Hvað er ást í hugum ungra barna?
20.11.2008 | 11:51
Fagfólk lagði spurninguna fyrir hóp af 4 8 ára börnum, Hvað þýðir Ást?
Svörin voru fjölbreyttari og dýpri en nokkurn grunaði. Bara snilld :)
'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki
beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að Afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel
eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er Ást.'
Rebekka 8 ára
'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'
Billy 4 ára
'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra
og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl 5 ára
'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar
sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy 6 ára
Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri 4 ára
'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny 7 ára
'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'
Emily 8 ára
'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'
Bobby 7 ára (Vaá!)
'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka 6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle 7 ára
'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy 6 ára
'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.
Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa.
Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy 8 ára
'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'
Clare 6 ára
'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára
'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'
Chris 7 ára
'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann 4 ára
'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren 4 ára
'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen 7 ára
'Þú ættir ekki að segja Ég elska þig nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft. Fólk gleymir.'
Jessica 8 ára
Og að lokum:
4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.
Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.
Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta
Athugasemdir
Hæ hó.
Þetta er bara tær snilld :) Börnin segja best frá flóknum hlutum á einfaldan hátt svo við hin skiljum það vel.
Góða helgi.
Kv. Lilja Ö.
Lilja Ö. (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:23
hehaha ææææ þetta er æði en kommon það er nú engin maður sætari en Rovert Redford kommon:) hehehe eða Raggi Bjarna eigum við að ræða meiri sjarma. Hann Friðgeir minn kemst nú ekki nálægt þeim þó að ég elski hann mjög mjög heitt
Takk fyrir síðast gullið mitt.. Knús
Sigurbjörg Guðleif, 22.11.2008 kl. 11:43
Takk takk fyrir mig elsku vinkona mín
og góða nóttina mín kæra
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.