Jæja þá er........
21.7.2008 | 21:46
..........búið að tengja insúlíndæluna.
Já mins mætti galvösk um 10.30 í morgun niður á landspítala Hringbraut, arkaði þar inn sko alveg viss á því hvar göngudeildin væri. En nei ég bara fann hana ekki og á endanum fór ég í afgreiðsluna og spurði, kom þá í ljós að hún er flutt í Fossvoginn......hehehehe.......er langt síðan ? spurði ég......"já eitthvað um 3 ár"......Ok takk fyrir ....og arkaði ég þvi aftur út í bíl
Sem betur fer mætti ég tímalega.....því var gefið í og keyrt í Fossvoginn og náði ég þangað á réttum tíma.............en þá var að finna deildina, hafði sko ekki hugmynd hvar hún væri né neitt annað á þessum spítala. Ok ég fann afgreiðsluna fljótt og spurði þar frekar grömpí kellu hvar göngudeild sykursjúkra væri og svaraði hún að ég ætti bara að fara hjá bráðamóttökunni....og bla,bla. Ég missti strax þráðinn þar sem ég vissi ekki hvar bráðamóttakan er ( hef aldrei komið þangað). En já ég gekk af stað í rigningunni með allt heila dótið með mér og allt orðið velblautt. Ok ég fann bráðamóttökuna slysalaust en þar stóð ég bara og hugsaði "hvað núna?" hvar er þessi and.......deild?". Á endanum gafst ég upp og fór inn á bráðamóttökuna og spurði stelpunar þar og bentu þær mér á að fara í afgreiðsluna og fá þar leiðbeiningar. Benti ég þeim þá á að ég hefði verið þar og var bent á að hún væri einhvers staðar hér. Nú.....þær urðu pínu vandræðalegar en hringdu til að kanna þetta betur fyrir mig......og í ljós kom að ég átti að fara í gengum einar dyr þarna og upp stigann....
Loksins fann ég þessa deild. Ég hitti hjúkrunarfræðinginn og gekk mjög vel hjá henni, alveg frábær kona. En svo vandaðist málið þegar ég þurfti að koma mér út úr þessari byggingu........jú ég fylgdi merkingum , í lyftunni var um tvo útganga að velja , á sitt hvorri hæðinni, prófaði báða en þegar lyftan opnaðist voru bara LANGIR gangar í báðar áttir og ekkert sagt hvert maður ætti að fara. Gekk þetta svona í smá tíma en þá gafst ég upp og spurði starfsmann sem ég mætti og vísaði hún mér leiðina út. Vííííiííí loksins komst ég út og í bílinn minn.........
....frelsi, frelsi.....mikið hrikalega er þetta óþægilegt. Já það er spennandi að vita hvort að ég rati á fimmtudaginn....og hvort að ég komist út.
Það hefur gengið vel með dæluna í þessa klukkutíma sem ég hef verið með hana og sykurinn nokkuð góður, reyndar fór hann frekar hátt eftir hádegismat en ég mun gefa mér meira insúlín í hádeginu á morgun. Kvíður soldið fyrir nóttinni , en ég fór og keypti mér mittisbelti og ætla að prófa að sofa með það.
Soldið langt myndband en ég er með svona dælu. Bara svona til að Þið getið fengið smá innsýn og skilijið hvað ég er að tala um. Veit líka að mínir nánustu vilja kíkja á þetta.
Ég fór niður á kvennadeild í gær um 12. Æi ég varð eitthvað smeik vegna þess að mér finnst ég ekki finna miklar hreyfingar. Ákvað ég því bara að fara og láta hlusta. Já það er allt í góðu með krílið okkar, góður hjartsláttur og alles.......vá hvað þetta tók á.......en betra að láta athuga þegar maður er eitthvað stressaður og hræddur.
jæja ætla að láta þetta duga núna.........vonandi nennið þið að lesa allar þessar línur.
Hafið það gott
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
frábært að allt gekk vel með uppsettninguna á dælunni :) Vonandi svo að þú og dælan verði eitt og lifið hamingjusöm þangað til annað tekur við hihi
ég hefði sko getað sagt þér hvert þú áttir að mæta, fekk svo fínar leiðbeiningar þegar ég fór í skemmtilega sykurþolsprófið!!!
En gott að allt er gott, því það er svo gott haha
bið að heilsa, heimta samt að fá að sjá þig með bumbu :)
E.R Gunnlaugs, 21.7.2008 kl. 23:10
Takk fyrir þetta Eva.................þú hefur séð mig með bumbu............en ég skal leyfa þér að sjá þegar hún er orðin stærri...hehehehehe
kveðja
Helga , 21.7.2008 kl. 23:49
Hæ hó.
Líst vel á þessa dælu og gangi þér vel með hana!! Um að gera að vera viss og láta athuga með krílið og þannig líka að minnka álag og stress hjá þér dúllan mín. Sjáumst fljótlega og hafðu það gott þar til þá.
Kveðja,
Lilja Ö.
Lilja Ö. (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 23:51
Góða nóttina elsku Helgan mín og megi allar góðar vættir yfir þér vaka og vernda elskan mín


þú ert yndisleg og gaman að fylgjast með þér elskan mín
þú ert frábær manneskja elskan mín,mér hlakkar til að kynnast þér betur elsku vina mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.7.2008 kl. 01:19
Gott hjá þér að setja inn svona myndband. Er einmitt búin að vera að spá í því hvernig þetta virkar. Er allavega mun fróðari nú heldur en fyrir 9:03 mínútum síðan :o)
Gott að það sé allt í lagi með lilla/lillu. En á að setja upp könnun á síðunni hvort fólk haldi að þetta sé stúlka eða piltur? Er sjálf svo hrikalega óviss hvort ég eigi að giska á...
Kv, Inga
Inga (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 20:52
Það var frábært að sjá þetta myndband, ég vissi ekkert hvað þú varst að fara útí og þetta er bara snilld ef þetta virkar fyrir þig. Var ekki lillan bara að stríða þér eitthvað, en um að gera að láta skoða sig ef maður er eitthvað smeikur. Gangi þér vel með allt saman og vonandi heyrumst við fljótlega, maður er alltaf eitthvað á ferðinni og heimilistalvan eitthvað klikk svo maður kemst ekki mikið á netið en hafðu það gott.
Kv, Ditta syst.
Ditta systir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:59
Já ég er sammála. Það er gott að fá að sjá þetta svona. Vona að þér gangi allt í haginn:=
Elska þig
Sigurbjörg Guðleif, 22.7.2008 kl. 22:23
Takk fyrir þetta allar
Inga, ég skelli inn könnun þegar nær dregur............já það verður gaman að sjá hvað fólk giskar á.
Takk fyrir að kíkja við og kommenta :)
kveðja
Helga , 22.7.2008 kl. 22:53
Hehe gat ekki annað en hleigið eftir þetta ferðalag hjá þér á spítalanum enn það er nú gott að þú hafir komist loksin þaðan út aftur hehe
..
Geingur ekki annars allt vel með bumbubúan
Heysumst og sjáumst fljótlega
Kv Helena og fjölskylda
Helena Bjarnþórsdóttir, 23.7.2008 kl. 18:18
Hehe spurning um hvort ekki sé betra að vera með Guide áður en haldið er í svona leiðangra
,en gangi þér vel með nýja apparatið 
Kveðja
Landi, 24.7.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.