð ég að gefa í, en það var ekki fyrr en  íkornarnir voru farnir að narta í græjurnar þá varð ég að hætta og ganga frá.

Jóna hallaði sér fram og sagði "voru þeir í alvöru farnir að narta í .... græjurnar?  

Þetta er alveg satt frú mín góð.   "Jæja ef þú ert tilbúin þá ætla ég að gera þrífótinn klárann

"ÞRÍFÓTINN??? "

Ó já, frú Jóna. ÉG verð að nota þrífót "to put my Canon on, It's much too big to be held in the hand very long."  

ÞAÐ STEINLEIÐ YFIR FRÚ JÓNU LoLGrin


Skemmtilegur mánudagur

Já þessi mánudagur byrjaði á skemmtilegan hátt Whistling  Ég vaknaði á mínum venjulega tíma í morgun og gerði það sem ég er vöna að gera.  Vakti Aron Ingi og sinnti honum og gaf honum svo smá að borða.  Þegar ég var að klæða hann í sat ég á kolli ( Úr IKEA) og þurfti að snúa mér.  Um leið og ég snéri mér, hrin ég á gólfið Errm og steinlá.  Mér brá svo og gat því ekki mikið sagt annað en :  ertu ekki að grínast?  Því næst leit ég á Tobba , sem sat við eldhúsborðið, og það var svona svipur á honum ; "á ég að hlæja eða ?".  Ég sprakk úr hlátri og þá fór kallinn að hlæja og krakkinn líka.  Ég sat sem sagt á gólfinu og skellihló......pabbi kom svo inn í eldhús og vissi ekkert hvað hafði ske. .......en hann hló nú ekki eins mikið og við, en hann hló.  Fékk ég sms frá Tobba um 10.30 og í því stóð að hann væri ennþá hlæjandi LoL Og svo um tvö kom sms frá honum og í því stóð " þú reddaðir deginum hjá mér" .  Já er ekki frá því að ég hafi einnig reddað mínum degi, alla vega er ég búin að var að skella upp úr annað slagið í dag.  Eitt er víst, ég mun ekki sitja á svona kolli afturSmile

Í morgun var ég að spjalla við krakkana í bekknum hjá mér og voru við að tala um hvað okkur finnst skemmtilegt.  Margt kom þar fram en það sem ég man eftir og fannst ógó fyndið var þegar einn strákur sagði ; " mér finnst svo gaman að vera kalt vegna þess að þá fer ég í heitt bað".  Mér finnst þetta bara snilld LoL

Mikið búin að velta því fyrir mér hvað ég ætti að hafa í kvöldmat í kvöld og því spurði ég Aron Inga hvort að hann vildi súpu eða grjónagraut og valdi hann auðvitað grjónagraut ( nokk líkur mömmu sinni með það) en alla vega þegar ég stóð yfir pottinum áðan varð mér hugsað til bernskuára minna.  Málið er að þegar ég var um 10-12 ára þá var grjónagrautur í MIKLU uppáhaldi hjá mér og í eitt skiptið borðaði ég svo mikið að ég gat ekki kyngt einu grjóni í viðbót.  Nei ég var svo stútfull að ég þurfti að standa upp, hlaupa í gegnum þvottahúsið og opna þar útidyrina til þess að fá betra loft og ná andanum á ný.  Þegar ég stend þar og rembist við að ná andanum kemur einhver í heimsókn (man ekki hver) og hlýtur það að hafa verið skemmtileg sjón, ég ELDRAUÐ að rembast við að ná andanumSick Mikið svakalega var ég oft minnt á þetta og mikið hlegið af þessu, segið svo að maður geti ekki verið fyndin Grin Tobbi sagði Aron Inga frá þessu um daginn þegar við vorum að borða grjónagraut og ætlar hann sko að passa sig á því að borða ekki svona mikið, dúllan mín! 

Mikið er nú gaman að rifja upp svona skemmtileg atvik, stundum ekki eins gaman þegar maður lendir í þeim , en sem betur fer getur maður hlegið af þeim eftir á W00t

jæja bara met í dag, tvær færslur komnar.  Endilega kvitta

kveðja

Helga Hrönn


Frábært :)

Já það var gaman að lesa þessa frétt.  Potturinn fór á góðan stað, frábært Grin Njóttu vel, vinningshafi LoL

kveðja

Helga Hrönn


mbl.is Einstæð móðir fékk lottóvinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leti - nokkrir góðir

Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
“Og hvað ætlarðu að gera við það?” spyr apótekarinn.
“Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér.”
“Ég get ekki selt þér Arsenik til þess,” segir apótekarinn, “jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér.”
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
“Ó,” segir apótekarinn, “ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil.”

Hann sagði . .. Ég skil ekki af hverju þú ert í brjóstarhaldara,
það er ekkert til að halda.
Hún svarar - Þú ert í nærbuxum, er það ekki?

________________________________________________
Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld?

Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan
ég sit í sófanum.

________________________________________________
Hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem
ég lét þig fá?

Hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil!

________________________________________________
Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. "Maðurinn minn eltir mig hvert sem ég fer"

Skrifað rétt fyrir neðan . " Nei það er ekki satt"
___________________________________
Spurning.
Hvernig sést að maður er að skipuleggja framtíðina?
Svar.
Hann kaupir 2 kassa af bjór.
___________________________________
Spurning.
Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar?
Svar.
Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið.
Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn.

_________________________________________________
Maðurinn spyr guð:
"Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?"

Guð svarar:
"Svo þú myndir elska hana."
En Guð, "Af hverju hafðirðu hana svona heimska?"

Guð svarar:
"Svo hún elski þig." 

Já góðir þessir, nennti ekki að blogga.  Væri nú flott að fá einhver komment .......er bara ekki að nenna að blogga neitt þegar viðbrögð eru lítil...................vonandi er ég ekki heimtufrek Crying

jæja hafið það gott

kveðja

Helga Hrönn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband