Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Tíminn líður......
28.7.2008 | 16:39
.......hratt! Já það er sko eitt af því sem er alveg pottþétt.......tíminn líður og oftast mjög hratt
Meðgangan gengur fínt. Komin 19 vikur og 1 d, ótrúlegt en satt þá flýgur tíminn áfram. Held reyndar að það hægist eitthvað á honum þegar nær dregur að bumbukrílið láti sjá sig
Búið að vera mikið að gera í læknisheimsóknum. Fór tvisvar í síðustu viku og viti menn gekk bara vel að finna göngudeild sykursjúkra í seinna skiptið og að komast út af spítalanum.....hehehhehehe. Er búin að fara til læknis eða einhverju sem tengist sykursýkinni í hverri viku síðan síðustu vikuna í maí.......svaka stuð. Held svei mér þá að ég taki þessa daga saman og fái þá skrifaða á vottorð, skemmir doldið mikið sumarfríið. Fer í mæðraskoðun á morgun, vonandi gengur það vel. Ég er frekar stressuð í hvert skipti sem ég fer, held að ég sé smeik við að vera lögð inn og einnig var maður mikið hræddur á síðustu meðgöngu.....þá sérstaklega af einum lækni og því er maður soldið "brenndur" af því. Jiiiiii ég man hvað það var hrikalega leiðinlegt að liggja inni og vonandi þarf ég ekki að ligga mikið núna. Svo eru aðstæður öðruvísi núna , þ.e.a.s. á einn gutta sem þarf að hugsa um. Við höfum engar ömmur né afa hér til að leita til og því er þetta doldið mikið flókið.......æi er eitthvað stressuð yfir þessu.......nóg í bil um þetta.
Fer í 20 vikna sónar í næstu viku. Hlakka ég til en kvíði því líka, þetta er fósturgreining og því er mikilvægt að hafa það í huga þegar maður fer..........ekki bara að fá myndir. En sem betur fer er það oftast þannig að börnin eru heilbrigð og því æðisleg upplifun fyrir foreldra að fara í þennan sónar.
Jæja nú styttist í að Tobbi minn fari í frí.........vvvvvííííííííííí hvað ég hlakka til. Verð að viðurkenna það að mér hefur stundum leiðst í fríinu ( eftir að Tobbi fór að vinna aftur) . Við ætlum að skreppa eitthvað smá en förum ekki hringinn eins og síðasta sumar............ætla að gera eitthvað annað fyrir peninginn minn en að styrkja olíufélögin og ríkið.
Já á ég ekki að minnast aðeins á dæluna? Jú það gengur bara vel með hana. Einbeiti mér bara að því að kunna vel á einfaldasta prógramið ( sem er ekkert mál að læra á) og svo þegar ég er búin að eiga mun ég prófa mig áfram með hana. Sykurinn hefur smá verið að stríða mér undanfarið , sennilega tengt meðgöngunni....þ.e.a.s. þarf mjög líklega meira insúlín eftir því sem lengra dregur. Þegar ég var að fá dæluna miklaði ég þvílíkt fyrir mér að þurfa að hafa eitthvað drasl "hangandi" utan á mér.....þjónustuaðili sagði mér að konur væru oft með dæluna í brjóstahaldaranum.......já nei takk, ekki fyrir mig . Svo um daginn var ég frekar þreytt á mittisbeltinu sem ég keypti mér og skellti henni í brjóstahaldarann og viti menn hún er ennþá þar svo þegar ég þreytist á því að sofa í honum þá gríp ég í beltið........!
Í dag eru komnar 7.vikur síðan ég drap í Reyndar búin að finna doldið mikið fyrir löngun í dag og í gær. Hitti Helenu og Nonna í gær og ég hreinlega beið eftir því að Helena færi út að reykja svo að ég gæti farið með til að finna lyktina. Svo í dag skrapp ég að ná í Kristín Lilju , svo að hún og Aron Ingi gætu leikið saman, og audda kíkti ég inn en fór sko ekki fyrir en Gunna Magga gat farið með mér út og leyft mér að þefa ....ehehehehehe......ótrúlegt en satt finnst mér þetta slá á löngunina.
jæja ég bablaði aðeins meira en ég ætlaði mér.
Verið nú dugleg að kommenta og þið sem eruð með blogg ; verið dugleg að blogga
kveðja
Helga Hrönn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Árið 2010 í ríki gagnagrunnanna.......
26.7.2008 | 20:56







Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jæja þá er........
21.7.2008 | 21:46
..........búið að tengja insúlíndæluna.
Já mins mætti galvösk um 10.30 í morgun niður á landspítala Hringbraut, arkaði þar inn sko alveg viss á því hvar göngudeildin væri. En nei ég bara fann hana ekki og á endanum fór ég í afgreiðsluna og spurði, kom þá í ljós að hún er flutt í Fossvoginn......hehehehe.......er langt síðan ? spurði ég......"já eitthvað um 3 ár"......Ok takk fyrir ....og arkaði ég þvi aftur út í bíl
Sem betur fer mætti ég tímalega.....því var gefið í og keyrt í Fossvoginn og náði ég þangað á réttum tíma.............en þá var að finna deildina, hafði sko ekki hugmynd hvar hún væri né neitt annað á þessum spítala. Ok ég fann afgreiðsluna fljótt og spurði þar frekar grömpí kellu hvar göngudeild sykursjúkra væri og svaraði hún að ég ætti bara að fara hjá bráðamóttökunni....og bla,bla. Ég missti strax þráðinn þar sem ég vissi ekki hvar bráðamóttakan er ( hef aldrei komið þangað). En já ég gekk af stað í rigningunni með allt heila dótið með mér og allt orðið velblautt. Ok ég fann bráðamóttökuna slysalaust en þar stóð ég bara og hugsaði "hvað núna?" hvar er þessi and.......deild?". Á endanum gafst ég upp og fór inn á bráðamóttökuna og spurði stelpunar þar og bentu þær mér á að fara í afgreiðsluna og fá þar leiðbeiningar. Benti ég þeim þá á að ég hefði verið þar og var bent á að hún væri einhvers staðar hér. Nú.....þær urðu pínu vandræðalegar en hringdu til að kanna þetta betur fyrir mig......og í ljós kom að ég átti að fara í gengum einar dyr þarna og upp stigann....
Loksins fann ég þessa deild. Ég hitti hjúkrunarfræðinginn og gekk mjög vel hjá henni, alveg frábær kona. En svo vandaðist málið þegar ég þurfti að koma mér út úr þessari byggingu........jú ég fylgdi merkingum , í lyftunni var um tvo útganga að velja , á sitt hvorri hæðinni, prófaði báða en þegar lyftan opnaðist voru bara LANGIR gangar í báðar áttir og ekkert sagt hvert maður ætti að fara. Gekk þetta svona í smá tíma en þá gafst ég upp og spurði starfsmann sem ég mætti og vísaði hún mér leiðina út. Vííííiííí loksins komst ég út og í bílinn minn.........
....frelsi, frelsi.....mikið hrikalega er þetta óþægilegt. Já það er spennandi að vita hvort að ég rati á fimmtudaginn....og hvort að ég komist út.
Það hefur gengið vel með dæluna í þessa klukkutíma sem ég hef verið með hana og sykurinn nokkuð góður, reyndar fór hann frekar hátt eftir hádegismat en ég mun gefa mér meira insúlín í hádeginu á morgun. Kvíður soldið fyrir nóttinni , en ég fór og keypti mér mittisbelti og ætla að prófa að sofa með það.
Soldið langt myndband en ég er með svona dælu. Bara svona til að Þið getið fengið smá innsýn og skilijið hvað ég er að tala um. Veit líka að mínir nánustu vilja kíkja á þetta.
Ég fór niður á kvennadeild í gær um 12. Æi ég varð eitthvað smeik vegna þess að mér finnst ég ekki finna miklar hreyfingar. Ákvað ég því bara að fara og láta hlusta. Já það er allt í góðu með krílið okkar, góður hjartsláttur og alles.......vá hvað þetta tók á.......en betra að láta athuga þegar maður er eitthvað stressaður og hræddur.
jæja ætla að láta þetta duga núna.........vonandi nennið þið að lesa allar þessar línur.
Hafið það gott
kveðja
Helga Hrönn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
ekkihugmyndumhvaðþessifyrirsögnættiaðheita
15.7.2008 | 17:45
........jæja takk kærlega fyrir síðustu bloggfærslu þ.e. skemmtileg umræða og margar skemmtilegar sögur og skoðanir.
Við erum búin að taka ákvörðun varðandi að vita kynið og það e rað fá ekki að vita það. Við erum mikið búin að ræða málið og þetta er niðurstaðan. Því verður maður bara að bíða fram í des......hehehehehe.........spennandi
Jæja þá er komin dagsetning á uppsetningu á dælu og er það fyrr en ég bjóst við.......Mæting 21. júli kl.10.30.....sem sagt á mánudaginn kemur.... pínu stressuð en líka tilhlökkun........en verð að passa mig á því að vera ekki með ofmiklar væntingar til græjunnar.....annars verð ég fyrir þvílíkum vonbrigðum.
Jæja maður er búin að hafa það gott í sumarfríinu ........en ég er svo hrikalega þreytt alltaf og er sko orðin ÞREYTT á því. Ég er alltaf þreytt og hef mig ekki í að gera neitt. Man eftir því að ég var þreytt fyrstu 2-3 mán með Aron Inga en samt ekki nálægt því eins mikið og núna...........og komst ég mun fyrr yfir það. Reyndar er ég að sofa illa, veit ekki hvers vegna, en er að vakna 4-8 sinnum á nóttinn.....ekki gaman. Vonandi fer ég nú að komast yfir þetta og fer að taka þátt í lífinu aftur...hehehehe. Reyndar kom einn dagur í síðustu viku þar sem ég var VELVAKANDI (hehehe) og þann dag ákvað ég að mála baðherbergið, byrjaði á því þann dag og kláraði það á einum sólarhring. Síðan hef ég lítið gert
Baðhergið fyrir:
Eftir:
Bara nokkuð vel gert......hehehe....
Fór í mæðraskoðun í dag og gekk það bara vel. Það er alveg merkilegt að alltaf þegar ég á að mæta á mælist sykurinn hár og mun hærri en alla hina dagana en það sleppur. Læknirinn var reyndar bara ánægður með statusinn á sykrinum og fannst hann ekki rokka mikið, ég hafði pínu áhyggjur af því. Síðan ég fór í mæðraskoðun síðast eða fyrir 3 vikum þá finnst mér ég hafa blásið út og hafði áhyggjur yfir því að ég sjálf væri búin að stækka of mikið , get svarið það finnst ég vera að springa núna.......nóv - des ó mæ god
Já það er gerð krafa um það frá ákveðnum lækni að ég þyngist ekki um meira en 6-7 kg.......ég fékk vægt sjokk þegar hún sagði það fyrir 3 vikum.......mér gekk mjög vel þegar ég gekk með Aron Inga og hélt ég sykrinum mjög góðum en samt þyngdist ég um 9 kg.....hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að þyngjast minna? En kannski tekst það , hver veit? Já ég var vigtuð fyrir þrem vikum og svo aftur núna og viti menn........ekki búin að þyngjast um gramm
segi nú bara geri aðrir betur...hehehehe. Veit að ég er alltof þung og þvi er þessi krafa gerð.....eingöngu með mína heilsu í huga. Svo verður sko tekið á því eftir þessa meðgöngu......
jæja er ekki tilvalið að enda þennan "kvörtunarpistill" á smá kátrisyrpu..hehehe...........
Já stuð að tannbursta sig..........oh hann er bara sætastur
kveðja
Helga Hrönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ekki alveg að fylgjast með tímanum
10.7.2008 | 16:50
............Ég ætlaði sko að blogg sérstaklega þegar ég væri búin að ná 1. mánuði reyklaus.......en gleymdi því þar sem að sá MERKISDAGUR var í gær Já þetta er fljótt að líða og verður þetta léttara og léttar.......hugsa mun minna um að reykja ......sem betur fer.
Verð að viðurkenna það að mér finnst stundum hálfasnalegt að telja dagana sem ég hef verið hætt þar sem að ég hætti ekki fyrr en ég var gengi um 11-12 vikur..........en ég hætti og tel ég það fyrir öllu. Betra fyrir barnið og audda mig líka......
Var að koma úr kennslu á dæluna og þar sem að ég var svo dugleg að lesa heima þá kunni ég nánast allt........já þetta er aðeins að skýrast fyrir mér og ég er að verða jákvæðari. Svo er bara að bíða eftir því að hún verði sett upp sennilega 2-3 vikur í það.
Langar að spyrja ykkur að einu, þá sérstaklega þeim sem hafa reynslu af þessu. Hvað finnst ykkur um að kíkja í "pakkann"? Ef þið hafið samanburðinn hvort finnst ykkur meira "spennandi"? Endilega segið mér Var sko alveg á því að kíkja ekki .......eeeeennnnnnnnnnnn langar alveg hrikalega......er samt svo hrædd um að skemma "stemminguna" við fæðinguna. Hvað finnst þér ?
jæja læt þetta nægja í bili
kveðja
Helga Hrönn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Smá update.....
8.7.2008 | 00:14
Jæja komin tími á smá update.
Á fimmtudaginn fórum við á Hólmavík. Gunna Magga og co buðu okkur að koma , redduðu okkur gistinu og alles. Bara næs og var lífið tekið með ró. Skruppum á Ísafjörð á laugardaginn, fórum og kíktum á Kolbrúnu Lilju ( hennar Helenu) ....algjört rassgat Skruppum svo í heimsókn til vinafólks okkar. Amma Gunnu Möggu bauð okkur í mat og audda var skellt sér þangað og bragðaðist kjúlli svaka vel. Svo var keyrt aftur á Hólmavík og komum við þangað um 23.30. Veðrið var frábært og algjör synd að eyða svona miklum tíma i bíl en það var þess virði. Þetta var eini dagurinn sem var virkilega góður.....hina dagana var skýjað en hlýtt.
Áður en við fórum á Hólmavík komum við við á leikskólanum hans Arons Inga til þess að kveðja alla þar.......Já "litli" strákurinn minn er hættur á leikskóla......næsta haust teku grunskólinn við Verð að viðurkenna það að ég kvíði mikið fyrir því.......en hafa ekki allir gengið í gegnum það?
Í dag fór ég og náði í insúlíndæluna....já sem sagt ekki "kannski" lengur með hana...heldur er ég að fara að fá hana. Sennilega ekki fyrr en í lok mán eða í byrjun ágúst. En ég hef nóg að gera þar sem ég þarf að lesa mjög þykka bók , fara í kennslu og hitta fleiri lækna. Sem sagt nóg að gera....... Það er alveg ótrúlegt með þessa heilbrigðisþjónustu ........Ef einhver fer í frí þá kemur engin í staðinn......þjónustan er eftir þeirra höfði en þjónustuþeginn þarf að fórna öllu sínu. Sem dæmi ......ég er í sumarfríi en get lítið ráðstafað því vegna þess að ég gæti átt von á því að vera kölluð inn þegar þeim hentar. Alveg pottþétt að þessir dagar fara í læknisvottorð......! Reyndar neitaði ég í dag að eyða viku í ágúst í læknastúss þar sem að Tobbi tekur frí þá í tvær vikur og ætlum við að reyna að gera eitthvað annað en "hanga " hér heima. Það á sem sagt að REYNA að redda því.
Já ég veit að ég valdi það að verða ólétt en ég borga mína skatta eins og flest allir og þvi finnst mér að þjónustan eigi að vera sú sama allan ársinshring ....ekki þessar sparnaðaraðgerðir á sumrin.
Jæja bumban heldur áfram að stækka.........skemmtileg stækkun núna....hehehehe! Hef verið að finna fyrir ógleði, mikilli bílveiki og svo er ég frekar þreytt......en þetta er allt að koma og sko þess virði Komin rúmlega 16 vikur.....
Reykleysið gengur vel og kemur mér það á óvart hvað þetta er létt .......en audda koma tímar þar sem að ég hugsa mikið um sígó en þeim fer sko fækkandi .........sem betur fer.
jæja læt þetta nægja í bili........verið nú dugleg að kvitta elskurnar mínar.
kveðja
Helga Hrönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir 55 árum......
6.7.2008 | 23:50
..........fæddist lítil stúlka. Já hún mútta mín er 55 ára í dag. Innilega til hamingju með það elsku mamma......vonandi átturðu góðan dag
kveðja
Helga, strákarnir og bumbukrílið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Loksins....loksins....
2.7.2008 | 16:12
......komin í sumarfrí. Ég vann á mánudaginn og svo bara komin í frí....verð í fríi til 15. ágúst.
Reyndar fer mikill tími í læknisheimsóknir ...eiginlega of mikill......en svona er það. Ég fór í síðustu viku , aftur í gær.....svo á ég að mæta 15. júlí, 29.júlí og 6. ágúst.
Sennilega þarf ég að mæta mikið meira í lok júlí þar sem að ég á sennilega að fá insúlíndæluna...... Kynnti mér hana aðeins í gær og svei mér þá veit bara ekki hvað mér finnst um hana
Jú hún er víst algjör bylting en ég mikla svo fyrir mér að "flækjast" með hana utan á mér. Ég geng aldrei með belti, ekki í buxum með vasa ..svo hvað á ég að gera við hana? Æi þetta eru bara vangaveltur vonandi er þetta algjört æði og ég verða svaka ánægð með hana.
Ef þú hefur einhverja skoðun á dælunni endilega kommentaðu um það.
jæja læt þetta nægja í bili, hafið það gott öll sömul
kveðja
Helga Hrönn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)