Tíminn líður......
28.7.2008 | 16:39
.......hratt! Já það er sko eitt af því sem er alveg pottþétt.......tíminn líður og oftast mjög hratt
Meðgangan gengur fínt. Komin 19 vikur og 1 d, ótrúlegt en satt þá flýgur tíminn áfram. Held reyndar að það hægist eitthvað á honum þegar nær dregur að bumbukrílið láti sjá sig
Búið að vera mikið að gera í læknisheimsóknum. Fór tvisvar í síðustu viku og viti menn gekk bara vel að finna göngudeild sykursjúkra í seinna skiptið og að komast út af spítalanum.....hehehhehehe. Er búin að fara til læknis eða einhverju sem tengist sykursýkinni í hverri viku síðan síðustu vikuna í maí.......svaka stuð. Held svei mér þá að ég taki þessa daga saman og fái þá skrifaða á vottorð, skemmir doldið mikið sumarfríið. Fer í mæðraskoðun á morgun, vonandi gengur það vel. Ég er frekar stressuð í hvert skipti sem ég fer, held að ég sé smeik við að vera lögð inn og einnig var maður mikið hræddur á síðustu meðgöngu.....þá sérstaklega af einum lækni og því er maður soldið "brenndur" af því. Jiiiiii ég man hvað það var hrikalega leiðinlegt að liggja inni og vonandi þarf ég ekki að ligga mikið núna. Svo eru aðstæður öðruvísi núna , þ.e.a.s. á einn gutta sem þarf að hugsa um. Við höfum engar ömmur né afa hér til að leita til og því er þetta doldið mikið flókið.......æi er eitthvað stressuð yfir þessu.......nóg í bil um þetta.
Fer í 20 vikna sónar í næstu viku. Hlakka ég til en kvíði því líka, þetta er fósturgreining og því er mikilvægt að hafa það í huga þegar maður fer..........ekki bara að fá myndir. En sem betur fer er það oftast þannig að börnin eru heilbrigð og því æðisleg upplifun fyrir foreldra að fara í þennan sónar.
Jæja nú styttist í að Tobbi minn fari í frí.........vvvvvííííííííííí hvað ég hlakka til. Verð að viðurkenna það að mér hefur stundum leiðst í fríinu ( eftir að Tobbi fór að vinna aftur) . Við ætlum að skreppa eitthvað smá en förum ekki hringinn eins og síðasta sumar............ætla að gera eitthvað annað fyrir peninginn minn en að styrkja olíufélögin og ríkið.
Já á ég ekki að minnast aðeins á dæluna? Jú það gengur bara vel með hana. Einbeiti mér bara að því að kunna vel á einfaldasta prógramið ( sem er ekkert mál að læra á) og svo þegar ég er búin að eiga mun ég prófa mig áfram með hana. Sykurinn hefur smá verið að stríða mér undanfarið , sennilega tengt meðgöngunni....þ.e.a.s. þarf mjög líklega meira insúlín eftir því sem lengra dregur. Þegar ég var að fá dæluna miklaði ég þvílíkt fyrir mér að þurfa að hafa eitthvað drasl "hangandi" utan á mér.....þjónustuaðili sagði mér að konur væru oft með dæluna í brjóstahaldaranum.......já nei takk, ekki fyrir mig . Svo um daginn var ég frekar þreytt á mittisbeltinu sem ég keypti mér og skellti henni í brjóstahaldarann og viti menn hún er ennþá þar svo þegar ég þreytist á því að sofa í honum þá gríp ég í beltið........!
Í dag eru komnar 7.vikur síðan ég drap í Reyndar búin að finna doldið mikið fyrir löngun í dag og í gær. Hitti Helenu og Nonna í gær og ég hreinlega beið eftir því að Helena færi út að reykja svo að ég gæti farið með til að finna lyktina. Svo í dag skrapp ég að ná í Kristín Lilju , svo að hún og Aron Ingi gætu leikið saman, og audda kíkti ég inn en fór sko ekki fyrir en Gunna Magga gat farið með mér út og leyft mér að þefa ....ehehehehehe......ótrúlegt en satt finnst mér þetta slá á löngunina.
jæja ég bablaði aðeins meira en ég ætlaði mér.
Verið nú dugleg að kommenta og þið sem eruð með blogg ; verið dugleg að blogga
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
Passaðu þig á sykrinum. Gangi þér allt í haginn. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.7.2008 kl. 16:49
hæ hæ Helga
kem reglulega við hér og fylgist með þér gangi þér allt vel
Kv Herdís Kárad.
Herdís Káradótir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:05
Ég kíki allatf hingað inn.....er bara löt að kvitta
Gott að allt gangi vel með bumbubúann og allt það 
Knús
Melanie Rose (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:19
Það stittist og stittist í að litla krílið komi í heimin
hvort ætli að það sé strákur eða stelpa hmm 
Enn jæja við heyrumst og takk fyrir síðast sjáumst og gangi þér rosa vel í næstu skoðun kisskiss
Helena Bjarnþórsdóttir, 29.7.2008 kl. 13:52
Hæ elskan ég vona að læknisheimsóknin í dag hafi gengið vel. þú veist að ég get alltaf hjálpað þér með Aron Inga
Knús á þig duglega stelpa.
Sigurbjörg Guðleif, 29.7.2008 kl. 15:30
Takk kærlega fyrir þetta allar saman
Skoðunin gekk vel, á ekki að mæta í mæðraskoðun f. 2 september............en sykursýkislæknirinn vill hitta mig í næstu viku.......ooohhhhh en svona er þetta :)
Sibba , takk kærlega fyrir , veit að þú ert alltaf til í að hjálpa mér en fer oftast á vinnutímanum þínum ........
Aron Ingi var í vinnunni hjá pabba sínum í morgun og alveg til fyrirmyndar þar....audda hann er svo líkur múttunni sinna......hehehehehe
Herdís , gaman að sjá þig hér inni, vantar króksaranna hér inná. Vertu dugleg að láta vita af þér hér. Ef þú kemur suður.......bjallaðu þá.
hafið það gott
kveðja
Helga Hrönn
Helga , 29.7.2008 kl. 16:31
Hæ hæ, frábært að allt gengur vel. Bið að heilsa í bæinn. Kveðja, Ditta.
Ditta syst (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 19:37
hæ hæ langt síðan ég hef kíkt, þetta er nú meira en að segja það fyrir þig vona innilega að þú þurfir ekki að liggja inn á sjúkrahúsi einsog síðast, verst að maður býr svona langt frá ykkur, væri meir en til að geta aðstoðað eitthvað. knús og kram frá neskaupstað
R'osa (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:13
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 06:59
já, tíminn er sko fljótur að líða!!! Vona bara að það hægist ekki á honum eins og mér fannst hann gera þarna undir lokin!!
Þú massar þetta er ég alveg viss um!
En varðandi kynið, þá verð ég að hitta þig, get ekki sagt nema sjá bumbuna um hvort er að ræða!
Jæja hafðu það gott! Heyrumst
E.R Gunnlaugs, 31.7.2008 kl. 17:52
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.