Leti - nokkrir góðir
28.2.2008 | 20:38
Kona nokkur kemur inn í apótek og biður um Arsenik.
“Og hvað ætlarðu að gera við það?” spyr apótekarinn.
“Ég ætla að eitra fyrir manninum mínum því hann er byrjaður að halda framhjá mér.”
“Ég get ekki selt þér Arsenik til þess,” segir apótekarinn, “jafnvel þó að hann sé farinn að halda framhjá þér.”
Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans.
“Ó,” segir apótekarinn, “ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil.”
Hann sagði . .. Ég skil ekki af hverju þú ert í brjóstarhaldara,
það er ekkert til að halda. Hún svarar - Þú ert í nærbuxum, er það ekki?
________________________________________________
Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld?
Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan
ég sit í sófanum.
________________________________________________
Hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem
ég lét þig fá?
Hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil!
________________________________________________
Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. "Maðurinn minn eltir mig hvert sem ég fer"
Skrifað rétt fyrir neðan . " Nei það er ekki satt"
___________________________________
Spurning. Hvernig sést að maður er að skipuleggja framtíðina?
Svar. Hann kaupir 2 kassa af bjór.
___________________________________
Spurning. Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar?
Svar. Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið.
Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn.
_________________________________________________
Maðurinn spyr guð: "Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?"
Guð svarar: "Svo þú myndir elska hana."
En Guð, "Af hverju hafðirðu hana svona heimska?"
Guð svarar: "Svo hún elski þig."
Já góðir þessir, nennti ekki að blogga. Væri nú flott að fá einhver komment .......er bara ekki að nenna að blogga neitt þegar viðbrögð eru lítil...................vonandi er ég ekki heimtufrek
jæja hafið það gott
kveðja
Helga Hrönn
Athugasemdir
til hamingju með nýja bloggið. Ég hef verið frekar löt í tölvunni eftir vinnu síðustu vikurnar enda alveg á fullu í að koma eldhúsinu mínu í gagnið...
Heyrumst og svo kíkirðu þegar þú kemur norður næst.
Kv. Edda
Edda (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 22:14
hæ skvís,
verð nú að kvitta svo þú hættir ekki að blogga... hehe
er ekki allt gott að frétta? Fórstu á hittingin um daginn, væri til í annan fljótlega, svona á meðan ég kemst út úr húsi.. hehe
heyrumst :)
kv. Eva Rut
E.R Gunnlaugs, 1.3.2008 kl. 14:55
Hæ Hæ Takk fyrir þetta stelpur
Eva, nei ég fór ekki á síðast hitting en þarf að fara að drífa mig þegar þeir eru. Vonandi gengur allt vel og væri nú gaman að sjá þig áður en bumbubúarnir koma í heiminn ( þá aðallega að sjá þig með kúlu ..hehehe) og svo verður maður nú að kíkja á krílin þegar þau koma í heiminn
Hafðu það gott og farðu vel með þig
kveðja
Helga Hrönn
Helga Hrönn (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 16:08
Því miður kann ég nú ekki mikið á þetta og blogg og því tókst mér ekki að vist þann sem var að óska eftir því að komast í bloggvini.........endilega senda aftur.........grunar að það hafi verið Eva, getur það passað?
kveðja
Helga Hrönn
Helga , 1.3.2008 kl. 23:38
prófaði aftur.. :)
kv. Eva
E.R Gunnlaugs, 2.3.2008 kl. 12:14
Jæja það tókst núna, velkomin Eva.....gaman að þú skulir vera farin að blogga hér á mbl
kveðja
Helga Hrönn
Helga , 2.3.2008 kl. 12:25
Til hamingju með nýja bloggið
hehe... Góðir brandara...hahaha... Vonandi helduru bara við þetta blogg góða, þetta er blogg sætu fólksins u know haha....
En allavega....kvitt kvitt. Bið að heilsa. Knús
Melanie Rose (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.