Gullkorn - páskafrí
15.3.2008 | 11:08
Jæja hef verið haldin bloggstíflu undanfarna daga en ætla að setja nokkrar línur inn núna.
Já það er ennþá verið að hlæja hér á þessu heimili síðan ég hrundi af þessu djö..... kolli og hefur guttinn skemmt sér konunglega, ég stóð nú ekki við það að setjast aldrei aftur á svona koll. Einn morguninn þegar ég kom inn í eldhús sat Aron Ingi þar að borða og ásamt pabba sínum og afa, þar sem að allir stólarnir voru uppteknir spurði hann mig hvort að ég ætlaði ekki að setjast á kollinn........svo bara hló hann
og fannst náttúrulega bara æði þegar pabbi hans og afi fóru að hlæja af mér og honum. Þetta á aldrei eftir að gleymast hér .....enda bara gaman að geta skemmt öðrum....er það ekki?
Ég er að vinna í sérdeild í grunnskóla og er að vinna með 8 og 10 bekk. Um daginn þegar ég var að kenna strákunum í 8.bekk, tek það fram að gelgjan er alveg að fara með þá. Einhver umræða var búin að vera um stelpur og allt sem viðkemur þeim þ.á.m. verið að spjalla um kærustur. Svo spurði einn strákurinn mig; Helga, hefur þú einhvern tímann kysst strák? Það kom þvílíkur svipur á hina og ég svaraði; hef ég einhvern tímann kysst strák? það er spurning? Þá heyrðist í öðrum ; auðvita hefur hún kysst strák, Manninn sinn. Ég bara hló og sagði þeim að ég hefði nú kysst manninn minn. Það er alveg yndislegt hvað þeir eru saklausir og jafnframt miklir töffarar.....þeir héldu og halda en í alvörunni að ég hefði bara kysst manninn minn....ákvað ég því að leiðrétta það ekkert
Hvernig er það, haldið þið að einhver manneskja fari í gegnum lífið og hafi bara kysst eina manneskju (vitið hvernig koss ég er að tala um)? Sennilega eru dæmi um það, þá langt aftur í tímann, en ef þið miðið við Ísland, hvað haldið þið?
Jæja minns komin í páskafrí og er það bara næs, verð í fríi í 10. dag.
jæja nú er ég stopp
hafið það gott
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
Já Helga min
Það er hægt að segja margar góðar sögur af þér ,þar sem Tryggvi bróðir þinn var að bralla með þér,hann var alveg til í að láta þig gera ýmislegt. Hlakka til að sjá ykkur í vikunni. Bless í bili
mamma (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:06
Já það er satt, verð nú að fara að rifja þær upp við tækifæri eins og t.d. drullubollurnar og sláttavélpústið :) en það kemur seinna.
kveðja
Ég
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.