Loksins....loksins....
12.5.2008 | 14:49
......get ég bloggað smá.
Tölvan ennþá í viðgerð en Jórunn og Árni voru svo indæl að lána okkur fartölvuna sína í smá stund
Já þá er ? um hvað maður eigi að blogga? Lífið gengur sinn vanagang hér á þessum bæ. Nú styttist í að skólinn fari að verða búinn og þá tekur við sumarfrí.....annars er ég að hugsa um að finna mér smá aukavinnu í júní....veit einhver um eitthvað? Reyndar er það doldið snúið vegna þess að ég get ekki unnið lengur en 16 og ekki byrja fyrir en eftir kl.19.....þannig að vaktavinna er kannski ekki inn í myndinni......en núna er bara að fara að skoða í kringum sig.
Tobbi er búinn að vera mikið í skúrnum þessa dagana, er að græja hjólið sitt og er hann að verða doldið spenntur að fara að hjóla. Það verður ábyggilega mjög flott, nýsprautað og allt yfirfarið. Ég hef ekkert farið að hjóla.....einhvern hluta vegna langar mig ekki eins mikið að hjóla þegar ég get ekki farið með honum.....en hef nú samt skroppið smá.
Horfði á 1.maí hópreiðina......hrikalega flott og þvílíkur fjöldi af hjólum......bara geggjað. En hvað er málið, af hverju er aldrei sýnt frá þessum viðburði í sjónvarpinu? Skil það ekki vegna þess að það er mikill áhugi fyrir þessu. Alla vega finnst mér þetta frábært og er þetta sko orðinn árlegur viðburður hjá mér.
Eva, hún var með mér í þroskaþjálfanum , eignaðist tvíbura um daginn. Innilega til hamingju með þau, þvílíkar dúllur. Þau eru búin að fá nöfn , Ágústa og Valur, mjög flott nöfn. Gangi þér vel Eva mín og svo kíkji ég á ykkur við tækifæri.
Af brúðkaupinu er það að frétta: Búin að bóka sal, kirkjuna og prestinn. Guðbjörg heitir presturinn, hún skírði Aron Inga, einnig fleiri systkinabörn og er hún frábær í alla staði. Næst er að fara að kíkja á skreytingar, hringapúða, brúðarkjól og fleira. Sem sagt nóg að gera......en bara GAMAN
Jóa mín, en gaman að þú skulir vera byrjuð að blogga aftur.....þó svo að ég sé ekki sammála þér í öllu.....þá sérstaklega ekki varðandi giftingu. En oft er það svo að maður miðar margt við sína reynslu..... vertu nú duglega að blogga
Jæja læt þetta nægja í bili
Vonandi fæ ég tölvuna um miðja viku og þá mun ég vonandi blogga fljótlega aftur.
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
Takk kærlega.......er sko vel þegið að fá hana lánaða ef það er POTTÞÉTT OK? Þvílíkur munur að vera aftur tengd
Já það er gaman þegar maður sofnar brosmildur....... af hvaða ástæðu sem er
Já læt þig vita þegar ég fæ svar varðandi fyrirspurnina.......ekki spurning!!!!
heyrumst síðar
kveðja
Helga Hrönn
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 17:44
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.5.2008 kl. 19:53
Kvitt kvitt
Sigurbjörg Guðleif, 12.5.2008 kl. 22:28
Hæ hó.
Ég er alveg að verða búin í skólanum og vinnunni....bara eitt verkefni eftir og þá kem ég að hjóla með þér :) Komst ekki í 1. maí keyrsluna en Bjarni fór og sagði að það væri geggjað.....við förum á næsta ári :)
Kveðja,
Lilja Ö.
Lilja Ö. (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:27
Koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 17:39
Úff þegar talvan bilar er það svona álíka skemmtilegt stundum og vera keyra þegar það springur
Þið verðið að setja inn mynd af hjólinu þegar það er orðið tilbúið,alltaf gaman að skoða falleg hjól
þó svo að ég hjóli ekki sjálfur 
Landi, 14.5.2008 kl. 23:16
Wow..það er big pain að vera tölvulaus !! Ég færi inná Klepp !
hehe...
Gangi þér rosa vel með allan undirbúninginn !
Knús xox
Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.