Skemmtilegur mánudagur
3.3.2008 | 18:22
Já þessi mánudagur byrjaði á skemmtilegan hátt Ég vaknaði á mínum venjulega tíma í morgun og gerði það sem ég er vöna að gera. Vakti Aron Ingi og sinnti honum og gaf honum svo smá að borða. Þegar ég var að klæða hann í sat ég á kolli ( Úr IKEA) og þurfti að snúa mér. Um leið og ég snéri mér, hrin ég á gólfið
og steinlá. Mér brá svo og gat því ekki mikið sagt annað en : ertu ekki að grínast? Því næst leit ég á Tobba , sem sat við eldhúsborðið, og það var svona svipur á honum ; "á ég að hlæja eða ?". Ég sprakk úr hlátri og þá fór kallinn að hlæja og krakkinn líka. Ég sat sem sagt á gólfinu og skellihló......pabbi kom svo inn í eldhús og vissi ekkert hvað hafði ske. .......en hann hló nú ekki eins mikið og við, en hann hló. Fékk ég sms frá Tobba um 10.30 og í því stóð að hann væri ennþá hlæjandi
Og svo um tvö kom sms frá honum og í því stóð " þú reddaðir deginum hjá mér" . Já er ekki frá því að ég hafi einnig reddað mínum degi, alla vega er ég búin að var að skella upp úr annað slagið í dag. Eitt er víst, ég mun ekki sitja á svona kolli aftur
Í morgun var ég að spjalla við krakkana í bekknum hjá mér og voru við að tala um hvað okkur finnst skemmtilegt. Margt kom þar fram en það sem ég man eftir og fannst ógó fyndið var þegar einn strákur sagði ; " mér finnst svo gaman að vera kalt vegna þess að þá fer ég í heitt bað". Mér finnst þetta bara snilld
Mikið búin að velta því fyrir mér hvað ég ætti að hafa í kvöldmat í kvöld og því spurði ég Aron Inga hvort að hann vildi súpu eða grjónagraut og valdi hann auðvitað grjónagraut ( nokk líkur mömmu sinni með það) en alla vega þegar ég stóð yfir pottinum áðan varð mér hugsað til bernskuára minna. Málið er að þegar ég var um 10-12 ára þá var grjónagrautur í MIKLU uppáhaldi hjá mér og í eitt skiptið borðaði ég svo mikið að ég gat ekki kyngt einu grjóni í viðbót. Nei ég var svo stútfull að ég þurfti að standa upp, hlaupa í gegnum þvottahúsið og opna þar útidyrina til þess að fá betra loft og ná andanum á ný. Þegar ég stend þar og rembist við að ná andanum kemur einhver í heimsókn (man ekki hver) og hlýtur það að hafa verið skemmtileg sjón, ég ELDRAUÐ að rembast við að ná andanum Mikið svakalega var ég oft minnt á þetta og mikið hlegið af þessu, segið svo að maður geti ekki verið fyndin
Tobbi sagði Aron Inga frá þessu um daginn þegar við vorum að borða grjónagraut og ætlar hann sko að passa sig á því að borða ekki svona mikið, dúllan mín!
Mikið er nú gaman að rifja upp svona skemmtileg atvik, stundum ekki eins gaman þegar maður lendir í þeim , en sem betur fer getur maður hlegið af þeim eftir á
jæja bara met í dag, tvær færslur komnar. Endilega kvitta
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
Ohh já...Victoria mín ELSKAR grjónagraut. ALLTAF þegar eg spyr hvað ég eigi að hafa í matinn er gargað "GRJÓNAGRAUT!!" hehe... Samt hef ég hann ekki oft....finnst alltaf svo mikið vesen að gera hann.....sem er reyndar ekki
En allavega...kvittós
Melanie Rose (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:33
Hahahahahah ertu að grínast. Jesús minn og var þetta kollur sem ég gaf þér í afmælisgjöf??? Almáttugur eins gott að þú meiddir þig ekki heheheheheh snúllan mín. En það veit guð að ég fer aldrei á göngubretti aftur hahahaha.
Elska þig, þín Sibba hrakfallabálkur
sibba (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:44
Hahaha, bara snilld að rifja upp atvikið með grjónagrautinn............ég er sko búin að hlæja mikið að færslunni hjá þér, hefði alveg viljað vera fluga á vegg þegar þú dast af stólnum í morgun
Heyrumst fljótlega!!
Ditta syst (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:19
Hahahaha þú ert ótrúleg og einstaklega óheppin með stól dúllan mín!!!! Grjónagrauturinn stendur alltaf fyrir sínu og ég á eina góða sögu af mínum syni. Bjarni eldaði grjónagraut þegar ég var að vinna í Svíþjóð og Össur sagði "þetta er ekki eins grjónagrautur og mamma býr til!!" þá hafði þessi elska notað jasmínhrísgrjónin sem urðu afgangs kvöldinu áður og gert graut úr þeim.....hehehehe hann hefur ekki fengið að elda grjónagraut aftur, það er mín deild :)
Heyrumst fljótlega, Lilja Ö.
Lilja Ö (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 01:22
gaman að lesa bolggið þitt Helga, þú ert svo jákvæð og segir svo skemmtilega frá hahaha... og já vá hvað ég man eftir grjónagrauts-sögunni arrrrrrrgggggggggggg.... hún er klassísk og ég hef alveg sagt hana oftar en einu sinni:)
eigðu góðan dag og bið að heilsa tobbalíusi
stefy (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:51
ji, hvað ég er sammála með grautin, kokkurinn í vinnunni dobbel tékkaði alltaf hvort ég væri ekki í hádegismat þegar hann var að setja grjónagraut á matseðilinn. Svo geri ég líka einstaklega góðan graut þó ég segi sjálf frá, en við erum held ég sammála um það að það er ekki hægt að elda graut úr hverju sem er ;)
en með stólinn, takk haha, það er svo gott að geta hlegið að sjálfum sér ;) á meðan þú slappst heil frá!
E.R Gunnlaugs, 4.3.2008 kl. 16:14
Takk fyrir þetta stelpur
er ennþá að skella upp úr og þegar Tobbi kom heim í gær sagði hann ekkert en bara hló þegar hann sá mig
Sibba svo að ég svari nú spurningunni þinni, JÁ þetta var kollur sem þú gafst mér. Næst þegar það verðu fjölmennt hér heima mun ég ekki sitja á þeim.......en kannski þú ....hehehehehe....nei smá grín. Já þú ættir kannski að blogga um hjólabrettið..........það er bara snilld
Stebba, varst þú þarna? Endilega svar.............man því miður ekki mikið hverjir voru þarna......var svo busy
kveðja
Helga Hrönn
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:06
Vá ekki enn komin almennilega í gang.......þetta átti að vera hlaupabrettið........
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:07
Stebba, ef ég man aldurinn rétt þá hefur þú ekki verið þarna, en gaman að vita hvort að ég sé með hann á hreinu? Var um 13 ára þegar þegar ég kynntist þér :)
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:12
hahah hún er FREKAR skemmtileg þessi grjónagrautsumræða sem komin er á gott flug á síðunni
það hafagreinilega ALLIR lennt í einhverju skemmtilegu í sambandi við grautinn góða
en nei ég var ekki komin til sögunnar þegar grjónagrauturinn var nærri búinn að ganga frá þér
en maður heyrði söguna ansi oft þegar grautur var á borðum hahhaha..... þú ert greinilega með þetta allt á hreinu, þ.e.a.s. aldurinn - algjör límheili sem þú ert
stefy (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.